Nýtt ár, nýtt lið en sami gamli Óskar Örn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2022 15:30 Óskar Örn ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi að leik loknum. Hann hefði viljað þrjú stig frekar en glæsimark. Stöð 2 Sport Óskar Örn Hauksson hóf lífið eftir KR á sama hátt og undanfarin ár. Með þrumufleyg fyrir utan teig er Stjarnan gerði 2-2 jafntefli við ÍA í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Ein af stærstu félagaskiptum vetrarins í fótboltanum hér heima voru þegar Óskar Örn, einn albesti leikmaður efstu deildar karla í fótbolta á þessari öld, ákvað að færa sig um set og yfirgefa KR. Það var svo gott sem gefið að þessi stórskemmtilegi leikmaður myndi enda ferilinn í vesturbæ Reykjavíkur en Óskar Örn var ekki á þeim buxunum. Orðinn 37 ára gamall ákvað hann að prófa eitthvað nýtt, hann samdi í kjölfarið við Stjörnuna og mun leika með liðinu í sumar sem og á næsta ári. Það virðist ekki skipta máli hvaða ár er, hversu gamall Óskar Örn er eða hvaða stöðu á vellinum hann spilar - hann skorar alltaf. Ótrúleg tölfræði.Stöð 2 Sport Óskar Örn skoraði annað mark Stjörnunnar og virtist það lengi vel ætla að verða sigurmark leiksins. Því miður jöfnuðu ÍA undir lokin en það tekur ekkert frá mögnuðu afreki Óskars Arnar sem var þarna að skora í efstu deild karla 19. tímabilið í röð. Markið má sjá í spilaranum hér að neðan en það er einkar glæsilegt. Hann fær sendingu fyrir miðju vallarins, tekur góða snertingu og lætur vaða. Boltinn syngur skömmu síðar í netinu, óverjandi fyrir Árna Snæ Ólafsson í marki ÍA. Það sem gerði markið enn fegurra var hvernig boltinn beygði framhjá varnarmanni ÍA sem kom í pressu. „Ég náði að skrúfa boltann framhjá varnarmanninum og ég sá eiginlega ekkert fyrr en að menn fóru bara að fagna. Þá vissi ég að boltinn hefði endað í markinu.“ Klippa: Mark Óskars Arnar Stjarnan mætir Leiknir Reykjavík í 2. umferð Bestu deildarinnar á sunnudaginn kemur, 24. apríl. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Ein af stærstu félagaskiptum vetrarins í fótboltanum hér heima voru þegar Óskar Örn, einn albesti leikmaður efstu deildar karla í fótbolta á þessari öld, ákvað að færa sig um set og yfirgefa KR. Það var svo gott sem gefið að þessi stórskemmtilegi leikmaður myndi enda ferilinn í vesturbæ Reykjavíkur en Óskar Örn var ekki á þeim buxunum. Orðinn 37 ára gamall ákvað hann að prófa eitthvað nýtt, hann samdi í kjölfarið við Stjörnuna og mun leika með liðinu í sumar sem og á næsta ári. Það virðist ekki skipta máli hvaða ár er, hversu gamall Óskar Örn er eða hvaða stöðu á vellinum hann spilar - hann skorar alltaf. Ótrúleg tölfræði.Stöð 2 Sport Óskar Örn skoraði annað mark Stjörnunnar og virtist það lengi vel ætla að verða sigurmark leiksins. Því miður jöfnuðu ÍA undir lokin en það tekur ekkert frá mögnuðu afreki Óskars Arnar sem var þarna að skora í efstu deild karla 19. tímabilið í röð. Markið má sjá í spilaranum hér að neðan en það er einkar glæsilegt. Hann fær sendingu fyrir miðju vallarins, tekur góða snertingu og lætur vaða. Boltinn syngur skömmu síðar í netinu, óverjandi fyrir Árna Snæ Ólafsson í marki ÍA. Það sem gerði markið enn fegurra var hvernig boltinn beygði framhjá varnarmanni ÍA sem kom í pressu. „Ég náði að skrúfa boltann framhjá varnarmanninum og ég sá eiginlega ekkert fyrr en að menn fóru bara að fagna. Þá vissi ég að boltinn hefði endað í markinu.“ Klippa: Mark Óskars Arnar Stjarnan mætir Leiknir Reykjavík í 2. umferð Bestu deildarinnar á sunnudaginn kemur, 24. apríl. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira