Ræddu punghögg Halldórs: „Á bara að skammast sín og fara í burtu“ Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2022 11:30 Halldór Garðar Hermannsson gerðist sekur um fólskubrot í leiknum við Tindastól á föstudaginn en verður með á Sauðárkróki í kvöld. vísir/bára/Skjáskot Leikar eru farnir að æsast í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta og litlu munaði að upp úr syði í Keflavík á föstudag eftir fantabrögð Halldórs Garðars Hermannssonar. Halldór Garðar braut á Helga Rafni Viggóssyni, leikmanni Tindastóls, í lok fyrsta leikhluta að því er virtist með því að slæma hendinni á allra viðkvæmasta stað. Keflavík vann leikinn og staðan í einvíginu er því 1-1 fyrir leikinn á Sauðárkróki í kvöld sem sýndur er á Stöð 2 Sport. Sérfræðingar Subway-körfuboltakvölds voru sammála um að Halldór Garðar eyddi of miklum tíma og orku í að pirra andstæðingana í stað þess að sýna körfuboltahæfileika sína. „Þarna sló hann Arnar fyrst og svo þetta… hvað er í gangi?“ sagði Teitur Örlygsson á meðan að hann horfði á klippu af broti Halldórs. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Halldór Garðar Kjartan Atli Kjartansson kvaðst strax hafa hugsað til Zvonko Buljan, fyrrverandi leikmanns Njarðvíkur, sem fékk þriggja leikja bann fyrir að grípa um kynfæri mótherja á síðustu leiktíð. Buljan fékk á sínum tíma þriggja leikja bann en Halldór Garðar fékk aðeins óíþróttamannslega villu í leiknum á föstudaginn og gat haldið áfram leik: „Þetta er náttúrulega bara brottrekstur,“ sagði Teitur sem taldi hins vegar að ekkert yrði frekar aðhafst í málinu: „Ég veit það ekki. Það var dæmt á þetta í leiknum. Er nokkuð hægt að fara í bann þá?“ „Eins og að honum finnist þetta kúl“ Teitur var sömuleiðis ekki hrifinn af því hvernig Halldór Garðar lét eftir brotið: „Þarna er Halldór Garðar ennþá að rífa kjaft. Þarna á hann bara að skammast sín og fara í burtu. Þetta er þannig brot og vitleysa. Það er eins og að honum finnist þetta kúl,“ sagði Teitur og Matthías Orri Sigurðarson bætti við: „Það er svo stutt síðan að Halldór Garðar var bara alvöru, hann er það örugglega ennþá, „playmaker“ í Þórsliðinu og varnardjöfull líka. Mér finnst hann rosalega fljótur að fara í að skilgreina sig bara sem einhver svona týpa,“ sagði Matthías. „Hann hefur sýnt okkur að hann er hörkugóður körfuboltamaður. Haltu því áfram,“ bætti Teitur við. Leikur Tindastóls og Keflavíkur hefst klukkan 18:15 í kvöld á Stöð 2 Sport. Klukkan 20.15 hefst svo þriðji leikur Vals og Stjörnunnar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Halldór Garðar braut á Helga Rafni Viggóssyni, leikmanni Tindastóls, í lok fyrsta leikhluta að því er virtist með því að slæma hendinni á allra viðkvæmasta stað. Keflavík vann leikinn og staðan í einvíginu er því 1-1 fyrir leikinn á Sauðárkróki í kvöld sem sýndur er á Stöð 2 Sport. Sérfræðingar Subway-körfuboltakvölds voru sammála um að Halldór Garðar eyddi of miklum tíma og orku í að pirra andstæðingana í stað þess að sýna körfuboltahæfileika sína. „Þarna sló hann Arnar fyrst og svo þetta… hvað er í gangi?“ sagði Teitur Örlygsson á meðan að hann horfði á klippu af broti Halldórs. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Halldór Garðar Kjartan Atli Kjartansson kvaðst strax hafa hugsað til Zvonko Buljan, fyrrverandi leikmanns Njarðvíkur, sem fékk þriggja leikja bann fyrir að grípa um kynfæri mótherja á síðustu leiktíð. Buljan fékk á sínum tíma þriggja leikja bann en Halldór Garðar fékk aðeins óíþróttamannslega villu í leiknum á föstudaginn og gat haldið áfram leik: „Þetta er náttúrulega bara brottrekstur,“ sagði Teitur sem taldi hins vegar að ekkert yrði frekar aðhafst í málinu: „Ég veit það ekki. Það var dæmt á þetta í leiknum. Er nokkuð hægt að fara í bann þá?“ „Eins og að honum finnist þetta kúl“ Teitur var sömuleiðis ekki hrifinn af því hvernig Halldór Garðar lét eftir brotið: „Þarna er Halldór Garðar ennþá að rífa kjaft. Þarna á hann bara að skammast sín og fara í burtu. Þetta er þannig brot og vitleysa. Það er eins og að honum finnist þetta kúl,“ sagði Teitur og Matthías Orri Sigurðarson bætti við: „Það er svo stutt síðan að Halldór Garðar var bara alvöru, hann er það örugglega ennþá, „playmaker“ í Þórsliðinu og varnardjöfull líka. Mér finnst hann rosalega fljótur að fara í að skilgreina sig bara sem einhver svona týpa,“ sagði Matthías. „Hann hefur sýnt okkur að hann er hörkugóður körfuboltamaður. Haltu því áfram,“ bætti Teitur við. Leikur Tindastóls og Keflavíkur hefst klukkan 18:15 í kvöld á Stöð 2 Sport. Klukkan 20.15 hefst svo þriðji leikur Vals og Stjörnunnar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira