Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2022 14:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. Þeim hefur fækkað undanfarið sem greinst hafa með kórónuveiruna. Þórólfur Guðnasson sóttvarnalæknir segir þetta merki um að faraldurinn sé í rénun. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að við erum komin með mjög gott ónæmi í samfélaginu fyrir þessu ómíkronafbrigði sem er í gangi og það er þess vegna sem að faraldurinn er á mikilli niðurleið. Það eru að greinast eitt til tvö hundruð manns á dag og það er miklu minna álag á heilbrigðisstofnanir og spítalann þó að vissulega sé fólk áfram að leggjast inn og við erum enn þá að eiga við afleiðingar af þessu en þetta er á klárlegri niðurleið.“ Þó þetta sé staðan núna sé mikilvægt að hafa í huga að ekki sé vitað hversu lengi ónæmi gegn veirunni endist. Mögulega endist það aðeins í nokkra mánuði. „Það er ekki þar með sagt að Covid sé búið. Við getum átt von á kannski nýjum afbrigðum síðar. Við þurfum líka að sjá hvort að ónæmið sem við höfum fengið eftir þessar sýkingar og eftir bólusetningar hversu lengi endist þetta ónæmi.“ Þá segir hann í skoðun hvort að boðið verði upp á fleiri örvunarskammta og þá sérstaklega með viðkvæma hópa í huga. „Það er mögulegt og þá sérstaklega eldra fólki. Við erum að skoða það.“ Hann segir að hingað til hafi fáir sem fengið hafa veiruna smitast aftur af henni. „Fólk sem hefur sýkst einu sinni það er svona 10-12% af þeim hefur smitast aftur og það er ekkert mikið og yfirleitt hafa þetta verið svona vægari sýkingar. Þannig að hvað gerist í haust það er bara erfitt að segja. Það eru margir sem eru að bollaleggja um það og fjalla um það hvað gæti gerst og auðvitað veit það enginn. Þannig að við þurfum bara að vera svona við öllu búin.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingur með Covid-19 lést á Landspítala Karlmaður á áttræðisaldri með Covid-19 lést á Landspítala í gær. 12. apríl 2022 10:36 Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21 Uppfæra sýkingartölur sjaldnar en áður Tekin hefur verið ákvörðun um að uppfæra tölulegar upplýsingar á vefnum Covid.is sjaldnar og verða upplýsingar um fjölda smitaðra nú einungis uppfærðar tvisvar í viku. Breytingin tók gildi í gær en undanfarið hafa tölurnar verið uppfærðar alla virka daga. 6. apríl 2022 11:52 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Þeim hefur fækkað undanfarið sem greinst hafa með kórónuveiruna. Þórólfur Guðnasson sóttvarnalæknir segir þetta merki um að faraldurinn sé í rénun. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að við erum komin með mjög gott ónæmi í samfélaginu fyrir þessu ómíkronafbrigði sem er í gangi og það er þess vegna sem að faraldurinn er á mikilli niðurleið. Það eru að greinast eitt til tvö hundruð manns á dag og það er miklu minna álag á heilbrigðisstofnanir og spítalann þó að vissulega sé fólk áfram að leggjast inn og við erum enn þá að eiga við afleiðingar af þessu en þetta er á klárlegri niðurleið.“ Þó þetta sé staðan núna sé mikilvægt að hafa í huga að ekki sé vitað hversu lengi ónæmi gegn veirunni endist. Mögulega endist það aðeins í nokkra mánuði. „Það er ekki þar með sagt að Covid sé búið. Við getum átt von á kannski nýjum afbrigðum síðar. Við þurfum líka að sjá hvort að ónæmið sem við höfum fengið eftir þessar sýkingar og eftir bólusetningar hversu lengi endist þetta ónæmi.“ Þá segir hann í skoðun hvort að boðið verði upp á fleiri örvunarskammta og þá sérstaklega með viðkvæma hópa í huga. „Það er mögulegt og þá sérstaklega eldra fólki. Við erum að skoða það.“ Hann segir að hingað til hafi fáir sem fengið hafa veiruna smitast aftur af henni. „Fólk sem hefur sýkst einu sinni það er svona 10-12% af þeim hefur smitast aftur og það er ekkert mikið og yfirleitt hafa þetta verið svona vægari sýkingar. Þannig að hvað gerist í haust það er bara erfitt að segja. Það eru margir sem eru að bollaleggja um það og fjalla um það hvað gæti gerst og auðvitað veit það enginn. Þannig að við þurfum bara að vera svona við öllu búin.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingur með Covid-19 lést á Landspítala Karlmaður á áttræðisaldri með Covid-19 lést á Landspítala í gær. 12. apríl 2022 10:36 Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21 Uppfæra sýkingartölur sjaldnar en áður Tekin hefur verið ákvörðun um að uppfæra tölulegar upplýsingar á vefnum Covid.is sjaldnar og verða upplýsingar um fjölda smitaðra nú einungis uppfærðar tvisvar í viku. Breytingin tók gildi í gær en undanfarið hafa tölurnar verið uppfærðar alla virka daga. 6. apríl 2022 11:52 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Sjúklingur með Covid-19 lést á Landspítala Karlmaður á áttræðisaldri með Covid-19 lést á Landspítala í gær. 12. apríl 2022 10:36
Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21
Uppfæra sýkingartölur sjaldnar en áður Tekin hefur verið ákvörðun um að uppfæra tölulegar upplýsingar á vefnum Covid.is sjaldnar og verða upplýsingar um fjölda smitaðra nú einungis uppfærðar tvisvar í viku. Breytingin tók gildi í gær en undanfarið hafa tölurnar verið uppfærðar alla virka daga. 6. apríl 2022 11:52