Lögmaður Bankasýslunnar segir bankasöluna hafa verið löglega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2022 09:00 Fullt tungl yfir höfuðstöðvum Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður Bankasýslu ríkisins, telur ljóst að framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra hafi ekki borið að samþykkja hvert og eitt tilboð sem barst. Þetta kemur fram í aðsendri grein Þórólfs sem birtist á Vísi í dag. Þar vísar hann í gagnrýni Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, þar sem hún lýsti þeirri skoðun sinni að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi brotið lög þegar 22,5 prósent hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur á dögunum. Inntak gagnrýninnar var það að Bjarni hafi brotið 4. grein laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum þar sem segir að ráðherra taki ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins. Aðspurð um hvort það hafi ekki átt að vera Bankasýslan sem færi yfir hvert og eitt kauptilboð í ferlinu sagði Oddný: „Auðvitað er það hennar hlutverk að vinna úr tilboðunum. Og leggja svo tillöguna fyrir fjármálaráðherrann, sem annað hvort samþykkir eða hafnar tillögunni. Hann verður að vita, fjármálaráðherra Íslands hvað hann er að gera þegar hann er að einkavæða bankanna. Hverjir eru að fá hluti ríkisins á afslætti í bönkunum,“ sagði hún. Í greininni sem Þórólfur birti á Vísi í morgun segir hann að það sé hans mat að bankasalan hafi verið í samræmi við lögin sem Oddný vísaði til, sem og lögskýringargögn sem þeim fylgdu. Rökstuddi lokað útboð Í greininni er vísað í málsgrein í lögskýringargögnum sem fylgdu frumvarpinu þar sem tekið er fram að almennt sé gert ráð fyrir því að bjóða skuli eignarhlut til sölu í opnu útboði, rökstyðja þurfi sérstaklega ef ekki standi til að bjóða hlut til sölu með slíkum hætti. Hefur þessi málsgrein meðal annars verið tilefni gagnrýni á söluferlið í mars, sem var í lokuðu útboði, en ekki opnu líkt og í fyrra skiptið sem ríkið seldi stóran hlut í Íslandsbanka. Bendir Þórólfur á í greininni að Bankasýslan hafi í janúar sett fram rökstuðning fyrir því að halda lokað útboð. „Það var gert í minnisblaði sem fylgdi tillögu til ráðherra þann 20. janúar sl. og lagt var fyrir ráðherra, ráðuneyti og nefndir Alþingis í því opinbera og gagnsæja ferli sem viðhaft var fyrir útboðið. Engar athugasemdir voru gerðar við lögmæti í því ferli,“ skrifar Þórólfur. Ráðherra þurfi ekki að samþykkja hvert og eitt tilboð Í greininni bendir hann einnig á að ráðherra þurfi ekki að samþykkja hvert og eitt tilboð í útboði. Telur hann að sá lagatexti sem Oddný vísaði til og byggði gagnrýna sína á, eigi ekki við um almennt eða lokað útboð. „Þegar þessi lagatexti er lesinn er auðséð að hann miðast fremur við beina sölu en almennt eða lokað útboð, þar sem mikill fjölda tilboða berst sem taka þarf afstöðu til á skömmum tíma. Í fyrrnefndum lögskýringagögnum er þessi lagatexti útskýrður nánar. Þar segir að sala hluta með útboði sé ferli sem sé frábrugðið beinni sölu. Þegar um slíkt er að ræða eru einstök tilboð ekki metin og getur ráðherra þannig falið Bankasýslu ríkisins að annast endanlegan frágang vegna sölu,“ skrifar Þórólfur. Segir hann enn fremur að Bankasýslan hafi óskað eftir samþykki ráðherra um magn og verð á þeim hlutum sem átti að selja, að öðru leyti hafi verið óskað eftir umboði hans til úthlutunar eftir tilteknum viðmiðum. „Ráðherra svaraði rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins á þá leið að fallist væri á tillöguna. Þannig veitti hann stofnuninni umboð til að ljúka sölumeðferð í samræmi við rökstudda matið. Þessi aðferðafræði á sér skýra lagastoð um að ekki sé gert ráð fyrir mati á einstaka tilboðum þegar um útboð er að ræða og að ráðherra geti falið stofnuninni að annast endanlegan frágang vegna sölu.“ Lesa má grein Þórólfs hér. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Íslenskir bankar Tengdar fréttir Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi. 20. apríl 2022 20:15 Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein Þórólfs sem birtist á Vísi í dag. Þar vísar hann í gagnrýni Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, þar sem hún lýsti þeirri skoðun sinni að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi brotið lög þegar 22,5 prósent hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur á dögunum. Inntak gagnrýninnar var það að Bjarni hafi brotið 4. grein laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum þar sem segir að ráðherra taki ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins. Aðspurð um hvort það hafi ekki átt að vera Bankasýslan sem færi yfir hvert og eitt kauptilboð í ferlinu sagði Oddný: „Auðvitað er það hennar hlutverk að vinna úr tilboðunum. Og leggja svo tillöguna fyrir fjármálaráðherrann, sem annað hvort samþykkir eða hafnar tillögunni. Hann verður að vita, fjármálaráðherra Íslands hvað hann er að gera þegar hann er að einkavæða bankanna. Hverjir eru að fá hluti ríkisins á afslætti í bönkunum,“ sagði hún. Í greininni sem Þórólfur birti á Vísi í morgun segir hann að það sé hans mat að bankasalan hafi verið í samræmi við lögin sem Oddný vísaði til, sem og lögskýringargögn sem þeim fylgdu. Rökstuddi lokað útboð Í greininni er vísað í málsgrein í lögskýringargögnum sem fylgdu frumvarpinu þar sem tekið er fram að almennt sé gert ráð fyrir því að bjóða skuli eignarhlut til sölu í opnu útboði, rökstyðja þurfi sérstaklega ef ekki standi til að bjóða hlut til sölu með slíkum hætti. Hefur þessi málsgrein meðal annars verið tilefni gagnrýni á söluferlið í mars, sem var í lokuðu útboði, en ekki opnu líkt og í fyrra skiptið sem ríkið seldi stóran hlut í Íslandsbanka. Bendir Þórólfur á í greininni að Bankasýslan hafi í janúar sett fram rökstuðning fyrir því að halda lokað útboð. „Það var gert í minnisblaði sem fylgdi tillögu til ráðherra þann 20. janúar sl. og lagt var fyrir ráðherra, ráðuneyti og nefndir Alþingis í því opinbera og gagnsæja ferli sem viðhaft var fyrir útboðið. Engar athugasemdir voru gerðar við lögmæti í því ferli,“ skrifar Þórólfur. Ráðherra þurfi ekki að samþykkja hvert og eitt tilboð Í greininni bendir hann einnig á að ráðherra þurfi ekki að samþykkja hvert og eitt tilboð í útboði. Telur hann að sá lagatexti sem Oddný vísaði til og byggði gagnrýna sína á, eigi ekki við um almennt eða lokað útboð. „Þegar þessi lagatexti er lesinn er auðséð að hann miðast fremur við beina sölu en almennt eða lokað útboð, þar sem mikill fjölda tilboða berst sem taka þarf afstöðu til á skömmum tíma. Í fyrrnefndum lögskýringagögnum er þessi lagatexti útskýrður nánar. Þar segir að sala hluta með útboði sé ferli sem sé frábrugðið beinni sölu. Þegar um slíkt er að ræða eru einstök tilboð ekki metin og getur ráðherra þannig falið Bankasýslu ríkisins að annast endanlegan frágang vegna sölu,“ skrifar Þórólfur. Segir hann enn fremur að Bankasýslan hafi óskað eftir samþykki ráðherra um magn og verð á þeim hlutum sem átti að selja, að öðru leyti hafi verið óskað eftir umboði hans til úthlutunar eftir tilteknum viðmiðum. „Ráðherra svaraði rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins á þá leið að fallist væri á tillöguna. Þannig veitti hann stofnuninni umboð til að ljúka sölumeðferð í samræmi við rökstudda matið. Þessi aðferðafræði á sér skýra lagastoð um að ekki sé gert ráð fyrir mati á einstaka tilboðum þegar um útboð er að ræða og að ráðherra geti falið stofnuninni að annast endanlegan frágang vegna sölu.“ Lesa má grein Þórólfs hér.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Íslenskir bankar Tengdar fréttir Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi. 20. apríl 2022 20:15 Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi. 20. apríl 2022 20:15
Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30