Spánverjar ganga af trúnni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. apríl 2022 17:02 Rúmlega 17 milljónir Spánverja skilgreina sig sem trúleysingja. Um aldamótin taldi þessi hópur aðeins um 6 milljónir manna. Vísir/Getty Tæp 40% Spánverja eru trúlaus og þeim fer hratt fjölgandi. Á meðan á Covid-farsóttinni stóð fjölgaði trúleysingjum um rúmar fjórar milljónir manna. Mikill minnihluti hjónavígsla fer fram í kirkjum landsins. Nú fer í hönd stærsta trúarhátíð kristinna manna, páskarnir, þar sem menn minnast dauða og upprisu Jesú Krists. Hér á Spáni eru hátíðahöld með eindæmum stórbrotin, í borgum og bæjum landsins eru helgigöngur kvölds og morgna þar sem Kristslíkneskjum er rúllað um götur og torg í þúsunda viðurvist. Á sama tíma berast fregnir af því að Spánverjar gangi af hinni kaþólsku trú sem aldrei fyrr. Ný könnun greinir frá því að á þeim tveimur árum sem Covid-farsóttin hefur geisað hefur trúleysingjum fjölgað hratt. Núna skilgreina rúm 37% Spánverja sig sem trúlausa, en fyrir tveimur árum voru þeir tæp 28% þjóðarinnar. Það þýðir að nú skilgreina rúmlega 17 milljónir Spánverja sig sem trúleysingja. Um aldamótin taldi þessi hópur aðeins um 6 milljónir manna. Unga fólkið yfirgefur kirkjuna Mest er trúleysið á meðal yngsta fólksins, tveir af hverjum þremur Spánverjum á aldrinum 18 til 24 ára segjast vera trúlausir. Á hinum enda stikunnar er svo elsta fólkið; rétt rúm 20% fólks 65 ára og eldra segjast ekki vera trúuð. Þegar leitað er skýringa á auknu trúleysi segja talsmenn könnunarinnar að svo virðist sem afhjúpun á umfangsmiklu barnaníði innan kaþólsku kirkjunnar á Spáni sé ekki helsta ástæða þess að fólk snúi baki við kirkjunni, heldur vegi þyngra þær félagslegu breytingar sem átt hafi sér stað í samfélaginu í faraldrinum. Fólk hafi verið innilokað vikum og mánuðum saman og smám saman hafi trúar- og kirkjuþörf vikið fyrir öðrum þáttum hinnar nýju og breyttu tilveru. Kirkjubrúðkaup eru fátíð Sama könnun greinir frá því að einungis 10% brúðkaupa á Spáni eru núorðið haldin í kirkjum landsins. Borgaralegar hjónavígslur eru reglan, kirkjubrúðkaup eru undantekningin. Sums staðar eru kirkjubrúðkaup nánast að hverfa, í Katalóníu og Baskalandi fara rétt um 6% hjónavígslna fram í kirkjunni. Í takt við vaxandi trúleysi velja æ fleiri nemendur, að vera undanþegnir kristinfræði- eða trúarbragðakennslu. Á barnaskólastigi eru 36% barna undanþegin slíkri kennslu og tæp 40% unglinga sleppa þeim námsgreinum. Spánn Trúmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Sjá meira
Nú fer í hönd stærsta trúarhátíð kristinna manna, páskarnir, þar sem menn minnast dauða og upprisu Jesú Krists. Hér á Spáni eru hátíðahöld með eindæmum stórbrotin, í borgum og bæjum landsins eru helgigöngur kvölds og morgna þar sem Kristslíkneskjum er rúllað um götur og torg í þúsunda viðurvist. Á sama tíma berast fregnir af því að Spánverjar gangi af hinni kaþólsku trú sem aldrei fyrr. Ný könnun greinir frá því að á þeim tveimur árum sem Covid-farsóttin hefur geisað hefur trúleysingjum fjölgað hratt. Núna skilgreina rúm 37% Spánverja sig sem trúlausa, en fyrir tveimur árum voru þeir tæp 28% þjóðarinnar. Það þýðir að nú skilgreina rúmlega 17 milljónir Spánverja sig sem trúleysingja. Um aldamótin taldi þessi hópur aðeins um 6 milljónir manna. Unga fólkið yfirgefur kirkjuna Mest er trúleysið á meðal yngsta fólksins, tveir af hverjum þremur Spánverjum á aldrinum 18 til 24 ára segjast vera trúlausir. Á hinum enda stikunnar er svo elsta fólkið; rétt rúm 20% fólks 65 ára og eldra segjast ekki vera trúuð. Þegar leitað er skýringa á auknu trúleysi segja talsmenn könnunarinnar að svo virðist sem afhjúpun á umfangsmiklu barnaníði innan kaþólsku kirkjunnar á Spáni sé ekki helsta ástæða þess að fólk snúi baki við kirkjunni, heldur vegi þyngra þær félagslegu breytingar sem átt hafi sér stað í samfélaginu í faraldrinum. Fólk hafi verið innilokað vikum og mánuðum saman og smám saman hafi trúar- og kirkjuþörf vikið fyrir öðrum þáttum hinnar nýju og breyttu tilveru. Kirkjubrúðkaup eru fátíð Sama könnun greinir frá því að einungis 10% brúðkaupa á Spáni eru núorðið haldin í kirkjum landsins. Borgaralegar hjónavígslur eru reglan, kirkjubrúðkaup eru undantekningin. Sums staðar eru kirkjubrúðkaup nánast að hverfa, í Katalóníu og Baskalandi fara rétt um 6% hjónavígslna fram í kirkjunni. Í takt við vaxandi trúleysi velja æ fleiri nemendur, að vera undanþegnir kristinfræði- eða trúarbragðakennslu. Á barnaskólastigi eru 36% barna undanþegin slíkri kennslu og tæp 40% unglinga sleppa þeim námsgreinum.
Spánn Trúmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Sjá meira