Stefnir í úrkomumet í Reykjavík Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2022 16:57 Það stefnir í rigningu yfir páskahelgina, það er í Reykjavík. Akureyringar geta með góðri samvisku stært sig af góðu veðri og þangað stefnir útivistarfólk yfir páska auk þess sem Egilsstaðir eru góður kostur. vísir/vilhelm Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að nú stefni í áhugaverða keppni um úrkomumet í Reykjavík en metið féll 1921. Landsmenn eru farnir að horfa til veðurs fyrir páskafrí og þeir sem vilja stunda útivist ættu að drífa sig norður á Akureyri eða á Egilsstaði. Hins vegar verður rok og rigning í Reykjavík. Einar heldur úti Bliku, sérstökum vef þar sem hann rýnir í kortin og segir til um horfur. Hann segir að aldrei hafi rignt meira fyrstu 100 dagana í Reykjavík undanfarin 100 árin og það kemur höfuðborgarbúum varla mikið á óvart. Tíundi apríl er hundraðasti dagur ársins, úrkoma hefur verið mikil frá áramótum og bæst drjúgt við í apríl þó þurrt hafi verið að kalla undanfarna daga. Á því verður breyting um helgina. Aftur. Einar klár með regnhlífina og ekki veitir af. Hann segir að vel geti svo farið að úrkomumet í Reykjavík falli.vísir/aðsend Að sögn Einars er heildarúrkoman á þessum 100 dögum orðin 515 millimetrar. Það samsvarar því að um 65 prósent meðalúrkomunnar er þegar komin en líta þarf til 1953 til að finna eitthvað svipað. „Helst að árið 1921 sé til samanburðar. Þá var samanlögð úrkoma í jan, feb og mars 444 mm. Í apríl það ár bættust síðan við 149 mm. Ekki þarf að koma á óvart að árið 1921 er það úrkomusamasta í Reykjavík í sögu mælinga með meira en 1.200 mm úrkomu,“ segir veðurfræðingurinn. Hann segir ekkert sérstakt keppikefli að eltast við þessi úrkomumet frá 1921, en rigna þarf 78 mm til viðbótar í apríl til að halda í við það ár fyrir 4 fyrstu mánuði ársins. „Mið við spár næstu daga gæti það nú alveg gerst. Veðurstofan gerir ráð fyrir um 40 mm frá skírdegi til páskadags og Blika er með yfir 50 mm í sinni spá!“ Veður Páskar Reykjavík Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira
Landsmenn eru farnir að horfa til veðurs fyrir páskafrí og þeir sem vilja stunda útivist ættu að drífa sig norður á Akureyri eða á Egilsstaði. Hins vegar verður rok og rigning í Reykjavík. Einar heldur úti Bliku, sérstökum vef þar sem hann rýnir í kortin og segir til um horfur. Hann segir að aldrei hafi rignt meira fyrstu 100 dagana í Reykjavík undanfarin 100 árin og það kemur höfuðborgarbúum varla mikið á óvart. Tíundi apríl er hundraðasti dagur ársins, úrkoma hefur verið mikil frá áramótum og bæst drjúgt við í apríl þó þurrt hafi verið að kalla undanfarna daga. Á því verður breyting um helgina. Aftur. Einar klár með regnhlífina og ekki veitir af. Hann segir að vel geti svo farið að úrkomumet í Reykjavík falli.vísir/aðsend Að sögn Einars er heildarúrkoman á þessum 100 dögum orðin 515 millimetrar. Það samsvarar því að um 65 prósent meðalúrkomunnar er þegar komin en líta þarf til 1953 til að finna eitthvað svipað. „Helst að árið 1921 sé til samanburðar. Þá var samanlögð úrkoma í jan, feb og mars 444 mm. Í apríl það ár bættust síðan við 149 mm. Ekki þarf að koma á óvart að árið 1921 er það úrkomusamasta í Reykjavík í sögu mælinga með meira en 1.200 mm úrkomu,“ segir veðurfræðingurinn. Hann segir ekkert sérstakt keppikefli að eltast við þessi úrkomumet frá 1921, en rigna þarf 78 mm til viðbótar í apríl til að halda í við það ár fyrir 4 fyrstu mánuði ársins. „Mið við spár næstu daga gæti það nú alveg gerst. Veðurstofan gerir ráð fyrir um 40 mm frá skírdegi til páskadags og Blika er með yfir 50 mm í sinni spá!“
Veður Páskar Reykjavík Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira