Arnar Gunnlaugs: Engin almennileg færi sem Blikar fengu eftir að við urðum færri Atli Arason skrifar 10. apríl 2022 23:57 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í kvöld Hulda Margrét Víkingar eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Breiðablik í Víkinni í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var ánægður með sigurinn. „Mér fannst fyrri hálfleikur gríðarlega sterkur af okkar hálfu, sérstaklega fyrstu 35 mínúturnar. Gríðarlegur kraftur í okkar leikmönnum og fannst að við hefðum átt að skora fleiri mörk en eitt vitandi það hversu góðir Blikar eru. Blikar náðu að ‚regroupa‘ í hálfleik og byrjuðu seinni sterkt. Svo eftir að Pablo var rekinn út af þá var þetta gamli góði varnarleikurinn. Engin almennileg færi sem Blikar fengu eftir að við urðum færri og við spiluðum varnarleikinn mjög vel,“ sagði Arnar. Blikar sköpuðu sér fá færi í leiknum og náðu ekki að brjóta niður 10 manna varnarmúr Víkinga. Arnar segir það sýna mikinn styrk. „Já, þetta sýnir styrk. Við fengum góða reynslu á þessu úti í Slóveníu í Evrópukeppninni. Þá lentum við líka einum manni færri og leystum það mjög vel. Ég var fyrst og fremst mjög ánægður með fyrri hálfleikinn. Mér fannst við vera gríðarlega sterkir, ‚aggressívir‘ og einhvern veginn ferskir. Lappirnar voru ferskar. Hefðum mátt skora fleiri mörk og vera aðeins yfirvegaðri fyrir framan markið. Ég var mjög sáttur við þennan leik. Það var mikilvægt að vinna titil núna eftir að hafa tapað deildabikarnum. Mikilvægt að komast aftur á sigurbraut og vinna bikar,“ segir Arnar. Pablo Punyed fær rauða spjaldiðHulda Margrét Arnar talaði um það fyrir leik að hann valdi leikmenn fram á við sem höfðu meiri hraða og gætu ógnað á bak við vörn Blika. Markið kom einmitt þannig eftir hlaup í gegn frá Helga Guðjónssyni og Arnar segir planið hafa gengið upp. „Já mér fannst það ganga upp. Mér fannst við skapa mikinn usla með hraða og krafti. Ari kemur sterkur inn, gríðarlega öflugur og efnilegur leikmaður sem á eftir að ná langt. Kristall alltaf, við vitum hvað býr í honum og hans knattspyrnuhæfileikum. Svo er líka einn leikmaður sem er bara búinn að því miður fá lítið hrós undanfarin tvö ár en er samt að mínu mati orðinn einn besti leikmaður deildarinnar og það er Erlingur Agnars. Hann er frábær varnarframherji og núna eru mörkin vonandi að fara að skila sér og þá er bara ein leið fyrir hann. Helgi var líka flottur í nýrri stöðu. Við höfum verið að prófa hann á kantinum í vetur líka bara til að gefa honum meiri möguleika á að spila. Hann hefur gott hjarta og kannski ekki sömu tækni og margir leikmenn okkar en hann kemst áfram á dugnaði og krafti og áræðni og er súper fit. Mér fannst hann mjög flottur í kvöld,“ sagði Arnar. Víkingar eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og nú einnig Meistarar Meistaranna. Arnar segist vona að þeir geti haldið sama striki áfram. „Vonandi er þetta það sem koma skal. Við reynum að mæta í hvern leik og reynum að verja titlana okkar tvo. Við leggjum okkur fram eins og við gerðum núna en stundum bara tapar maður fótboltaleikjum og þá þarf bara að ‚regroupa‘ og vinna næsta leik. Það er líka búið að vera ‚tricky‘ að ‚replacea‘ þessa tvo turna og líka Atla Barkar. Við erum komnir með nánast nýja varnarlínu og þeir voru að ‚synca‘ í dag. Það var kannski það eina jákvæða við að lenda manni færri að þá ertu neyddur til að fara í ákveðnar varnarfærslur sem voru svo sterkar hjá okkur í fyrra svo þetta var bara fín æfing í því,“ sagði Arnar að lokum. Víkingur Reykjavík Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjá meira
„Mér fannst fyrri hálfleikur gríðarlega sterkur af okkar hálfu, sérstaklega fyrstu 35 mínúturnar. Gríðarlegur kraftur í okkar leikmönnum og fannst að við hefðum átt að skora fleiri mörk en eitt vitandi það hversu góðir Blikar eru. Blikar náðu að ‚regroupa‘ í hálfleik og byrjuðu seinni sterkt. Svo eftir að Pablo var rekinn út af þá var þetta gamli góði varnarleikurinn. Engin almennileg færi sem Blikar fengu eftir að við urðum færri og við spiluðum varnarleikinn mjög vel,“ sagði Arnar. Blikar sköpuðu sér fá færi í leiknum og náðu ekki að brjóta niður 10 manna varnarmúr Víkinga. Arnar segir það sýna mikinn styrk. „Já, þetta sýnir styrk. Við fengum góða reynslu á þessu úti í Slóveníu í Evrópukeppninni. Þá lentum við líka einum manni færri og leystum það mjög vel. Ég var fyrst og fremst mjög ánægður með fyrri hálfleikinn. Mér fannst við vera gríðarlega sterkir, ‚aggressívir‘ og einhvern veginn ferskir. Lappirnar voru ferskar. Hefðum mátt skora fleiri mörk og vera aðeins yfirvegaðri fyrir framan markið. Ég var mjög sáttur við þennan leik. Það var mikilvægt að vinna titil núna eftir að hafa tapað deildabikarnum. Mikilvægt að komast aftur á sigurbraut og vinna bikar,“ segir Arnar. Pablo Punyed fær rauða spjaldiðHulda Margrét Arnar talaði um það fyrir leik að hann valdi leikmenn fram á við sem höfðu meiri hraða og gætu ógnað á bak við vörn Blika. Markið kom einmitt þannig eftir hlaup í gegn frá Helga Guðjónssyni og Arnar segir planið hafa gengið upp. „Já mér fannst það ganga upp. Mér fannst við skapa mikinn usla með hraða og krafti. Ari kemur sterkur inn, gríðarlega öflugur og efnilegur leikmaður sem á eftir að ná langt. Kristall alltaf, við vitum hvað býr í honum og hans knattspyrnuhæfileikum. Svo er líka einn leikmaður sem er bara búinn að því miður fá lítið hrós undanfarin tvö ár en er samt að mínu mati orðinn einn besti leikmaður deildarinnar og það er Erlingur Agnars. Hann er frábær varnarframherji og núna eru mörkin vonandi að fara að skila sér og þá er bara ein leið fyrir hann. Helgi var líka flottur í nýrri stöðu. Við höfum verið að prófa hann á kantinum í vetur líka bara til að gefa honum meiri möguleika á að spila. Hann hefur gott hjarta og kannski ekki sömu tækni og margir leikmenn okkar en hann kemst áfram á dugnaði og krafti og áræðni og er súper fit. Mér fannst hann mjög flottur í kvöld,“ sagði Arnar. Víkingar eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og nú einnig Meistarar Meistaranna. Arnar segist vona að þeir geti haldið sama striki áfram. „Vonandi er þetta það sem koma skal. Við reynum að mæta í hvern leik og reynum að verja titlana okkar tvo. Við leggjum okkur fram eins og við gerðum núna en stundum bara tapar maður fótboltaleikjum og þá þarf bara að ‚regroupa‘ og vinna næsta leik. Það er líka búið að vera ‚tricky‘ að ‚replacea‘ þessa tvo turna og líka Atla Barkar. Við erum komnir með nánast nýja varnarlínu og þeir voru að ‚synca‘ í dag. Það var kannski það eina jákvæða við að lenda manni færri að þá ertu neyddur til að fara í ákveðnar varnarfærslur sem voru svo sterkar hjá okkur í fyrra svo þetta var bara fín æfing í því,“ sagði Arnar að lokum.
Víkingur Reykjavík Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjá meira