Gulur, rauður, grænn og blár Lieselot Simoen skrifar 12. apríl 2022 11:02 Undanfarin ár hefur umræðan um leikskólastigið aukist og í dag eru leikskólakennarar að berjast fyrir því að starfsaðstæður þeirra verði bættar og verði a.m.k. sambærilegar þeim sem finna má í grunnskólum. Þessi umræða er ekki svört eða hvít heldur er hún gul, rauð, græn og blá. Þetta er flókin umræða. Það er ekki til nein töfralausn eða ein rétt leið, en umræðuna verður að taka. Leikskólar framtíðarinnar Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn (28. grein/1992) segir: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til menntunar og skulu þau, til þess að réttur þessi nái fram að ganga stig af stigi og þannig að allir njóti sömu tækifæra, einkum: koma á skyldu til grunnmenntunar sem allir geti notið ókeypis“. Er leikskólinn sem fyrsta skólastigið ekki grunnmenntun? Það er mikið álag á leikskólakennara og aðra starfsmenn í leikskólum og augljóst er að ríki og sveitarfélög þurfa að grípa inn í. En hvernig gerum við það? Ef leikskólum landsins er lokað fyrr á daginn þá lamast samfélagið, því foreldrar þurfa að sækja börn sín. Ef leikskólakennarar minnka viðveru inn á deildum þá væri til dæmis hægt að bjóða upp á frístund fyrir leikskólabörn. Þá er samt hægt að velta fyrir sér hvort það sé gott fyrir börnin að skipt verði um hluta af starfsfólkinu. Hvernig verður stéttaskiptingin þá innan leikskóla þegar leikskólakennarar eru með öðruvísi vinnutíma og aðstæður en leikskólaleiðbeinendur sem hafa líka unnið frábært starf í mörg ár. Hlutverk leikskólans Leikskólar hafa þrjú meginhlutverk. Það fyrsta er að mennta börnin og örva þau í þroska. Leikskólinn er fyrsta skólastigið, hann er menntastofnun. Í öðru lagi hefur leikskólinn hagrænt (e. economical) hlutverk. Að foreldrar geta farið út á vinnumarkaðinn á nýjan leik að loknu fæðingarorlofi og snúið hjólum hagkerfisins (atvinnulífsins). Þriðja hlutverkið er hið félagslega hlutverk þar sem leikskólarnir geta unnið gegn ójafnrétti. Um þetta hlutverk má gjarnan fjalla meira hér á landi. Óhætt er að segja að margir fræðimenn hafi fjallað um hvernig leikskólastarf geti tekist á við félagslegt óréttlæti. Það felur meðal annars í sér að leikskólar berjast gegn félagslegri útskúfun. Mikilvægt er að það sé tækifæri til að félagslegt net þróist í nærsamfélaginu og að stutt sé við félagslega þátttöku fjölskyldna sem nýta leikskólapláss. Stytting opnunartíma Ef leikskólar stytta opnunartíma mun það hafa áhrif á viðkvæmasta fólkið í okkar samfélagi. Foreldrar og sérstaklega einstæðir foreldrar með lítið félagslegt net þyrftu kannski að minnka starfshlutfall til að geta sótt börn sín tímalega. Það eru einnig foreldrar sem eru í vaktavinnu eða eru að vinna langar vegalengdir frá Árborg. Þess ber að geta að undirrituð er ekki að mæla með að vistunartími barns lengist, heldur að skoða og prófa nýjar nálganir í leikskólastarfi. Börn sem eiga að minnsta kosti annað foreldri með erlendan bakgrunn eru í meiri áhættu á að búa við fátækt. Innflytjendur eru til dæmis oft í láglaunastörfum og hafa því ekki efni á því að lækka starfshlutfall sitt. Hvað þá ef um er að ræða einstætt foreldri í þessum aðstæðum. Mikilvægi frístundarstyrks til að auka jöfnuð Tíminn sem börn, sem búa við fátækt, eiga í félagslegum samskiptum við önnur börn fyrir utan skóla takmarkast oft vegna skorts á heimilinu. Það eru ekki til peningar. Þessi tími er samt gríðarlega mikilvægur fyrir uppbyggingu sjálfstrausts og sjálfsmyndar þeirra. Það er ekki hægt að undirstrika nóg mikilvægi þess að standa vörð um fjárhagslega stöðu barnafjölskyldna, meðal annars með að lækka lágmarksaldur til að sækja um frístundarstyrk í sveitarfélaginu, en hann miðast nú við 5 ára aldur. Við viljum búa til fjölskylduvænt samfélag en ekki samfélag sem ýtir undir fátækt. Stytting vinnuvikunnar er ekki komin það langt að það hafi áhrif á dvalartíma leikskólabarna. Á meðan flestir eru ennþá að vinna 36-40 klst vinnuviku verður samfélagið ekki fjölskylduvænna. Það er gríðarlega mikilvægt að sveitarfélög hefji umræðu um þessi mál. Þar þurfa að vera fulltrúar alls samfélagsins, ekki aðeins fulltrúar úr há- og millistétt. Það er okkar ábyrgð að hlusta á rödd allra og sérstaklega þeirra sem eru í viðkvæmri félagslegri stöðu. Stöndum saman! Höfundur er leikskólastjóri og skipar 13. sætið á lista Áfram Árborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur umræðan um leikskólastigið aukist og í dag eru leikskólakennarar að berjast fyrir því að starfsaðstæður þeirra verði bættar og verði a.m.k. sambærilegar þeim sem finna má í grunnskólum. Þessi umræða er ekki svört eða hvít heldur er hún gul, rauð, græn og blá. Þetta er flókin umræða. Það er ekki til nein töfralausn eða ein rétt leið, en umræðuna verður að taka. Leikskólar framtíðarinnar Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn (28. grein/1992) segir: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til menntunar og skulu þau, til þess að réttur þessi nái fram að ganga stig af stigi og þannig að allir njóti sömu tækifæra, einkum: koma á skyldu til grunnmenntunar sem allir geti notið ókeypis“. Er leikskólinn sem fyrsta skólastigið ekki grunnmenntun? Það er mikið álag á leikskólakennara og aðra starfsmenn í leikskólum og augljóst er að ríki og sveitarfélög þurfa að grípa inn í. En hvernig gerum við það? Ef leikskólum landsins er lokað fyrr á daginn þá lamast samfélagið, því foreldrar þurfa að sækja börn sín. Ef leikskólakennarar minnka viðveru inn á deildum þá væri til dæmis hægt að bjóða upp á frístund fyrir leikskólabörn. Þá er samt hægt að velta fyrir sér hvort það sé gott fyrir börnin að skipt verði um hluta af starfsfólkinu. Hvernig verður stéttaskiptingin þá innan leikskóla þegar leikskólakennarar eru með öðruvísi vinnutíma og aðstæður en leikskólaleiðbeinendur sem hafa líka unnið frábært starf í mörg ár. Hlutverk leikskólans Leikskólar hafa þrjú meginhlutverk. Það fyrsta er að mennta börnin og örva þau í þroska. Leikskólinn er fyrsta skólastigið, hann er menntastofnun. Í öðru lagi hefur leikskólinn hagrænt (e. economical) hlutverk. Að foreldrar geta farið út á vinnumarkaðinn á nýjan leik að loknu fæðingarorlofi og snúið hjólum hagkerfisins (atvinnulífsins). Þriðja hlutverkið er hið félagslega hlutverk þar sem leikskólarnir geta unnið gegn ójafnrétti. Um þetta hlutverk má gjarnan fjalla meira hér á landi. Óhætt er að segja að margir fræðimenn hafi fjallað um hvernig leikskólastarf geti tekist á við félagslegt óréttlæti. Það felur meðal annars í sér að leikskólar berjast gegn félagslegri útskúfun. Mikilvægt er að það sé tækifæri til að félagslegt net þróist í nærsamfélaginu og að stutt sé við félagslega þátttöku fjölskyldna sem nýta leikskólapláss. Stytting opnunartíma Ef leikskólar stytta opnunartíma mun það hafa áhrif á viðkvæmasta fólkið í okkar samfélagi. Foreldrar og sérstaklega einstæðir foreldrar með lítið félagslegt net þyrftu kannski að minnka starfshlutfall til að geta sótt börn sín tímalega. Það eru einnig foreldrar sem eru í vaktavinnu eða eru að vinna langar vegalengdir frá Árborg. Þess ber að geta að undirrituð er ekki að mæla með að vistunartími barns lengist, heldur að skoða og prófa nýjar nálganir í leikskólastarfi. Börn sem eiga að minnsta kosti annað foreldri með erlendan bakgrunn eru í meiri áhættu á að búa við fátækt. Innflytjendur eru til dæmis oft í láglaunastörfum og hafa því ekki efni á því að lækka starfshlutfall sitt. Hvað þá ef um er að ræða einstætt foreldri í þessum aðstæðum. Mikilvægi frístundarstyrks til að auka jöfnuð Tíminn sem börn, sem búa við fátækt, eiga í félagslegum samskiptum við önnur börn fyrir utan skóla takmarkast oft vegna skorts á heimilinu. Það eru ekki til peningar. Þessi tími er samt gríðarlega mikilvægur fyrir uppbyggingu sjálfstrausts og sjálfsmyndar þeirra. Það er ekki hægt að undirstrika nóg mikilvægi þess að standa vörð um fjárhagslega stöðu barnafjölskyldna, meðal annars með að lækka lágmarksaldur til að sækja um frístundarstyrk í sveitarfélaginu, en hann miðast nú við 5 ára aldur. Við viljum búa til fjölskylduvænt samfélag en ekki samfélag sem ýtir undir fátækt. Stytting vinnuvikunnar er ekki komin það langt að það hafi áhrif á dvalartíma leikskólabarna. Á meðan flestir eru ennþá að vinna 36-40 klst vinnuviku verður samfélagið ekki fjölskylduvænna. Það er gríðarlega mikilvægt að sveitarfélög hefji umræðu um þessi mál. Þar þurfa að vera fulltrúar alls samfélagsins, ekki aðeins fulltrúar úr há- og millistétt. Það er okkar ábyrgð að hlusta á rödd allra og sérstaklega þeirra sem eru í viðkvæmri félagslegri stöðu. Stöndum saman! Höfundur er leikskólastjóri og skipar 13. sætið á lista Áfram Árborgar.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar