Liðið sem eyðilagði drauma Breiðabliks mætir á Kópavogsvöll Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2022 14:15 Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik tekur á móti Keflavík á Kópavogsvelli í kvöld er fyrsta umferð Bestu deildar karla í fótbolta heldur áfram. Segja má að Keflavík hafi eyðilagt bikardrauma Breiðabliks á síðustu leiktíð. Besta deild karla í fótbolta hófst með pompi og prakt í gær þegar Íslands- og bikarmeistarar Víkings lögðu FH 2-1 í fyrsta leik sumarsins. Hlutirnir hefðu þó getað verið töluvert öðruvísi ef Breiðablik hefði ekki tapað tvívegis gegn Keflavík um mitt sumar. Liðin mætast á Kópavogsvelli en leik liðanna þar á síðustu leiktíð lauk hins vegar með 4-0 sigri Blika. Það var svo í Keflavík þar sem draumar Blika urðu að engu. Þann 23. júní mættust Keflavík og Breiðablik í 32-liða úrslita Mjólkurbikarsins. Talið var að Blikar myndu endurtaka leikinn frá því ári áður þegar þáverandi Lengjudeildarlið Keflavíkur heimsótti Kópavogsvöll í bikarnum og beið lægri hlut. Keflvíkingar voru ekki á þeim buxunum og var staðan enn markalaus er venjulegur leiktími rann sitt skeið. Það voru komnar 114 mínútur á klukkuna þegar Helgi Þór Jónsson kom Keflavík yfir og í blálok leiksins gulltryggði Davíð Snær Jóhannesson sigur heimamanna. Lokatölur 2-0 og Breiðablik fallið úr leik í bikarnum. Rúmlega mánuði síðar, þann 25. júlí var komið að skuldadögum. Blikar mættu til Keflavíkur í hefndarhug eftir að hafa náð jafntefli gegn Austría Vín í Austurríki aðeins þremur dögum fyrr. Hin fræga Evrópuþynnka lék hins vegar Blika grátt sem voru þarna aðeins stigi á eftir toppliði Vals þegar 13 umferðir voru búnar. Joey Gibbs og Frans Elvarsson skoruðu sitt hvorum megin við hálfleikinn og tryggðu Keflvíkingum ómetanlegan 2-0 sigur sem átti eftir að hafa gríðarleg áhrif á toppi sem og botni deildarinnar. Þegar öllum 22 umferðum deildarinnar var lokið sat Breiðablik í 2. sæti með 47 stig á meðan Íslandsmeistarar Víkings voru með 48 stig. Keflavík sat svo í 10. sæti með 21 stig eða einu meira en HK sem féll niður í Lengjudeildina. Keflavík fór svo alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar þar sem liðið beið lægri hlut gegn ÍA sem gerði svo slíkt hið sama gegn Víkingum í úrslitum. Þó Blikar hafi tapað stigum í öðrum leikjum en gegn Keflavík síðasta sumar þá má reikna með að þessi tvö töp svíði enn og eina sem fær sárin til að gróa er sigur í kvöld. Leikur Breiðabliks og Keflavíkur í Bestu deild karla hefst klukkan 19.45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Besta-spáin 2022: Fer brúðarmærin loks upp að altarinu? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sport spáir Breiðabliki 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 18. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Sjá meira
Besta deild karla í fótbolta hófst með pompi og prakt í gær þegar Íslands- og bikarmeistarar Víkings lögðu FH 2-1 í fyrsta leik sumarsins. Hlutirnir hefðu þó getað verið töluvert öðruvísi ef Breiðablik hefði ekki tapað tvívegis gegn Keflavík um mitt sumar. Liðin mætast á Kópavogsvelli en leik liðanna þar á síðustu leiktíð lauk hins vegar með 4-0 sigri Blika. Það var svo í Keflavík þar sem draumar Blika urðu að engu. Þann 23. júní mættust Keflavík og Breiðablik í 32-liða úrslita Mjólkurbikarsins. Talið var að Blikar myndu endurtaka leikinn frá því ári áður þegar þáverandi Lengjudeildarlið Keflavíkur heimsótti Kópavogsvöll í bikarnum og beið lægri hlut. Keflvíkingar voru ekki á þeim buxunum og var staðan enn markalaus er venjulegur leiktími rann sitt skeið. Það voru komnar 114 mínútur á klukkuna þegar Helgi Þór Jónsson kom Keflavík yfir og í blálok leiksins gulltryggði Davíð Snær Jóhannesson sigur heimamanna. Lokatölur 2-0 og Breiðablik fallið úr leik í bikarnum. Rúmlega mánuði síðar, þann 25. júlí var komið að skuldadögum. Blikar mættu til Keflavíkur í hefndarhug eftir að hafa náð jafntefli gegn Austría Vín í Austurríki aðeins þremur dögum fyrr. Hin fræga Evrópuþynnka lék hins vegar Blika grátt sem voru þarna aðeins stigi á eftir toppliði Vals þegar 13 umferðir voru búnar. Joey Gibbs og Frans Elvarsson skoruðu sitt hvorum megin við hálfleikinn og tryggðu Keflvíkingum ómetanlegan 2-0 sigur sem átti eftir að hafa gríðarleg áhrif á toppi sem og botni deildarinnar. Þegar öllum 22 umferðum deildarinnar var lokið sat Breiðablik í 2. sæti með 47 stig á meðan Íslandsmeistarar Víkings voru með 48 stig. Keflavík sat svo í 10. sæti með 21 stig eða einu meira en HK sem féll niður í Lengjudeildina. Keflavík fór svo alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar þar sem liðið beið lægri hlut gegn ÍA sem gerði svo slíkt hið sama gegn Víkingum í úrslitum. Þó Blikar hafi tapað stigum í öðrum leikjum en gegn Keflavík síðasta sumar þá má reikna með að þessi tvö töp svíði enn og eina sem fær sárin til að gróa er sigur í kvöld. Leikur Breiðabliks og Keflavíkur í Bestu deild karla hefst klukkan 19.45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Besta-spáin 2022: Fer brúðarmærin loks upp að altarinu? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sport spáir Breiðabliki 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 18. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Sjá meira
Besta-spáin 2022: Fer brúðarmærin loks upp að altarinu? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sport spáir Breiðabliki 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 18. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn