Að vinna frítt Guðrún Lilja Sigurðardóttir skrifar 12. apríl 2022 16:01 Vinir fá flotta viðskiptahugmynd. Vinir framkvæma hana og hljóta lof fyrir. Fjár er aflað til að reka verkefnið áfram og verkefnið fer að skila tekjum. Einhvers staðar á leiðinni syrtir í álinn. Úps. Það er kominn ágreiningur. Hvað þá? Hver átti hugmyndina? Hver á réttinn? Hver ber ábyrgðina? Hvert eiga peningarnir að fara? Var einhver sem fékk ekki greitt? Var einhver að brjóta samkomulag? Samfélagið okkar er á margan hátt frábært. Við búum við tjáningarfrelsi, við höfum greiðan aðgang að tækni og þekkingu, við höfum opinberan vettvang til þess að tjá skoðanir okkar til allra sem vilja hlusta og miðla efni til samborgara okkar án ritskoðunar eða afskipta. Sem betur fer eru margir sem nýta sér þessi tækifæri og sjá okkur hinum fyrir afþreyingarefni á ýmsu formi, meðal annars formi hlaðvarpa um allt milli himins og jarðar. Það er ekki óalgengt að hlaðvörp séu framleidd í samstarfi tveggja eða fleiri einstaklinga, sem jafnvel eiga í vina- eða kunningjasambandi og deila áhuga á viðfangsefninu. Þetta á ekki bara við um hlaðvörp og getur átt við um hvers konar rekstur sem fólk tekur sér fyrir hendur. Atburðir síðustu daga og vikna vöktu undirritaða hins vegar til umhugsunar um stöðu vina og kunningja sem framleiða hlaðvörp í sameiningu, sem varð kveikjan að þessum stutta pistli. Það er gömul saga og ný að samstarf sem fór vel af stað í upphafi getur lent á vegg. Þá geta góð ráð verið dýr. Mjög dýr. Nafnið þitt getur legið að veði og orðstír. Jafnvel líka fjárhagslegir hagsmunir. Í gleðikastinu sem fylgir eftirvæntingunni og velgengninni gleymdist að setja niður formsatriðin. Það vildi enginn eyðileggja stemmninguna, rugga bátnum. Allir héldu að þeir væru sammála – það var bara ekkert búið að ræða það. Það er líka svo óþægilegt að ræða um peninga og svona. Á Íslandi eru munnlegir samningar jafngildir skriflegum, en sönnunarstaðan er erfið. Orð gegn orði. Kröfur tapast. Einhver endar kannski með því að þurfa að gefa vinnuna sína. Við upphaf viðskiptasambands er ráðlegt, eiginlega nauðsynlegt, að gera skriflegan samning um formsatriðin, sem hægt er að stóla á ef á reynir. Jafnvel þótt aldrei reyni á, þá geta aðilar sambandsins að minnsta kosti gengið að þeim viðskiptaskilmálum sem um samstarfið gilda vísum. Þau eru fjölmörg sem hlusta á hlaðvarp í göngutúr, í ræktinni, í búðinni, í bílnum, í vinnunni, við húsverkin og þannig mætti lengi telja. Þarna varð til nýr vettvangur fyrir auglýsingar, því allt kostar þetta jú peninga og einhver þarf að borga. Það er ekki síður mikilvægt fyrir auglýsendur, sem tengja nöfn fyrirtækis síns eða vörumerki við tiltekna hlaðvarpsþætti, að geta tryggt hagsmuni sína ef á reynir. Ekki vera feimin við að setja formsatriðin niður á blað. Ef þið gætið ekki ykkar hagsmuna, þá gerir það enginn annar. Það er engin skömm af því að gera þær kröfur til sjálfs sín og annarra sem með manni starfa að hafa þessa hluti uppi á borði. Það ætla allir að vera alltaf vinir, en eins og flestir vita ganga slík plön ekki alltaf eftir og þá er gott að hafa gætt að þessum hlutum strax frá upphafi. Dæmin sýna að þótt samningagerð í upphafi kunni að fylgja einhver kostnaður, þá getur það margborgað sig síðar, ef á reynir. Höfundur er lögmaður á LEX lögmannsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Fjölmiðlar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vinir fá flotta viðskiptahugmynd. Vinir framkvæma hana og hljóta lof fyrir. Fjár er aflað til að reka verkefnið áfram og verkefnið fer að skila tekjum. Einhvers staðar á leiðinni syrtir í álinn. Úps. Það er kominn ágreiningur. Hvað þá? Hver átti hugmyndina? Hver á réttinn? Hver ber ábyrgðina? Hvert eiga peningarnir að fara? Var einhver sem fékk ekki greitt? Var einhver að brjóta samkomulag? Samfélagið okkar er á margan hátt frábært. Við búum við tjáningarfrelsi, við höfum greiðan aðgang að tækni og þekkingu, við höfum opinberan vettvang til þess að tjá skoðanir okkar til allra sem vilja hlusta og miðla efni til samborgara okkar án ritskoðunar eða afskipta. Sem betur fer eru margir sem nýta sér þessi tækifæri og sjá okkur hinum fyrir afþreyingarefni á ýmsu formi, meðal annars formi hlaðvarpa um allt milli himins og jarðar. Það er ekki óalgengt að hlaðvörp séu framleidd í samstarfi tveggja eða fleiri einstaklinga, sem jafnvel eiga í vina- eða kunningjasambandi og deila áhuga á viðfangsefninu. Þetta á ekki bara við um hlaðvörp og getur átt við um hvers konar rekstur sem fólk tekur sér fyrir hendur. Atburðir síðustu daga og vikna vöktu undirritaða hins vegar til umhugsunar um stöðu vina og kunningja sem framleiða hlaðvörp í sameiningu, sem varð kveikjan að þessum stutta pistli. Það er gömul saga og ný að samstarf sem fór vel af stað í upphafi getur lent á vegg. Þá geta góð ráð verið dýr. Mjög dýr. Nafnið þitt getur legið að veði og orðstír. Jafnvel líka fjárhagslegir hagsmunir. Í gleðikastinu sem fylgir eftirvæntingunni og velgengninni gleymdist að setja niður formsatriðin. Það vildi enginn eyðileggja stemmninguna, rugga bátnum. Allir héldu að þeir væru sammála – það var bara ekkert búið að ræða það. Það er líka svo óþægilegt að ræða um peninga og svona. Á Íslandi eru munnlegir samningar jafngildir skriflegum, en sönnunarstaðan er erfið. Orð gegn orði. Kröfur tapast. Einhver endar kannski með því að þurfa að gefa vinnuna sína. Við upphaf viðskiptasambands er ráðlegt, eiginlega nauðsynlegt, að gera skriflegan samning um formsatriðin, sem hægt er að stóla á ef á reynir. Jafnvel þótt aldrei reyni á, þá geta aðilar sambandsins að minnsta kosti gengið að þeim viðskiptaskilmálum sem um samstarfið gilda vísum. Þau eru fjölmörg sem hlusta á hlaðvarp í göngutúr, í ræktinni, í búðinni, í bílnum, í vinnunni, við húsverkin og þannig mætti lengi telja. Þarna varð til nýr vettvangur fyrir auglýsingar, því allt kostar þetta jú peninga og einhver þarf að borga. Það er ekki síður mikilvægt fyrir auglýsendur, sem tengja nöfn fyrirtækis síns eða vörumerki við tiltekna hlaðvarpsþætti, að geta tryggt hagsmuni sína ef á reynir. Ekki vera feimin við að setja formsatriðin niður á blað. Ef þið gætið ekki ykkar hagsmuna, þá gerir það enginn annar. Það er engin skömm af því að gera þær kröfur til sjálfs sín og annarra sem með manni starfa að hafa þessa hluti uppi á borði. Það ætla allir að vera alltaf vinir, en eins og flestir vita ganga slík plön ekki alltaf eftir og þá er gott að hafa gætt að þessum hlutum strax frá upphafi. Dæmin sýna að þótt samningagerð í upphafi kunni að fylgja einhver kostnaður, þá getur það margborgað sig síðar, ef á reynir. Höfundur er lögmaður á LEX lögmannsstofu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar