„Þetta er inflúensuveira sem getur stökkbreyst mjög auðveldlega” Sunna Valgerðardóttir skrifar 20. apríl 2022 22:31 Sigurborg segir að við eigum að klappa okkur á bakið þegar hlutirnir eru vel gerðir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirdýralæknir segir alvarlegt ef smit af skæðu fuglaflensuafbrigði berst inn á alifuglabú. Veiran getur drepið fugla á tveimur dögum. Heimilishænsn eru fyrstu heimilisdýrin á Íslandi sem hafa greinst með veiruna. MAST hefur útbúið kort sem sýnir útbreiðslu smita og sýna sem hafa verið tekin. Dauðar heimilishænur reyndust smitaðar Fuglaflensa greindist í hænum á Skeiðum um miðjan apríl. Sjúkdómurinn hafði greinst þar í dauðum hrafni nokkrum dögum áður. Alls hafa fjórir villtir fuglar greinst með sjúkdóminn, þar á meðal haförn sem fannst í fyrrahaust. Hann er sá eini sem hefur verið fullgreindur og reyndist hann vera með mjög banvænt og smitandi afbrigði, H5N1, sem hefur aldrei greinst áður hér. Á nýju vefsvæði Matvælastofnunar má sjá útbreiðslu smita og þeirra sýna sem hafa verið tekin. Kortið er uppfært eftir því sem ný sýni berast. Hefur áhyggjur af alifuglabúunum Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, segir flest benda til að allir fuglarnir hafi sama afbrigðið. „Þegar þetta kemst inn í alifuglabú, sem eru viðkvæmir fyrir smiti, þar er fjöldinn mikill og þéttleikinn mikill þá magnast smitið upp, útbreiðslan verður mjög hröð og það verður mikill dauði á skömmum tíma.” „Það eru stóru áhyggjurnar. Ef það gerist þá þarf að aflífa allan hópinn, ekki bara í húsinu heldur á öllu búinu,” segir Sigurborg. Hefur enn ekki borist í menn Hún brýnir sóttvarnir fyrir alifuglabændum, en sjúkdómurinn getur drepið fuglana á tveimur dögum. Fuglaflensan smitast með snertingu og hefur til þessa ekki mikið smitast yfir í önnur dýr. „En alltaf skal maður hafa varann á. Þetta er inflúensuveira sem getur stökkbreyst mjög auðveldlega.” Ef fólk finnur dauðan fugl, á að láta hann algjörlega vera, taka niður hnitin með símanum og tilkynna MAST um fuglinn á heimasíðunni. Fuglar Heilbrigðismál Umhverfismál Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Fuglaflensa staðfest í hænunum á Skeiðum Fuglaflensan hefur nú greinst í heimilishænum en sýni voru tekin úr hænum á bænum Reykjum á Skeiðum í síðustu viku. Tilkynnt var um það síðastliðinn föstudag að fuglaflensa hefði greinst í þremur villtum fuglum, þar á meðal í hrafni sem fannst dauður á Skeiðum. Þá var sterkur grunur um að hænurnar á Skeiðum væru smitaðar sem hefur nú verið staðfest. 19. apríl 2022 18:27 Landsmenn hugi að sóttvörnum Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef fuglaflensa berst inn á stærri alifuglabú að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Landsmenn eru hvattir til að huga vel að sóttvörnum, ekki síst í kringum dauða fugla. 18. apríl 2022 13:00 Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. 16. apríl 2022 21:36 Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Sjá meira
Dauðar heimilishænur reyndust smitaðar Fuglaflensa greindist í hænum á Skeiðum um miðjan apríl. Sjúkdómurinn hafði greinst þar í dauðum hrafni nokkrum dögum áður. Alls hafa fjórir villtir fuglar greinst með sjúkdóminn, þar á meðal haförn sem fannst í fyrrahaust. Hann er sá eini sem hefur verið fullgreindur og reyndist hann vera með mjög banvænt og smitandi afbrigði, H5N1, sem hefur aldrei greinst áður hér. Á nýju vefsvæði Matvælastofnunar má sjá útbreiðslu smita og þeirra sýna sem hafa verið tekin. Kortið er uppfært eftir því sem ný sýni berast. Hefur áhyggjur af alifuglabúunum Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, segir flest benda til að allir fuglarnir hafi sama afbrigðið. „Þegar þetta kemst inn í alifuglabú, sem eru viðkvæmir fyrir smiti, þar er fjöldinn mikill og þéttleikinn mikill þá magnast smitið upp, útbreiðslan verður mjög hröð og það verður mikill dauði á skömmum tíma.” „Það eru stóru áhyggjurnar. Ef það gerist þá þarf að aflífa allan hópinn, ekki bara í húsinu heldur á öllu búinu,” segir Sigurborg. Hefur enn ekki borist í menn Hún brýnir sóttvarnir fyrir alifuglabændum, en sjúkdómurinn getur drepið fuglana á tveimur dögum. Fuglaflensan smitast með snertingu og hefur til þessa ekki mikið smitast yfir í önnur dýr. „En alltaf skal maður hafa varann á. Þetta er inflúensuveira sem getur stökkbreyst mjög auðveldlega.” Ef fólk finnur dauðan fugl, á að láta hann algjörlega vera, taka niður hnitin með símanum og tilkynna MAST um fuglinn á heimasíðunni.
Fuglar Heilbrigðismál Umhverfismál Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Fuglaflensa staðfest í hænunum á Skeiðum Fuglaflensan hefur nú greinst í heimilishænum en sýni voru tekin úr hænum á bænum Reykjum á Skeiðum í síðustu viku. Tilkynnt var um það síðastliðinn föstudag að fuglaflensa hefði greinst í þremur villtum fuglum, þar á meðal í hrafni sem fannst dauður á Skeiðum. Þá var sterkur grunur um að hænurnar á Skeiðum væru smitaðar sem hefur nú verið staðfest. 19. apríl 2022 18:27 Landsmenn hugi að sóttvörnum Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef fuglaflensa berst inn á stærri alifuglabú að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Landsmenn eru hvattir til að huga vel að sóttvörnum, ekki síst í kringum dauða fugla. 18. apríl 2022 13:00 Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. 16. apríl 2022 21:36 Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Sjá meira
Fuglaflensa staðfest í hænunum á Skeiðum Fuglaflensan hefur nú greinst í heimilishænum en sýni voru tekin úr hænum á bænum Reykjum á Skeiðum í síðustu viku. Tilkynnt var um það síðastliðinn föstudag að fuglaflensa hefði greinst í þremur villtum fuglum, þar á meðal í hrafni sem fannst dauður á Skeiðum. Þá var sterkur grunur um að hænurnar á Skeiðum væru smitaðar sem hefur nú verið staðfest. 19. apríl 2022 18:27
Landsmenn hugi að sóttvörnum Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef fuglaflensa berst inn á stærri alifuglabú að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Landsmenn eru hvattir til að huga vel að sóttvörnum, ekki síst í kringum dauða fugla. 18. apríl 2022 13:00
Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. 16. apríl 2022 21:36
Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32