Óheppilegir atburðir Guðrún Brjánsdóttir skrifar 16. apríl 2022 15:01 Ég var tólf ára þegar Hrunið átti sér stað og þar af leiðandi nokkurn veginn á mörkum þess að vera fær um að átta mig á staðreyndum málsins. Enn man ég þó ýmislegt, til dæmis að fréttatímanum var varpað upp á skjá í matsalnum í skólanum svo að allir gætu fylgst með. Ég man að Geir H. Haarde sagði „Guð blessi Ísland“ en ég skildi ekki alveg hvers vegna hann sagði það. Mér var ljóst að eitthvað mjög óeðlilegt hafði skeð og ég man eftir kvíðahnútnum sem tók að myndast í maganum þegar ég fylgdist með svipbrigðum fullorðna fólksins í kringum mig. Útskýringarnar sem ég fékk sem tólf ára barn voru einhvern veginn á þá leið að gráðugir karlar hefðu reynt að eignast meiri og meiri peninga þar til að allt sprakk í loft upp í höndunum á þeim og að bankar landsins hefðu þá hrunið og orðið gjaldþrota og að um það bil annar hver Íslendingur hefði þá líka hrunið og orðið gjaldþrota. Hver átti að svara fyrir þetta? Það sem mér fannst erfiðast að skilja var hvernig þetta gat gerst án þess að nokkur manneskja tæki ábyrgð á því. Ég spurði foreldra mína hvort það væru þá ekki þessir svokölluðu útrásarvíkingar sem ættu að fara í fangelsi, eða þá þeir sem stjórnuðu landinu þegar þetta gerðist, eða þeir sem sáu þetta gerast og gripu ekki inn í. Foreldrar mínir áttu ekki til svör við þessum spurningum og einhvern veginn komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta hlyti bara að vera svo ofboðslega flókið. Það var greinilega enginn sem bar beinlínis ábyrgð á þessu, þetta gerðist bara. Mennirnir sem bröskuðu með peningana voru bara undir svo miklum áhrifum frá góðærinu og gleymdu sér hreinlega í allri stemningunni. Tíu árum síðar, þegar ég var tuttugu og tveggja ára, var mér nauðgað. Það tók mig langan tíma, jafnvel nokkur ár, að átta mig á hver bæri ábyrgðina á því. Tímunum saman reyndi ég að finna útskýringar á því hvernig atburðurinn gat hafa átt sér stað; gerandinn hlyti að hafa misskilið aðstæðurnar, hann gæti ekki hafa ákveðið að beita ofbeldi meðvitað. Gerandinn hlyti einfaldlega að vera afurð allrar þeirra eitruðu karlmennsku og ofbeldismenning sem hann ólst upp í rétt eins og aðrir karlmenn í þessum heimi. Atburðir síðastliðinnar viku hafa vakið hjá mér ýmsar sérkennilegar minningar um atburðina sem áttu sér stað þegar ég var tólf ára og tuttugu og tveggja ára. Á sama tíma og salan á Íslandsbanka er nýfarin í gegn og í ljós hefur komið hvernig að henni var staðið hefur skapast umræða um skaðsemi þess að slaufa mönnum sem beita ofbeldi og rætt er um hvernig þeir eigi að geta átt afturkvæmt í sviðsljósið. Allt í einu finnst mér þessi tvö málefni ekkert svo ótrúlega ólík – eða að minnsta kosti ekki hvernig unnið er úr þeim. Sömu mennirnir og áttu þátt í að setja landið á hausinn árið 2008 græddu á tá og fingri í gegnum nýyfirstaðna sölu á þjóðareigninni Íslandsbanka og ráðherrum ríkisstjórnarinnar virðist þykja það hið besta mál. Í síðastliðinni viku hefur að sama skapi verið bent á, við miklar og góðar undirtektir, að menn sem beita ofbeldi fái allt of harkalega meðferð í kjölfarið og að þeir séu beinlínis lagðir í einelti. Kannski er stóri lærdómurinn sem ég dreg af þessu öllu sá að meðvirkni er gríðarlega sterkt afl í íslensku samfélagi. Ég vildi að ég hefði vitað það þegar ég var tólf ára og tuttugu og tveggja ára. Ef ég gæti farið aftur í tímann og hitt mig, tólf ára gamla og tuttugu og tveggja ára gamla, myndi ég líklega einbeita mér að því að koma eftirfarandi atriðum til skila: Menn sem græða á peningum annarra í gegnum vinasambönd eru ekki fórnarlömb aðstæðna sinna. Þeir bera ábyrgðina einir. Menn sem beita aðra ofbeldi eru ekki fórnarlömb aðstæðna sinna. Þeir bera ábyrgðina einir. Sagan endurtekur sig og fólk gleymir reiðinni alveg þar til að hún blossar aftur upp eins og risastórt graftarkýli sem hefur fengið að grassera undir húðinni. Síðan er sprengt á kýlið í dálitla stund þar til sárið lokast aftur og við gleymum óréttlætinu. Við stimplum óþægilega atburði fortíðarinnar sem óheppilega og gleymum því að það eru ákveðnir menn sem báru ábyrgð á þessum óheppilegu atburðum. Eftir allt saman eru þessir menn jú vinir okkar, synir, feður og frændur . Höfundur er meistaranemi í íslenskum fræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Ég var tólf ára þegar Hrunið átti sér stað og þar af leiðandi nokkurn veginn á mörkum þess að vera fær um að átta mig á staðreyndum málsins. Enn man ég þó ýmislegt, til dæmis að fréttatímanum var varpað upp á skjá í matsalnum í skólanum svo að allir gætu fylgst með. Ég man að Geir H. Haarde sagði „Guð blessi Ísland“ en ég skildi ekki alveg hvers vegna hann sagði það. Mér var ljóst að eitthvað mjög óeðlilegt hafði skeð og ég man eftir kvíðahnútnum sem tók að myndast í maganum þegar ég fylgdist með svipbrigðum fullorðna fólksins í kringum mig. Útskýringarnar sem ég fékk sem tólf ára barn voru einhvern veginn á þá leið að gráðugir karlar hefðu reynt að eignast meiri og meiri peninga þar til að allt sprakk í loft upp í höndunum á þeim og að bankar landsins hefðu þá hrunið og orðið gjaldþrota og að um það bil annar hver Íslendingur hefði þá líka hrunið og orðið gjaldþrota. Hver átti að svara fyrir þetta? Það sem mér fannst erfiðast að skilja var hvernig þetta gat gerst án þess að nokkur manneskja tæki ábyrgð á því. Ég spurði foreldra mína hvort það væru þá ekki þessir svokölluðu útrásarvíkingar sem ættu að fara í fangelsi, eða þá þeir sem stjórnuðu landinu þegar þetta gerðist, eða þeir sem sáu þetta gerast og gripu ekki inn í. Foreldrar mínir áttu ekki til svör við þessum spurningum og einhvern veginn komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta hlyti bara að vera svo ofboðslega flókið. Það var greinilega enginn sem bar beinlínis ábyrgð á þessu, þetta gerðist bara. Mennirnir sem bröskuðu með peningana voru bara undir svo miklum áhrifum frá góðærinu og gleymdu sér hreinlega í allri stemningunni. Tíu árum síðar, þegar ég var tuttugu og tveggja ára, var mér nauðgað. Það tók mig langan tíma, jafnvel nokkur ár, að átta mig á hver bæri ábyrgðina á því. Tímunum saman reyndi ég að finna útskýringar á því hvernig atburðurinn gat hafa átt sér stað; gerandinn hlyti að hafa misskilið aðstæðurnar, hann gæti ekki hafa ákveðið að beita ofbeldi meðvitað. Gerandinn hlyti einfaldlega að vera afurð allrar þeirra eitruðu karlmennsku og ofbeldismenning sem hann ólst upp í rétt eins og aðrir karlmenn í þessum heimi. Atburðir síðastliðinnar viku hafa vakið hjá mér ýmsar sérkennilegar minningar um atburðina sem áttu sér stað þegar ég var tólf ára og tuttugu og tveggja ára. Á sama tíma og salan á Íslandsbanka er nýfarin í gegn og í ljós hefur komið hvernig að henni var staðið hefur skapast umræða um skaðsemi þess að slaufa mönnum sem beita ofbeldi og rætt er um hvernig þeir eigi að geta átt afturkvæmt í sviðsljósið. Allt í einu finnst mér þessi tvö málefni ekkert svo ótrúlega ólík – eða að minnsta kosti ekki hvernig unnið er úr þeim. Sömu mennirnir og áttu þátt í að setja landið á hausinn árið 2008 græddu á tá og fingri í gegnum nýyfirstaðna sölu á þjóðareigninni Íslandsbanka og ráðherrum ríkisstjórnarinnar virðist þykja það hið besta mál. Í síðastliðinni viku hefur að sama skapi verið bent á, við miklar og góðar undirtektir, að menn sem beita ofbeldi fái allt of harkalega meðferð í kjölfarið og að þeir séu beinlínis lagðir í einelti. Kannski er stóri lærdómurinn sem ég dreg af þessu öllu sá að meðvirkni er gríðarlega sterkt afl í íslensku samfélagi. Ég vildi að ég hefði vitað það þegar ég var tólf ára og tuttugu og tveggja ára. Ef ég gæti farið aftur í tímann og hitt mig, tólf ára gamla og tuttugu og tveggja ára gamla, myndi ég líklega einbeita mér að því að koma eftirfarandi atriðum til skila: Menn sem græða á peningum annarra í gegnum vinasambönd eru ekki fórnarlömb aðstæðna sinna. Þeir bera ábyrgðina einir. Menn sem beita aðra ofbeldi eru ekki fórnarlömb aðstæðna sinna. Þeir bera ábyrgðina einir. Sagan endurtekur sig og fólk gleymir reiðinni alveg þar til að hún blossar aftur upp eins og risastórt graftarkýli sem hefur fengið að grassera undir húðinni. Síðan er sprengt á kýlið í dálitla stund þar til sárið lokast aftur og við gleymum óréttlætinu. Við stimplum óþægilega atburði fortíðarinnar sem óheppilega og gleymum því að það eru ákveðnir menn sem báru ábyrgð á þessum óheppilegu atburðum. Eftir allt saman eru þessir menn jú vinir okkar, synir, feður og frændur . Höfundur er meistaranemi í íslenskum fræðum.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun