Dómari féll á píptesti Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2022 13:24 Dómarar þurfa að vera í góðu formi til að dæma leiki hjá bestu handboltamönnum heims. Getty/Sanjin Strukic Einn besti handknattleiksdómari Danmerkur mun ekki dæma aftur leik fyrr en í fyrsta lagi eftir sumarfrí, eftir að hafa fallið á hlaupaprófi. Dómarinn Mik Trustrup, sem er 34 ára gamall, hefur ásamt Morten Lethan Albrechtsen dæmt marga stórleiki í danska handboltanum og fengið hrós úr ýmsum áttum. Þeir hafa hins vegar ekki mátt dæma saman síðan 20. mars. Trustrup féll nefnilega á hlaupaprófi sem lagt er fyrir dómara fjórum sinnum á ári, til að ganga úr skugga um að þeir séu í nægilega góðu líkamlegu ástandi til að dæma handboltaleiki á hæsta stigi. Hlaupaprófið er líkt og píptestin sem gerð eru í íslenskum grunnskólum og voru mikið í umræðunni fyrir skömmu. Þeir dómarar sem falla á prófinu mega reyna aftur innan 14 daga en Trustrup ákvað að taka sér frekar hlé og koma sér í betra form. Hann hafði jafnframt í huga að falli dómarar þrisvar á prófinu mega þeir aldrei dæma aftur. „Ef ég hefði fallið á endurtektarprófinu hefði ég því bara átt einn séns til viðbótar. Þá væri dæmið búið ef ég myndi ekki standast prófið í ágúst. Þess vegna valdi ég að taka ekki prófið aftur og einbeita mér frekar að því að bæta líkamlegt form mitt, svo það verði umtalsvert betra í ágúst en hingað til í ár,“ sagði Trustrup við TV 2. Auk Trustrup féll dómarinn Henrik G. Nielsen einnig á hlaupaprófinu í mars. Makkerinn hans Nielsen, Jakob F. Hansen, getur því dæmt leiki með Albrechten að minnsta kosti þar til að þeir Trustrup og Nielsen snúa aftur eftir sumarfríið. Danski handboltinn Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Sjá meira
Dómarinn Mik Trustrup, sem er 34 ára gamall, hefur ásamt Morten Lethan Albrechtsen dæmt marga stórleiki í danska handboltanum og fengið hrós úr ýmsum áttum. Þeir hafa hins vegar ekki mátt dæma saman síðan 20. mars. Trustrup féll nefnilega á hlaupaprófi sem lagt er fyrir dómara fjórum sinnum á ári, til að ganga úr skugga um að þeir séu í nægilega góðu líkamlegu ástandi til að dæma handboltaleiki á hæsta stigi. Hlaupaprófið er líkt og píptestin sem gerð eru í íslenskum grunnskólum og voru mikið í umræðunni fyrir skömmu. Þeir dómarar sem falla á prófinu mega reyna aftur innan 14 daga en Trustrup ákvað að taka sér frekar hlé og koma sér í betra form. Hann hafði jafnframt í huga að falli dómarar þrisvar á prófinu mega þeir aldrei dæma aftur. „Ef ég hefði fallið á endurtektarprófinu hefði ég því bara átt einn séns til viðbótar. Þá væri dæmið búið ef ég myndi ekki standast prófið í ágúst. Þess vegna valdi ég að taka ekki prófið aftur og einbeita mér frekar að því að bæta líkamlegt form mitt, svo það verði umtalsvert betra í ágúst en hingað til í ár,“ sagði Trustrup við TV 2. Auk Trustrup féll dómarinn Henrik G. Nielsen einnig á hlaupaprófinu í mars. Makkerinn hans Nielsen, Jakob F. Hansen, getur því dæmt leiki með Albrechten að minnsta kosti þar til að þeir Trustrup og Nielsen snúa aftur eftir sumarfríið.
Danski handboltinn Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Sjá meira