Arnar: Menn vilja gera svo vel en að fá þetta mark snemma leiks var mikið högg Sverrir Mar Smárason skrifar 18. apríl 2022 22:37 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var sáttur með endurkomu sinna manna í dag en Víkingur kom til baka og vann FH 2-1 eftir að hafa lent undir eftir aðeins 30 sekúndur í leiknum. „Þetta var mikil taugaspenna og við vorum bara í sjokki eftir fyrstu sekúndurnar. Við brugðumst vel við. Mér fannst við koma vel inn í leikinn, svo náðum við 2-1 og þá ósjálfrátt fórum við að gefa aðeins eftir. Ingvar bjargaði okkur einu sinni og FH-ingarnir voru bara sterkir. Þeir gerðu okkur erfitt fyrir en við svolítið spiluðum þetta upp í hendurnar á þeim. En ég er gríðarlega ánægður að ná fyrsta sigrinum því þetta er gríðarlega mikilvægt. Þetta er bara eins og þegar beljunum er hleypt út á vorinn, menn eru taugaspenntir og við þekkjum þetta allir. Menn vilja gera svo vel en að fá þetta mark snemma leiks var mikið högg. Ég sagði við strákana í hálfleik að við höfum staðist sterkari prófraun en þetta og ég er bara mjög ánægður með sigurinn,“ sagði Arnar. Arnar var helst ánægður með viljastyrk og karakter sinna manna í dag. „Við vorum með ungt lið og höfum oftast ekkert kvartað þegar einhverja hefur vantað en við söknuðum Pablo á miðjunni og við söknuðum fleiri manna frá til dæmis bikarúrslitaleiknum í fyrra. Við vorum með unga stráka í dag. Ari var frábær. Fyrst og fremst ánægður með karakterinn og sigurviljann í liðinu að láta ekki þessa erfiðu byrjun slá sig út af laginu,“ sagði Arnar. Flestir tóku eftir því að Nikolaj Hansen, besti og markahæsti leikmaður síðasta tímabils, var ekki í byrjunarliðinu í dag. Arnar segir hann og fleiri ekki vera meidda í dag en hafa átt erfitt með meiðsli í vetur. „Hann er bara búinn að vera að ströggla í vetur með að ná fitness og sömuleiðis Birnir. Menn hafa verið að meiðast, fá covid og að droppa út og inn. Liðið sem við byrjuðum með í dag snerist um að að hafa fit stráka og mögulega var sárt fyrir Helga að vera tekinn útaf strax eftir að hafa skorað. Ég bjóst við að fá ferskari fætur inn en þá byrjuðum við að bakka of mikið. Þetta er óþægilegt að byrja að bakka svona og vilja halda fengnum hlut af því að það er líka ekki okkar stíll,“ sagði Arnar. Víkingar fara upp á Skaga í næstu umferð þar sem Arnar hóf sinn leikmannaferil. Arnar segir það mikilvægt að sækja stig á Akranes. „Ég segi það við strákana á hverju ári að ef þú ætlar að vinna eitthvað á Íslandi hvort sem þér líkar það betur eða verr að þá þarftu að fara upp á Skaga og ná í úrslit, ég trúi þessu ennþá og það verður barið í strákana næstu vikuna,“ sagði Arnar að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 2-1 | Íslandsmeistararnir hefja titilvörnina á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu góðan 2-1 sigur í opnunarleik Bestu-deildarinnar er liðið tók á móti FH í kvöld. 18. apríl 2022 21:08 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd Sjá meira
„Þetta var mikil taugaspenna og við vorum bara í sjokki eftir fyrstu sekúndurnar. Við brugðumst vel við. Mér fannst við koma vel inn í leikinn, svo náðum við 2-1 og þá ósjálfrátt fórum við að gefa aðeins eftir. Ingvar bjargaði okkur einu sinni og FH-ingarnir voru bara sterkir. Þeir gerðu okkur erfitt fyrir en við svolítið spiluðum þetta upp í hendurnar á þeim. En ég er gríðarlega ánægður að ná fyrsta sigrinum því þetta er gríðarlega mikilvægt. Þetta er bara eins og þegar beljunum er hleypt út á vorinn, menn eru taugaspenntir og við þekkjum þetta allir. Menn vilja gera svo vel en að fá þetta mark snemma leiks var mikið högg. Ég sagði við strákana í hálfleik að við höfum staðist sterkari prófraun en þetta og ég er bara mjög ánægður með sigurinn,“ sagði Arnar. Arnar var helst ánægður með viljastyrk og karakter sinna manna í dag. „Við vorum með ungt lið og höfum oftast ekkert kvartað þegar einhverja hefur vantað en við söknuðum Pablo á miðjunni og við söknuðum fleiri manna frá til dæmis bikarúrslitaleiknum í fyrra. Við vorum með unga stráka í dag. Ari var frábær. Fyrst og fremst ánægður með karakterinn og sigurviljann í liðinu að láta ekki þessa erfiðu byrjun slá sig út af laginu,“ sagði Arnar. Flestir tóku eftir því að Nikolaj Hansen, besti og markahæsti leikmaður síðasta tímabils, var ekki í byrjunarliðinu í dag. Arnar segir hann og fleiri ekki vera meidda í dag en hafa átt erfitt með meiðsli í vetur. „Hann er bara búinn að vera að ströggla í vetur með að ná fitness og sömuleiðis Birnir. Menn hafa verið að meiðast, fá covid og að droppa út og inn. Liðið sem við byrjuðum með í dag snerist um að að hafa fit stráka og mögulega var sárt fyrir Helga að vera tekinn útaf strax eftir að hafa skorað. Ég bjóst við að fá ferskari fætur inn en þá byrjuðum við að bakka of mikið. Þetta er óþægilegt að byrja að bakka svona og vilja halda fengnum hlut af því að það er líka ekki okkar stíll,“ sagði Arnar. Víkingar fara upp á Skaga í næstu umferð þar sem Arnar hóf sinn leikmannaferil. Arnar segir það mikilvægt að sækja stig á Akranes. „Ég segi það við strákana á hverju ári að ef þú ætlar að vinna eitthvað á Íslandi hvort sem þér líkar það betur eða verr að þá þarftu að fara upp á Skaga og ná í úrslit, ég trúi þessu ennþá og það verður barið í strákana næstu vikuna,“ sagði Arnar að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 2-1 | Íslandsmeistararnir hefja titilvörnina á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu góðan 2-1 sigur í opnunarleik Bestu-deildarinnar er liðið tók á móti FH í kvöld. 18. apríl 2022 21:08 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 2-1 | Íslandsmeistararnir hefja titilvörnina á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu góðan 2-1 sigur í opnunarleik Bestu-deildarinnar er liðið tók á móti FH í kvöld. 18. apríl 2022 21:08