Hjalti: Töpuðum allt of mörgum boltum í allan vetur Ísak Óli Traustason skrifar 17. apríl 2022 22:20 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Bára Dröfn Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur var vonsvikinn eftir tap sinna manna gegn Tindastól í 8-liða úrslitum Subway deildarinnar. „Ég hafði virkilega trú á því að við myndum taka þá hérna í kvöld,“ sagði Hjalti og bætti við að orkustig Stólanna hafi verið miklu hærra. Tapaðir boltar reyndust Keflvíkingum dýrkeyptir í leiknum en liðið tapaði 15 boltum í leiknum. „Við erum búnir að tapa fullt af boltum og allt of mörgum boltum, við erum með örugglega reynslumesta liðið hvað varðar bakverði í deildinni en við erum að tapa allt of mörgum boltum og líka óþvinguðum boltum í allan vetur,“ sagði Hjalti. „Ég held við séum að tapa flestum boltum í deildinni sem mér finnst skrítið, við erum að tapa að meðaltali 20 boltum í þessari seríu,“ sagði Hjalti. Tindastóll mættu af krafti í leikinn og gekk erfiðlega hjá Keflavík að svara ákefðinni hjá heimamönnum. „Þeir ýttu okkur út úr öllu og voru aggresívir og voru á línunni hjá dómurnum eða aðeins yfir það, þannig á bara að spila körfubolta. Við lúffuðum bara og bökkuð svolítið frá þeim,“ sagði Hjalti. Aðspurður út í tímabilið sem heild sagði Hjalti að það væri alltaf vonbrigði fyrir Keflavík að tapa í 8-liða úrslitum og bætti því við án þess þó að afsaka neitt að þeir væru búnir að vera óheppnir í vetur. „David (David Okeke), sem að mínu mati var langbesti leikmaðurinn í þessari deild meiðist í deildarleik á móti Tindastól. CJ (CJ Burks) hvarf allt í einu og við tökum Mu (Mustapha Heron) inn, við náum varla tíu leikmönnum á löngu tímabili í vetur þar sem að menn eru bara veikir og vesen.“ Ofan á allt saman voru veikindi í liðinu. „Rétt fyrir playoffs var Hörður fárveikur, Jaka fárveikur, Valur fárveikur. Þegar að við spilum á móti Tindastól í deildinni þá vantar hálft liðið, seasonið er eins og það er en við áttum að gera betur hérna í kvöld,“ sagði Hjalti. Það var búinn að vera góður taktur í Keflavíkurliðinnu í undanförnum leikjum og tók Hjalti undir það. „Stígandinn var góður í liðinu, við vorum að gera betur og betur og betur, svo brotlendum við í þessum leik en spurning hvort að þetta hafi verið orkuleysi almennt. Hvort menn hafi verið búnir með orkuna eða hvað það var.“ „En að öðru leiti vorum við að gera vel í þessari seríu og við áttum að vinna hérna í þriðja leik að mínu mati og þá hefðum við klárað þetta heima en síðan brotlendum við í kvöld,“ sagði Hjalti. Aðspurður út í það hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili svaraði hann því að hann væri til í að vera áfram. „En það er alltaf vonbrigði að Keflavík detti út í átta liða og Keflavík á ekki að detta út í átta liða,“ sagði Hjalti að lokum. Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 99-85 | Keflvíkingar niðurlægðir á Króknum Tindastóll verður með í undanúrslitum Subway deildarinnar í körfubolta en Keflavík er farið í sumarfrí eftir að hafa beðið afhroð á Sauðárkróki í kvöld. 17. apríl 2022 21:10 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
„Ég hafði virkilega trú á því að við myndum taka þá hérna í kvöld,“ sagði Hjalti og bætti við að orkustig Stólanna hafi verið miklu hærra. Tapaðir boltar reyndust Keflvíkingum dýrkeyptir í leiknum en liðið tapaði 15 boltum í leiknum. „Við erum búnir að tapa fullt af boltum og allt of mörgum boltum, við erum með örugglega reynslumesta liðið hvað varðar bakverði í deildinni en við erum að tapa allt of mörgum boltum og líka óþvinguðum boltum í allan vetur,“ sagði Hjalti. „Ég held við séum að tapa flestum boltum í deildinni sem mér finnst skrítið, við erum að tapa að meðaltali 20 boltum í þessari seríu,“ sagði Hjalti. Tindastóll mættu af krafti í leikinn og gekk erfiðlega hjá Keflavík að svara ákefðinni hjá heimamönnum. „Þeir ýttu okkur út úr öllu og voru aggresívir og voru á línunni hjá dómurnum eða aðeins yfir það, þannig á bara að spila körfubolta. Við lúffuðum bara og bökkuð svolítið frá þeim,“ sagði Hjalti. Aðspurður út í tímabilið sem heild sagði Hjalti að það væri alltaf vonbrigði fyrir Keflavík að tapa í 8-liða úrslitum og bætti því við án þess þó að afsaka neitt að þeir væru búnir að vera óheppnir í vetur. „David (David Okeke), sem að mínu mati var langbesti leikmaðurinn í þessari deild meiðist í deildarleik á móti Tindastól. CJ (CJ Burks) hvarf allt í einu og við tökum Mu (Mustapha Heron) inn, við náum varla tíu leikmönnum á löngu tímabili í vetur þar sem að menn eru bara veikir og vesen.“ Ofan á allt saman voru veikindi í liðinu. „Rétt fyrir playoffs var Hörður fárveikur, Jaka fárveikur, Valur fárveikur. Þegar að við spilum á móti Tindastól í deildinni þá vantar hálft liðið, seasonið er eins og það er en við áttum að gera betur hérna í kvöld,“ sagði Hjalti. Það var búinn að vera góður taktur í Keflavíkurliðinnu í undanförnum leikjum og tók Hjalti undir það. „Stígandinn var góður í liðinu, við vorum að gera betur og betur og betur, svo brotlendum við í þessum leik en spurning hvort að þetta hafi verið orkuleysi almennt. Hvort menn hafi verið búnir með orkuna eða hvað það var.“ „En að öðru leiti vorum við að gera vel í þessari seríu og við áttum að vinna hérna í þriðja leik að mínu mati og þá hefðum við klárað þetta heima en síðan brotlendum við í kvöld,“ sagði Hjalti. Aðspurður út í það hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili svaraði hann því að hann væri til í að vera áfram. „En það er alltaf vonbrigði að Keflavík detti út í átta liða og Keflavík á ekki að detta út í átta liða,“ sagði Hjalti að lokum.
Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 99-85 | Keflvíkingar niðurlægðir á Króknum Tindastóll verður með í undanúrslitum Subway deildarinnar í körfubolta en Keflavík er farið í sumarfrí eftir að hafa beðið afhroð á Sauðárkróki í kvöld. 17. apríl 2022 21:10 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 99-85 | Keflvíkingar niðurlægðir á Króknum Tindastóll verður með í undanúrslitum Subway deildarinnar í körfubolta en Keflavík er farið í sumarfrí eftir að hafa beðið afhroð á Sauðárkróki í kvöld. 17. apríl 2022 21:10