Nýjar upplýsingar um bankasöluna staðfesti það sem óttast var Eiður Þór Árnason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 12. apríl 2022 20:16 Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Egill Þingmaður Samfylkingarinnar segir nýjar upplýsingar benda til að stór hluti fjárfesta hafi tekið þátt í útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka í þeim eina tilgangi að tryggja sér skjótfenginn gróða. Hún telur eðlilegt að fjármálaráðherra segi af sér vegna málsins og komið verði á fót óháðri rannsóknarnefnd. Kjarninn greindi frá því í dag að af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafi 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. „Ef þetta reynist rétt þá erum við í raun og veru að horfa fram á það sem mörg okkar óttuðust er satt, sem er að þarna hafi verið fengnir aðilar fyrir skjótfenginn gróða, ekki til að koma inn til að standa með bankanum. Í rauninni stór hluti af þeim aðilum sem fengu að fjárfesta í Íslandsbanka, í almenningseign, tóku snöggan snúning á kostnað almennings og áttu ekkert skylt við hæfa fjárfesta í þessu ferli,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Alvarlegir misbrestir Kristrún segir mikilvægt að fá allar upplýsingar tengdar útboðinu upp á borðið þar og það sé orðið frekar ljóst að alvarlegir misbrestir hafi orðið á sölunni. „Bæði hvað varðar allt of háar þóknanir sem greiddar voru, þátttaka starfsmanna í þessu útboði og nú þessi staðreynd að þriðjungur af hlutunum hafi verið seldur í rauninni í spákaupmennsku af almenningseign.“ Fram hefur komið að ríkissjóður muni greiða 700 milljónir króna í þóknanir, eða 1,4% af söluandvirðinu til fimm innlendra söluráðgjafa. Greint hefur verið frá því að eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi keypt fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti sömuleiðis hlut í útboðinu. Kristrún segir að staðfesta þurfi allar þessar upplýsingar með óháðri rannsókn og kalla til óháða rannsóknarnefnd líkt og Samfylkingin og fleiri í stjórnarandstöðunni hafi kallað eftir. „Það liggur alveg fyrir að Bankasýslan og fjármálaráðherra hafa ekki traust til að rannsaka sig sjálfir,“ bætir hún við. Hún telur jafnframt að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, beri að segja af sér ef þær upplýsingar og sú mynd sem nú sé að teiknast upp af bankasölunni reynist rétt. Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Fjölmargir farnir með feng sinn eftir „vel heppnuð“ kaup í Íslandsbanka Af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafa 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. 12. apríl 2022 18:20 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Kjarninn greindi frá því í dag að af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafi 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. „Ef þetta reynist rétt þá erum við í raun og veru að horfa fram á það sem mörg okkar óttuðust er satt, sem er að þarna hafi verið fengnir aðilar fyrir skjótfenginn gróða, ekki til að koma inn til að standa með bankanum. Í rauninni stór hluti af þeim aðilum sem fengu að fjárfesta í Íslandsbanka, í almenningseign, tóku snöggan snúning á kostnað almennings og áttu ekkert skylt við hæfa fjárfesta í þessu ferli,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Alvarlegir misbrestir Kristrún segir mikilvægt að fá allar upplýsingar tengdar útboðinu upp á borðið þar og það sé orðið frekar ljóst að alvarlegir misbrestir hafi orðið á sölunni. „Bæði hvað varðar allt of háar þóknanir sem greiddar voru, þátttaka starfsmanna í þessu útboði og nú þessi staðreynd að þriðjungur af hlutunum hafi verið seldur í rauninni í spákaupmennsku af almenningseign.“ Fram hefur komið að ríkissjóður muni greiða 700 milljónir króna í þóknanir, eða 1,4% af söluandvirðinu til fimm innlendra söluráðgjafa. Greint hefur verið frá því að eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi keypt fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti sömuleiðis hlut í útboðinu. Kristrún segir að staðfesta þurfi allar þessar upplýsingar með óháðri rannsókn og kalla til óháða rannsóknarnefnd líkt og Samfylkingin og fleiri í stjórnarandstöðunni hafi kallað eftir. „Það liggur alveg fyrir að Bankasýslan og fjármálaráðherra hafa ekki traust til að rannsaka sig sjálfir,“ bætir hún við. Hún telur jafnframt að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, beri að segja af sér ef þær upplýsingar og sú mynd sem nú sé að teiknast upp af bankasölunni reynist rétt.
Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Fjölmargir farnir með feng sinn eftir „vel heppnuð“ kaup í Íslandsbanka Af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafa 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. 12. apríl 2022 18:20 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Fjölmargir farnir með feng sinn eftir „vel heppnuð“ kaup í Íslandsbanka Af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafa 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. 12. apríl 2022 18:20