Af hverju í sveitarstjórn? Kristján Rafn Sigurðsson skrifar 13. apríl 2022 19:30 Ég var spurður að því um daginn af hverju mig langaði í framboð til sveitarstjórnar. Svar mitt til viðkomandi er einfalt: Ég hefi unnið mikið fyrir mig og fjölskyldu mína af ástríðu með góðu fólki í verkefninu Eðalfiskur í 17 ár. Á þeim tíma hafa komið upp áskoranir og áföll í ytra umhverfinu sem fáir sem engir sáu fyrir. Aldrei var í boði að hvika frá leiðarljósinu sem markað hafði verið og hélt það okkur fjölskyldunni gangandi. Í dag er verkefninu fyrir okkur lokið og Eðalfiskur fyrirtæki sem við getum öll verið stolt af í nærsamfélaginu. Ég lét af störfum sem framkvæmdarstjóri Eðalfisks á síðasta ári og hefi verið að hlaða batteríin og hugsa til næsta verkefnis. Það eru um 12-14 ár sem ég á eftir á starfsævinni ef heilsa og Guð lofar. Mig langar til að leggja mitt af mörkum til betra, öruggara og framsæknara samfélags hér í Borgarbyggð. Hlustum betur á samfélagið Eitt af mínum áhyggjuefnum í gegnum tíðina hefur verið skortur á hlustun fulltrúa á tónlist samfélagsins. Þegar gerð var athugasemd við skuldastöðu Borgarbyggðar á sínum tíma var sett ofuráhersla á að ná skuldum niður á sem stystum tíma. Fórnarkostnaður þessarar aðgerðar var vöxtur sem er algerlega nauðsynlegur hverju sveitarfélagi til sköpunar á meiri jákvæðni íbúa og uppbyggingar á hverjum tíma. Með sífellt eðlilegum vexti hvers samfélags skapast meira svigrúm til athafna til að gera betur. Við þurfum að vinna betur saman að framsæknara samfélagi í vexti og viðhaldi til lengri tíma. Skipuleggjum lengra fram í tímann og verum forsjál Skýr og markviss framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið þarf að vera til staðar til a.m.k. næstu 50 ára. Það samtal fæst aldrei nema með næmri hlustun stjórnenda og þarf að vanda til í öllum málaflokkum. Traust, gegnsæi, ábyrgð og staðfesta þarf að vera til staðar. Við þurfum að taka vel á móti fólki og fyrirtækjum sem vilja koma og vera með í að skreyta samfélag okkar inn í framtíðina. Fólkið er frábært í Borgarbyggð – stillum strengina saman Það sem mér finnst best af öllu í Borgarbyggð er fólkið sjálft og samheldnin. Við getum gert ótrúlegustu hluti með meiri samvinnu í flestum málum og rutt braut til framfara svo eftir verður tekið. Hlúum vel að frumkvæði yngri einstaklinga sem vilja skapa sér tækifæri til vaxtar í atvinnurekstri í héraðinu og sköpum skilyrði fyrir þá sem hafa hug og þor til að fjárfesta í Borgarbyggð. Ég er til í það en þú? Höfundur er í 3.sæti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Borgarbyggð Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ég var spurður að því um daginn af hverju mig langaði í framboð til sveitarstjórnar. Svar mitt til viðkomandi er einfalt: Ég hefi unnið mikið fyrir mig og fjölskyldu mína af ástríðu með góðu fólki í verkefninu Eðalfiskur í 17 ár. Á þeim tíma hafa komið upp áskoranir og áföll í ytra umhverfinu sem fáir sem engir sáu fyrir. Aldrei var í boði að hvika frá leiðarljósinu sem markað hafði verið og hélt það okkur fjölskyldunni gangandi. Í dag er verkefninu fyrir okkur lokið og Eðalfiskur fyrirtæki sem við getum öll verið stolt af í nærsamfélaginu. Ég lét af störfum sem framkvæmdarstjóri Eðalfisks á síðasta ári og hefi verið að hlaða batteríin og hugsa til næsta verkefnis. Það eru um 12-14 ár sem ég á eftir á starfsævinni ef heilsa og Guð lofar. Mig langar til að leggja mitt af mörkum til betra, öruggara og framsæknara samfélags hér í Borgarbyggð. Hlustum betur á samfélagið Eitt af mínum áhyggjuefnum í gegnum tíðina hefur verið skortur á hlustun fulltrúa á tónlist samfélagsins. Þegar gerð var athugasemd við skuldastöðu Borgarbyggðar á sínum tíma var sett ofuráhersla á að ná skuldum niður á sem stystum tíma. Fórnarkostnaður þessarar aðgerðar var vöxtur sem er algerlega nauðsynlegur hverju sveitarfélagi til sköpunar á meiri jákvæðni íbúa og uppbyggingar á hverjum tíma. Með sífellt eðlilegum vexti hvers samfélags skapast meira svigrúm til athafna til að gera betur. Við þurfum að vinna betur saman að framsæknara samfélagi í vexti og viðhaldi til lengri tíma. Skipuleggjum lengra fram í tímann og verum forsjál Skýr og markviss framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið þarf að vera til staðar til a.m.k. næstu 50 ára. Það samtal fæst aldrei nema með næmri hlustun stjórnenda og þarf að vanda til í öllum málaflokkum. Traust, gegnsæi, ábyrgð og staðfesta þarf að vera til staðar. Við þurfum að taka vel á móti fólki og fyrirtækjum sem vilja koma og vera með í að skreyta samfélag okkar inn í framtíðina. Fólkið er frábært í Borgarbyggð – stillum strengina saman Það sem mér finnst best af öllu í Borgarbyggð er fólkið sjálft og samheldnin. Við getum gert ótrúlegustu hluti með meiri samvinnu í flestum málum og rutt braut til framfara svo eftir verður tekið. Hlúum vel að frumkvæði yngri einstaklinga sem vilja skapa sér tækifæri til vaxtar í atvinnurekstri í héraðinu og sköpum skilyrði fyrir þá sem hafa hug og þor til að fjárfesta í Borgarbyggð. Ég er til í það en þú? Höfundur er í 3.sæti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun