Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. apríl 2022 12:05 Lárus L. Blöndal er stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Vísir/Einar Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Bankasýslunnar sem merkt er sem „Athugasemd frá stjórn Bankasýslu ríkisins vegna nýafstaðins útboðs á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka.“ Er þar vísað í gagnrýni á framkvæmt útboðsins sem var svokallað lokað útboð, eingöngu ætlað hæfum fagfjárfestum. Á meðal þess sem gagnrýnt hefur verið er hverjir fengu að kaupa en það var í höndum sjálfra söluráðgjafanna sem fengnir voru til verksins að meta hverjir skyldu teljast hæfir fjárfestar og þannig gjaldgengir til að taka þátt í útboðinu. Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu í dag áform um að leggja Bankasýsluna niður. Í yfirlýsingu stjórnar Bankasýslunnar segir að upp hafi komið vafi um hvort kröfum um hæfi fjárfesta hafi verið fylgt eftir af þeim fjármálafyrirtækjum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í áðurnefndu útboði. Einnig séu til athugunar mögulegir hagsmunaárekstrar einstakra söluaðila við kaup starfsmanna eða tengdra aðila á hlutum í bankanum. „Fjármálaeftirlitið skoðar meðal annars hæfi þeirra fagfjárfesta sem fengu að kaupa en það var hlutverk söluaðila að meta það enn ekki Bankasýslu ríkisins,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Bankasýslunnar. Mun hafa áhrif hafi söluaðilar ekki staðið undir trausti Fimm innlendir söluráðgjafar voru meðal þeirra sem sáu um að selja fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Samtals var kostnaður við útboðið um 700 milljónir króna sem er um 1,4% af sölandvirði bankans. Í yfirlýsingu stjórnar Bankasýslunnar segir að komi í ljós að söluaðilar hafi ekki staðið undir því trausti sem Bankasýslan gerði til þeirra mun það hafa áhrif á söluþóknanir til þeirra. „Stjórn Bankasýslu ríkisins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum og mun að óbreyttu ekki greiða umsamda söluþóknum í tilvikum þar sem ágallar voru við sölu á 22,5% hlut ríkisins til hæfra fagfjárfesta.“ Undir yfirlýsinguna skrifa stjórnarmenn Bankasýslunnar, Lárus L. Blöndal, stjórnarformaður, Margrét Kristmannsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. 15. apríl 2022 14:19 Mikill hagsmunaárekstur og vonbrigði ef ráðgjafar keyptu í útboðinu Forstjóri Bankasýslunnar segir hlutabréfakaup starfsmanna ráðgjafafyrirtækja í Íslandsbanka fela í sér hagsmunaárekstur og vonbrigði. Slíkt framferði liðist aldrei erlendis og skaði orðspor fyrirtækjanna. 13. apríl 2022 18:30 Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 19. apríl 2022 10:38 Mest lesið Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Bankasýslunnar sem merkt er sem „Athugasemd frá stjórn Bankasýslu ríkisins vegna nýafstaðins útboðs á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka.“ Er þar vísað í gagnrýni á framkvæmt útboðsins sem var svokallað lokað útboð, eingöngu ætlað hæfum fagfjárfestum. Á meðal þess sem gagnrýnt hefur verið er hverjir fengu að kaupa en það var í höndum sjálfra söluráðgjafanna sem fengnir voru til verksins að meta hverjir skyldu teljast hæfir fjárfestar og þannig gjaldgengir til að taka þátt í útboðinu. Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu í dag áform um að leggja Bankasýsluna niður. Í yfirlýsingu stjórnar Bankasýslunnar segir að upp hafi komið vafi um hvort kröfum um hæfi fjárfesta hafi verið fylgt eftir af þeim fjármálafyrirtækjum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í áðurnefndu útboði. Einnig séu til athugunar mögulegir hagsmunaárekstrar einstakra söluaðila við kaup starfsmanna eða tengdra aðila á hlutum í bankanum. „Fjármálaeftirlitið skoðar meðal annars hæfi þeirra fagfjárfesta sem fengu að kaupa en það var hlutverk söluaðila að meta það enn ekki Bankasýslu ríkisins,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Bankasýslunnar. Mun hafa áhrif hafi söluaðilar ekki staðið undir trausti Fimm innlendir söluráðgjafar voru meðal þeirra sem sáu um að selja fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Samtals var kostnaður við útboðið um 700 milljónir króna sem er um 1,4% af sölandvirði bankans. Í yfirlýsingu stjórnar Bankasýslunnar segir að komi í ljós að söluaðilar hafi ekki staðið undir því trausti sem Bankasýslan gerði til þeirra mun það hafa áhrif á söluþóknanir til þeirra. „Stjórn Bankasýslu ríkisins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum og mun að óbreyttu ekki greiða umsamda söluþóknum í tilvikum þar sem ágallar voru við sölu á 22,5% hlut ríkisins til hæfra fagfjárfesta.“ Undir yfirlýsinguna skrifa stjórnarmenn Bankasýslunnar, Lárus L. Blöndal, stjórnarformaður, Margrét Kristmannsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. 15. apríl 2022 14:19 Mikill hagsmunaárekstur og vonbrigði ef ráðgjafar keyptu í útboðinu Forstjóri Bankasýslunnar segir hlutabréfakaup starfsmanna ráðgjafafyrirtækja í Íslandsbanka fela í sér hagsmunaárekstur og vonbrigði. Slíkt framferði liðist aldrei erlendis og skaði orðspor fyrirtækjanna. 13. apríl 2022 18:30 Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 19. apríl 2022 10:38 Mest lesið Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira
Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. 15. apríl 2022 14:19
Mikill hagsmunaárekstur og vonbrigði ef ráðgjafar keyptu í útboðinu Forstjóri Bankasýslunnar segir hlutabréfakaup starfsmanna ráðgjafafyrirtækja í Íslandsbanka fela í sér hagsmunaárekstur og vonbrigði. Slíkt framferði liðist aldrei erlendis og skaði orðspor fyrirtækjanna. 13. apríl 2022 18:30
Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 19. apríl 2022 10:38