Um er að ræða æfingu sem grundvallast á ákvæðum varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna sem hefur verið haldin reglulega frá árinu 1982. Í morgun fór fram lendingaræfing bandarískra landgönguliða í Hvalfirði og bæði ráðherra og þingmenn mættu þangað til að fylgjast með henni.
Á sama tíma og æfingin fór fram voru Samtök hernaðarandstæðinga við kræklingatýnslu í Hvalfirðinum, í mótmælaskyni.
„Einhverjar æfingar Bandaríkjahers sem hefur nú ýmislegt á samviskunni og sérstaklega þegar það verið að þvæla þessu saman við Landhelgisgæsluna og þessar borgaralegu varnir Íslands í náttúruhamförum,“ sagði Guttormur Þorsteinsson formaður samtakanna þegar fréttastofa hitti á hann við veglokun við Ferstiklu í morgun. Þá höfðu einhverjir úr samtökunum þegar komist inn á æfingasvæðið.
Hér að neðan má sjá myndir frá æfingunni í Hvalfirði í dag.











