Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. apríl 2022 12:32 Sigurður Harðarson segist hafa tekið eftir fyrsta dauða fuglinum þann 11. apríl en þeim hafi fjölgað síðan. Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. Matvælastofnun greindi frá því í gær að fuglaflensa hafi greinst í þremur villtum fuglum, þar á meðal í súlu rétt við Strandakirkju við Suðurstandaveg. Skammt þar frá er Eldey, sem er með stærri súluvörpum í heimi. Sigurður Harðarson rafeindavirki setti upp vefmyndavélar á Eldey fyrir fjórtán árum og hefur fylgst með stöðunni. „Ég tók eftir því að í gær þá var komið talsvert af dauðum fuglum þarna fyrir framan myndavélina og fuglunum hefur fækkað mikið,“ segir Sigurður. Myndin til vinstri sýnir stöðuna í lok mars en til hægri sést staðan í gær.Skjáskot/Eldey.is Hann ákvað í kjölfarið að fara til baka í vefmyndavélinni en fyrsta apríl var allt með eðlilegu móti. „Svo ellefta apríl þá sé ég fyrsta dauða fuglinn fyrir framan vélina og þeim hefur bara fjölgað,“ segir Sigurður. Til þess að hægt sé að staðfesta að fuglaflensa hafi verið að verki þarf að sækja fugl og taka úr honum sýni en Sigurður telur það líklegustu útskýringuna. „Mér dettur það helst í hug því ég hef aldrei séð þetta áður,“ segir Sigurður. Kjöraðstæður fyrir útbreiðslu ef satt reynist Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, bendir á að aðeins sé um getgátur að ræða á þessum tímapunkti. „Það er náttúrulega ekki góðar fréttir ef að fuglaflensusmit berast inn í fuglahópa, og eins og hjá sjófuglunum, þá verpa þeir oft mjög þétt og það geta verið kjöraðstæður fyrir veiruna að dreifast á milli og dreifast út,“ segir Gunnar. Mikilvægt sé að staldra við og sjá hvernig málið þróast en viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð vegna málsins. „Farfuglarnir eru að streyma til landsins og við vitum af því að H5N1 hefur verið að koma upp á vetrarstöðum íslenskra fugla í norðvestur Evrópu, þannig þetta getur verið í mörgum mismunandi gerðum fugla,“ segir Gunnar. Hann bendir á að væg flensa í fuglum sé mjög útbreidd og komi upp árlega en að tíðni svæsinna afbrigða hafi verið að aukast undanfarna áratugi. „Þannig að við erum að sjá í rauninni svona faraldra koma upp með styttra millibili á síðustu árum og bara síðasta vetur hefur þetta verið að finnast mjög oft í löndunum í kringum okkur,“ segir Gunnar. Hann segir mikilvægt að fólk fylgist vel með og tilkynna dauða fugla, án greinilegrar dánarorsakar, til Matvælastofnunar. Fuglar Reykjanesbær Dýraheilbrigði Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Matvælastofnun greindi frá því í gær að fuglaflensa hafi greinst í þremur villtum fuglum, þar á meðal í súlu rétt við Strandakirkju við Suðurstandaveg. Skammt þar frá er Eldey, sem er með stærri súluvörpum í heimi. Sigurður Harðarson rafeindavirki setti upp vefmyndavélar á Eldey fyrir fjórtán árum og hefur fylgst með stöðunni. „Ég tók eftir því að í gær þá var komið talsvert af dauðum fuglum þarna fyrir framan myndavélina og fuglunum hefur fækkað mikið,“ segir Sigurður. Myndin til vinstri sýnir stöðuna í lok mars en til hægri sést staðan í gær.Skjáskot/Eldey.is Hann ákvað í kjölfarið að fara til baka í vefmyndavélinni en fyrsta apríl var allt með eðlilegu móti. „Svo ellefta apríl þá sé ég fyrsta dauða fuglinn fyrir framan vélina og þeim hefur bara fjölgað,“ segir Sigurður. Til þess að hægt sé að staðfesta að fuglaflensa hafi verið að verki þarf að sækja fugl og taka úr honum sýni en Sigurður telur það líklegustu útskýringuna. „Mér dettur það helst í hug því ég hef aldrei séð þetta áður,“ segir Sigurður. Kjöraðstæður fyrir útbreiðslu ef satt reynist Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, bendir á að aðeins sé um getgátur að ræða á þessum tímapunkti. „Það er náttúrulega ekki góðar fréttir ef að fuglaflensusmit berast inn í fuglahópa, og eins og hjá sjófuglunum, þá verpa þeir oft mjög þétt og það geta verið kjöraðstæður fyrir veiruna að dreifast á milli og dreifast út,“ segir Gunnar. Mikilvægt sé að staldra við og sjá hvernig málið þróast en viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð vegna málsins. „Farfuglarnir eru að streyma til landsins og við vitum af því að H5N1 hefur verið að koma upp á vetrarstöðum íslenskra fugla í norðvestur Evrópu, þannig þetta getur verið í mörgum mismunandi gerðum fugla,“ segir Gunnar. Hann bendir á að væg flensa í fuglum sé mjög útbreidd og komi upp árlega en að tíðni svæsinna afbrigða hafi verið að aukast undanfarna áratugi. „Þannig að við erum að sjá í rauninni svona faraldra koma upp með styttra millibili á síðustu árum og bara síðasta vetur hefur þetta verið að finnast mjög oft í löndunum í kringum okkur,“ segir Gunnar. Hann segir mikilvægt að fólk fylgist vel með og tilkynna dauða fugla, án greinilegrar dánarorsakar, til Matvælastofnunar.
Fuglar Reykjanesbær Dýraheilbrigði Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira