Dyraverðir hafi brugðist hárrétt við Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2022 19:31 Geoffrey Þór Huntingdon-Williams er einn eigenda Priksins. Vísir/Egill Eigandi skemmtistaðarins Priksins, þar sem átök brutust út í nótt sem lauk með lífshættulegri stunguárás, segir dyraverði hafa brugðist hárrétt við. Rekstraraðilar fylgist náið með því hvort ofbeldi á skemmtistöðum færist í aukana en mánuður er nú frá annarri alvarlegri stunguárás í miðbænum. Karlmaður um tvítugt hlaut lífshættulega áverka í árásinni en ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Tengsl eru á milli hans og tveggja grunaðra árásarmanna, sem einnig eru um tvítugt. Mennirnir eru allir íslenskir. Hnífi var beitt við árásina og er hann í haldi lögreglu. Eftir því sem eigandi Priksins kemst næst hófust átök milli mannanna inni á staðnum. Átökin færðust svo út á horn Ingólfsstrætis og Bankastrætis. Sakborningarnir tveir voru svo handteknir eftir nokkra leit fjarri vettvangi. Skýrsla var tekin af mönnunum í dag og þeir eru enn í haldi. Ekki er búið að ákveða hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Dyraverðir Priksins hringdu á viðbragðsaðila í nótt, sem komu snarlega á staðinn. „Eins og þetta útleggst núna er voru viðbrögð okkar fólks á gólfi hárrétt. Og sérstaklega dyravarða og viðbragðsaðila sem stóðu að þessu máli og þetta fór á besta veg miðað við aðstæður,“ segir Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, einn eigenda Priksins. Inntur eftir því hvort starfsfólk hafi verið skelkað segir hann að hann hafi ekki heyrt hljóðið í öllum. „En eins og staðan er núna virðist staffið á mjög góðum stað. Það er að vakna núna víðsvegar um borgina eftir langa nótt.“ Fylgjast vel með þróuninni Aðeins um mánuður er síðan tvítugur karlmaður úti á skemmtanalífinu varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg. Geoffrey segir rekstraraðila fylgast vel með því hvort aukin harka sé að færast í næturlífið en bendir á að svo virðist sem árásin í gær hafi verið uppgjör milli manna sem þekktust. „Svo spyr maður sig líka hvort það sé einhver félagsleg virkni hérna eftir tvö mjög erfið ár, fyrir ungt fólk og fleiri. Þannig að við erum bara að fylgjast mjög náið með þessu og viljum bara aukið samtal allra viðbragðsaðila og rekstraraðila þannig að við séum í stakk búin til að vera klár í þessi atvik þegar þau koma upp,“ segir Geoffrey. „Og þó að verkferlar hafi virkað vel í gær er mikilvægt að þetta undirstriki hvað örugg skemmtun getur verið mikilvæg.“ Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Karlmaður um tvítugt hlaut lífshættulega áverka í árásinni en ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Tengsl eru á milli hans og tveggja grunaðra árásarmanna, sem einnig eru um tvítugt. Mennirnir eru allir íslenskir. Hnífi var beitt við árásina og er hann í haldi lögreglu. Eftir því sem eigandi Priksins kemst næst hófust átök milli mannanna inni á staðnum. Átökin færðust svo út á horn Ingólfsstrætis og Bankastrætis. Sakborningarnir tveir voru svo handteknir eftir nokkra leit fjarri vettvangi. Skýrsla var tekin af mönnunum í dag og þeir eru enn í haldi. Ekki er búið að ákveða hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Dyraverðir Priksins hringdu á viðbragðsaðila í nótt, sem komu snarlega á staðinn. „Eins og þetta útleggst núna er voru viðbrögð okkar fólks á gólfi hárrétt. Og sérstaklega dyravarða og viðbragðsaðila sem stóðu að þessu máli og þetta fór á besta veg miðað við aðstæður,“ segir Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, einn eigenda Priksins. Inntur eftir því hvort starfsfólk hafi verið skelkað segir hann að hann hafi ekki heyrt hljóðið í öllum. „En eins og staðan er núna virðist staffið á mjög góðum stað. Það er að vakna núna víðsvegar um borgina eftir langa nótt.“ Fylgjast vel með þróuninni Aðeins um mánuður er síðan tvítugur karlmaður úti á skemmtanalífinu varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg. Geoffrey segir rekstraraðila fylgast vel með því hvort aukin harka sé að færast í næturlífið en bendir á að svo virðist sem árásin í gær hafi verið uppgjör milli manna sem þekktust. „Svo spyr maður sig líka hvort það sé einhver félagsleg virkni hérna eftir tvö mjög erfið ár, fyrir ungt fólk og fleiri. Þannig að við erum bara að fylgjast mjög náið með þessu og viljum bara aukið samtal allra viðbragðsaðila og rekstraraðila þannig að við séum í stakk búin til að vera klár í þessi atvik þegar þau koma upp,“ segir Geoffrey. „Og þó að verkferlar hafi virkað vel í gær er mikilvægt að þetta undirstriki hvað örugg skemmtun getur verið mikilvæg.“
Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira