Ætlar í hungurverkfall fyrir mikilvægasta leik tímabilsins Atli Arason skrifar 20. apríl 2022 18:01 Mark McGhee er knattspyrnustjóri Dundee FC Getty Images Mark McGhee, knattspyrnustjóri Dundee FC, hefur gripið flestar fyrirsagnir bresku blaðanna síðasta sólarhring vegna afar óhefðbundins undirbúnings síns fyrir næsta leik liðsins. McGhee ætlar bæði að ofkæla og svelta sig fram til laugardags. Dundee er á botni skosku úrvalsdeildarinnar með 25 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Næsti leikur liðsins er gegn St. Johnstone sem er einu sæti fyrir ofan Dundee með 30 stig en bæði lið eru í fallsæti. St. Mirren er svo í síðasta örugga sæti deildarinnar með 36 stig. Ef Dundee nær ekki sigri á laugardaginn þá eru vonir liðsins um að halda sér í deildinni svo gott sem horfnar. McGhee hefur því tekið upp á nýstárlegum undirbúningsaðferðum fyrir leikinn mikilvæga gegn St. Johnstone. „Það eru tveir hlutir sem ég ætla að gera í vikunni svo ég hafi allan hugann að því að sækja sigur í næsta leik. Annars vegar ætla ég ekki að borða neitt svo ég sé svangur allan tímann. Þegar velti fyrir mér af hverju ég er svona hungraður þá veit ég það sé vegna leiksins mikilvæga á laugardaginn,“ sagði McGhee við fjölmiðla í Bretlandi. „Hins vegar ætla ég að slökkva á öllum hitaveitum heima hjá mér svo það verði alltaf kalt. Svo spyr ég sjálfan mig, hvers vegna er mér kalt? Þá get ég svarað vegna leiksins á laugardag.“ McGhee segist ætla í þetta kulda- og hungurverkfall því það gæti sett enn meiri áherslu á mikilvægi leiksins á laugardaginn fyrir leikmönnum liðsins. „Við ætlum að velta öllum steinum. Þegar strákarnir hlaupa út á völlinn á laugardaginn þá ætlum við að geta sagt að við höfðum gert allt í okkar valdi til að undirbúa liðið í að sækja þrjú stig.“ Dundee hefur enn ekki unnið leik í skosku deildinni undir stjórn McGhee frá því að hann tók við í febrúar. Þessi margreyndi knattspyrnustjóri segist með þessu líka vera að reyna að gera eitthvað nýtt og halda út af vananum og í því skyni vitnar McGhee í orð Albert Einstein. „Við verðum að fá leikmennina til að hugsa hlutina upp á nýtt, að við megum ekki gera það sama. Eins og Einstein sagði, það er brjálæði að gera sömu hlutina aftur og aftur og búast við annari niðurstöðu,“ sagði Mark McGhee, knattspyrnustjóri Dundee FC. Skoski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira
Dundee er á botni skosku úrvalsdeildarinnar með 25 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Næsti leikur liðsins er gegn St. Johnstone sem er einu sæti fyrir ofan Dundee með 30 stig en bæði lið eru í fallsæti. St. Mirren er svo í síðasta örugga sæti deildarinnar með 36 stig. Ef Dundee nær ekki sigri á laugardaginn þá eru vonir liðsins um að halda sér í deildinni svo gott sem horfnar. McGhee hefur því tekið upp á nýstárlegum undirbúningsaðferðum fyrir leikinn mikilvæga gegn St. Johnstone. „Það eru tveir hlutir sem ég ætla að gera í vikunni svo ég hafi allan hugann að því að sækja sigur í næsta leik. Annars vegar ætla ég ekki að borða neitt svo ég sé svangur allan tímann. Þegar velti fyrir mér af hverju ég er svona hungraður þá veit ég það sé vegna leiksins mikilvæga á laugardaginn,“ sagði McGhee við fjölmiðla í Bretlandi. „Hins vegar ætla ég að slökkva á öllum hitaveitum heima hjá mér svo það verði alltaf kalt. Svo spyr ég sjálfan mig, hvers vegna er mér kalt? Þá get ég svarað vegna leiksins á laugardag.“ McGhee segist ætla í þetta kulda- og hungurverkfall því það gæti sett enn meiri áherslu á mikilvægi leiksins á laugardaginn fyrir leikmönnum liðsins. „Við ætlum að velta öllum steinum. Þegar strákarnir hlaupa út á völlinn á laugardaginn þá ætlum við að geta sagt að við höfðum gert allt í okkar valdi til að undirbúa liðið í að sækja þrjú stig.“ Dundee hefur enn ekki unnið leik í skosku deildinni undir stjórn McGhee frá því að hann tók við í febrúar. Þessi margreyndi knattspyrnustjóri segist með þessu líka vera að reyna að gera eitthvað nýtt og halda út af vananum og í því skyni vitnar McGhee í orð Albert Einstein. „Við verðum að fá leikmennina til að hugsa hlutina upp á nýtt, að við megum ekki gera það sama. Eins og Einstein sagði, það er brjálæði að gera sömu hlutina aftur og aftur og búast við annari niðurstöðu,“ sagði Mark McGhee, knattspyrnustjóri Dundee FC.
Skoski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira