Stökkið: „Við skrifuðum undir leigusamning án þess að sjá íbúðina okkar“ Elísabet Hanna skrifar 25. apríl 2022 07:01 Mæðgur að njóta saman. Aðsend. Álfhildur Reynisdóttir býr í Álaborg í Danmörku þar sem hún er að klára síðustu mánuðina í master í læknisfræði eftir að hafa upphaflega flutt til Slóvakíu þar sem hún hóf námið. Hún heldur einnig uppi miðlinum Barnabitar í frítíma sínum. Álfhildur býr úti ásamt manninum sínu Vilhjálmi Karli og þriggja ára dóttur þeirra Amalíu Ölvu. Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Ég vissi alltaf að mig langaði að verða læknir en það heillaði mig aldrei neitt sérstaklega að læra heima. Ég ákvað að fara ekkert í inntökuprófið í læknisfræði á Íslandi heldur byrja strax að finna skóla úti. View this post on Instagram A post shared by BARNABITAR (@barnabitar) Ég heyrði af litlu og samheldnu samfélagi Íslendinga í Martin í Slóvakíu og ég ákvað með litlum fyrirvara að slá til og sækja um. Nokkrum vikum seinna vorum ég og maðurinn minn flutt út til Slóvakíu. „Eftir þrjú góð ár í Slóvakíu ákváðum við að færa okkur yfir til Danmerkur þar sem það hentaði fjölskyldunni betur.“ Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Við vorum frekar nýflutt til Danmerkur þegar Covid skall á og það hefur staðið yfir megnið af tímanum okkar hér. Það hefur ábyggilega haft áhrif á okkar upplifun af tímanum hérna en hins vegar tel ég að það hafi gert okkur sterkari sem fjölskyldu að búa hérna þegar ekki var hægt að komast heim og enginn gat komið. „Þá urðum við svolítið að hvetja hvort annað í gegnum þetta skrítna tímabil og gera það besta úr þessu öllu saman.“ View this post on Instagram A post shared by BARNABITAR (@barnabitar) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Ég hafði samband við Íslendinga sem bjuggu úti og það reyndist mér best en annars vorum við mikið bara að láta vaða og vona að hlutirnir myndu reddast. Við skrifuðum undir leigusamning án þess að sjá íbúðina okkar og ég skráði mig í nám á dönsku án þess að vera búin að tala dönsku síðan í kennslustundum í menntaskóla. Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja?Ég og maðurinn minn höfum oft talað um að þetta var minna mál en við héldum, það er að segja flutningarnir sjálfir með barnið. Það að aðlagast samfélaginu og tungumálinu er svo allt annað mál og eitthvað sem maður þarf að búa sig undir að taki tíma. Maðurinn minn var allt í einu mættur í vinnu þar sem allir töluðu bara dönsku og ég í verknám á spítalann þar sem oft var ætlast til að ég væri alveg með dönskuna upp á tíu. „Maður varð að vera snöggur að læra og láta oft vaða þó maður væri ryðgaður og óöruggur.“ Hvernig komstu í kynni við námið og verkefnin sem þú ert í?Það var ágætis fjöldi af Íslendingum að sækja um að flytja sig yfir til Danmerkur frá Slóvakíu eftir þrjú ár í læknisfræði. Maðurinn minn var búinn með námið sitt og það var enga vinnu fyrir hann að fá í Slóvakíu svo Danmörk var betri kostur fyrir okkur. View this post on Instagram A post shared by BARNABITAR (@barnabitar) Hvers saknarðu mest við Ísland? Ég sakna fjölskyldunnar, vinanna og oft sakna ég þess að geta talað bara íslensku. Ég sakna líka matarins heima: Lambakjötsins, fiskibúðanna og gríðarlega úrvalsins í skyndibitaflórunni heima á Íslandi. Hvers saknarðu minnst við Ísland?Ég sakna ekki veðursins, neikvæðu fréttanna í sjónvarpinu og myrkursins. Hvernig er veðrið?Veðrið er töluvert betra en á Íslandi. „Það hefur varla sést snjór hér í Álaborg í vetur og sumrin eru einstaklega góð og oft ekkert síðri en í sólarlöndum.“ Hvaða ferðamáta notast þú við?Við löbbum flest allt sem við förum, sem er mikil tilbreyting frá lífinu á Íslandi. Lengri vegalengdir höfum við svo verið að fara með strætó. Komið þið oft til Íslands?Við höfum komið til Íslands öll sumur en síðustu tvö jól ákváðum við að vera úti í Danmörku og það var ótrúlega rólegt og huggulegt að fá að skapa okkar eigin jól. View this post on Instagram A post shared by BARNABITAR (@barnabitar) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna?Ég held að matarinnkaupin geti verið aðeins ódýrari í Danmörku og leiguverð er mun lægra heldur en á íslandi. Einnig er hægt að gera miklu betri kaup hérna á fallegum hlutum inn á heimilið, í fataskápinn og allskonar antik glingri sem ég er persónulega mjög hrifin af. Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Já! Við eigum svo góða fjölskyldu sem hefur komið að heimsækja okkur bæði til Slóvakíu og nú til Danmerkur. Er sterkt íslendingasamfélag þar sem þú ert?Ég hef ekki orðið vör við mikið af Íslendingum hér, en ég og besta vinkona mín úr náminu í Slóvakíu sóttum saman um inngöngu í Álaborgarháskóla. Við komumst báðar inn og fluttum saman með fjölskyldurnar okkar yfir. „Það hefur reynst mikils virði að hafa sína eigin litlu íslensku fjölskyldu hér með okkur.“ Áttu þér uppáhalds stað?Ég bý í miðbænum í Álaborg og mér líkar mjög vel við þann stað. Það er mikið af litlum fallegum sérverslunum sem selja fallega hluti og allskonar sérvöru. „Það er líka mikið af góðum veitingastöðum og kaffihúsum.“ Hvaða matsölustöðum myndir þú mæla með?Ég myndi mæla með því að labba við sjóinn á heitum degi, njóta umhverfisins, skoða bátahöfnina og grípa sér mat á “Aalborg street food” sem er einskonar mathöll Álaborgar. Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Týpískur dagur hjá okkur hérna væri að vakna og við græjum stelpuna í leikskólann, svo tek ég strætó í skólann eða sinni náminu heima. Seinni parturinn fer svo í að sækja barnið og rölta heim. Á leiðinni heim sæki ég mér oft einn bolla og rölti með stelpuna mína á bókasafnið í hverfinu, þar sem hún elskar að leika sér. Þegar heim er komið græja ég nesti fyrir næsta dag og kvöldmat. Bara þessi týpíski raunveruleiki. „Um helgar finnst okkur gaman að hitta vinina, rölta um miðbæinn og borða góðan mat.“ Þegar ég hef lausan tíma fyrir sjálfa mig finnst mér svo oft ótrúlega gaman og róandi að gera uppskriftir af barnamat og sinna instagraminu mínu. View this post on Instagram A post shared by BARNABITAR (@barnabitar) Hvað er það besta við staðinn þinn?Ég er ánægð með hvað staðurinn er lítill og samfélagið er rólegt, allt er til alls á litlum bletti, og maður getur farið flest fótgangandi. „Mér líður mjög öruggri hérna, leikskólarnir eru upp á tíu og mér finnst almennt hugsað mjög vel um fjölskyldufólk.“ Í Martin í Slóvakíu fannst okkur stór kostur að geta leigt bíl mjög ódýrt og keyrt til borganna í kring - tildæmis Krakow og Búdapest. Matarverðið í Slóvakíu er líka mjög lágt miðað við það sem maður er vanur og maður fær mikið fyrir peninginn þar. Hvað er það versta við staðinn þinn?Sumum myndi kannski finnast þetta of lítill staður og ekki nógu mikið um að vera en það er einmitt það sem mér líkar. „Ég gæti alveg hugsað mér að búa hérna ef ég gæti flutt allt fólkið mitt hingað yfir - og kannski Dominos.“ View this post on Instagram A post shared by BARNABITAR (@barnabitar) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Við ætlum að flytja til Íslands í sumar og hlökkum mikið til. Það verða viðbrigði fyrir stelpuna okkar sem er orðin eins og innfædd og talar dönsku og íslensku við okkur til skiptis. „Við erum mjög ánægð með að hafa prófað að búa úti og erum nokkuð viss um að við förum aftur út eftir nokkur ár.“ Stökkið Íslendingar erlendis Danmörk Tengdar fréttir „Það er bara þumalputtaregla að vera skynsamur og fara ekki út seint á kvöldin“ Guðrún Lund og unnusti hennar Max Hopkins eru í hálfs árs Suður-Ameríku reisu þar sem þau eru að búa til stórbrotnar minningar saman, labba að Machu Picchu og hitta lamadýr. Þau elska að ferðast og hafa oftast einhver ferðalög bókuð fram í tímann. 21. apríl 2022 07:01 Stökkið: „Mér leið stundum eins og ég hefði tekið skref aftur á bak við að flytja út“ Sigurlaug Sara tók Stökkið til Stokkhólms í miðjum heimsfaraldri árið 2020 með kærastanum sínum Ásgeiri Pétri þar sem hann stundar sérnám í svæfingalækningum á Karolinska og hún stundar mastersnám í stafrænni stjórnun. 18. apríl 2022 07:01 Stökkið: „Ég hef alltaf verið rosalega mikill Ameríkani og mér datt ekki í hug að prufa að búa á Íslandi“ Tónlistarkonan Ragnhildur Veigarsdóttir tók öfugt stökk og flutti til Íslands átján ára gömul eftir að hafa búið í Los Angeles nánast allt sitt líf. Í dag er hún í hljómsveitinni FLOTT sem vann á dögunum tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. 11. apríl 2022 07:00 Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku „Ég hef aldrei verið mikil matarmanneskja, borðað fáar tegundir og einhæft. Það hins vegar hvatti mig enn frekar til að „passa“ það að dóttir mín myndi ekki enda í sama pakka og ég“ segir Álfhildur Reynisdóttir sem heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar. 3. september 2020 11:00 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira
Álfhildur býr úti ásamt manninum sínu Vilhjálmi Karli og þriggja ára dóttur þeirra Amalíu Ölvu. Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Ég vissi alltaf að mig langaði að verða læknir en það heillaði mig aldrei neitt sérstaklega að læra heima. Ég ákvað að fara ekkert í inntökuprófið í læknisfræði á Íslandi heldur byrja strax að finna skóla úti. View this post on Instagram A post shared by BARNABITAR (@barnabitar) Ég heyrði af litlu og samheldnu samfélagi Íslendinga í Martin í Slóvakíu og ég ákvað með litlum fyrirvara að slá til og sækja um. Nokkrum vikum seinna vorum ég og maðurinn minn flutt út til Slóvakíu. „Eftir þrjú góð ár í Slóvakíu ákváðum við að færa okkur yfir til Danmerkur þar sem það hentaði fjölskyldunni betur.“ Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Við vorum frekar nýflutt til Danmerkur þegar Covid skall á og það hefur staðið yfir megnið af tímanum okkar hér. Það hefur ábyggilega haft áhrif á okkar upplifun af tímanum hérna en hins vegar tel ég að það hafi gert okkur sterkari sem fjölskyldu að búa hérna þegar ekki var hægt að komast heim og enginn gat komið. „Þá urðum við svolítið að hvetja hvort annað í gegnum þetta skrítna tímabil og gera það besta úr þessu öllu saman.“ View this post on Instagram A post shared by BARNABITAR (@barnabitar) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Ég hafði samband við Íslendinga sem bjuggu úti og það reyndist mér best en annars vorum við mikið bara að láta vaða og vona að hlutirnir myndu reddast. Við skrifuðum undir leigusamning án þess að sjá íbúðina okkar og ég skráði mig í nám á dönsku án þess að vera búin að tala dönsku síðan í kennslustundum í menntaskóla. Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja?Ég og maðurinn minn höfum oft talað um að þetta var minna mál en við héldum, það er að segja flutningarnir sjálfir með barnið. Það að aðlagast samfélaginu og tungumálinu er svo allt annað mál og eitthvað sem maður þarf að búa sig undir að taki tíma. Maðurinn minn var allt í einu mættur í vinnu þar sem allir töluðu bara dönsku og ég í verknám á spítalann þar sem oft var ætlast til að ég væri alveg með dönskuna upp á tíu. „Maður varð að vera snöggur að læra og láta oft vaða þó maður væri ryðgaður og óöruggur.“ Hvernig komstu í kynni við námið og verkefnin sem þú ert í?Það var ágætis fjöldi af Íslendingum að sækja um að flytja sig yfir til Danmerkur frá Slóvakíu eftir þrjú ár í læknisfræði. Maðurinn minn var búinn með námið sitt og það var enga vinnu fyrir hann að fá í Slóvakíu svo Danmörk var betri kostur fyrir okkur. View this post on Instagram A post shared by BARNABITAR (@barnabitar) Hvers saknarðu mest við Ísland? Ég sakna fjölskyldunnar, vinanna og oft sakna ég þess að geta talað bara íslensku. Ég sakna líka matarins heima: Lambakjötsins, fiskibúðanna og gríðarlega úrvalsins í skyndibitaflórunni heima á Íslandi. Hvers saknarðu minnst við Ísland?Ég sakna ekki veðursins, neikvæðu fréttanna í sjónvarpinu og myrkursins. Hvernig er veðrið?Veðrið er töluvert betra en á Íslandi. „Það hefur varla sést snjór hér í Álaborg í vetur og sumrin eru einstaklega góð og oft ekkert síðri en í sólarlöndum.“ Hvaða ferðamáta notast þú við?Við löbbum flest allt sem við förum, sem er mikil tilbreyting frá lífinu á Íslandi. Lengri vegalengdir höfum við svo verið að fara með strætó. Komið þið oft til Íslands?Við höfum komið til Íslands öll sumur en síðustu tvö jól ákváðum við að vera úti í Danmörku og það var ótrúlega rólegt og huggulegt að fá að skapa okkar eigin jól. View this post on Instagram A post shared by BARNABITAR (@barnabitar) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna?Ég held að matarinnkaupin geti verið aðeins ódýrari í Danmörku og leiguverð er mun lægra heldur en á íslandi. Einnig er hægt að gera miklu betri kaup hérna á fallegum hlutum inn á heimilið, í fataskápinn og allskonar antik glingri sem ég er persónulega mjög hrifin af. Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Já! Við eigum svo góða fjölskyldu sem hefur komið að heimsækja okkur bæði til Slóvakíu og nú til Danmerkur. Er sterkt íslendingasamfélag þar sem þú ert?Ég hef ekki orðið vör við mikið af Íslendingum hér, en ég og besta vinkona mín úr náminu í Slóvakíu sóttum saman um inngöngu í Álaborgarháskóla. Við komumst báðar inn og fluttum saman með fjölskyldurnar okkar yfir. „Það hefur reynst mikils virði að hafa sína eigin litlu íslensku fjölskyldu hér með okkur.“ Áttu þér uppáhalds stað?Ég bý í miðbænum í Álaborg og mér líkar mjög vel við þann stað. Það er mikið af litlum fallegum sérverslunum sem selja fallega hluti og allskonar sérvöru. „Það er líka mikið af góðum veitingastöðum og kaffihúsum.“ Hvaða matsölustöðum myndir þú mæla með?Ég myndi mæla með því að labba við sjóinn á heitum degi, njóta umhverfisins, skoða bátahöfnina og grípa sér mat á “Aalborg street food” sem er einskonar mathöll Álaborgar. Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Týpískur dagur hjá okkur hérna væri að vakna og við græjum stelpuna í leikskólann, svo tek ég strætó í skólann eða sinni náminu heima. Seinni parturinn fer svo í að sækja barnið og rölta heim. Á leiðinni heim sæki ég mér oft einn bolla og rölti með stelpuna mína á bókasafnið í hverfinu, þar sem hún elskar að leika sér. Þegar heim er komið græja ég nesti fyrir næsta dag og kvöldmat. Bara þessi týpíski raunveruleiki. „Um helgar finnst okkur gaman að hitta vinina, rölta um miðbæinn og borða góðan mat.“ Þegar ég hef lausan tíma fyrir sjálfa mig finnst mér svo oft ótrúlega gaman og róandi að gera uppskriftir af barnamat og sinna instagraminu mínu. View this post on Instagram A post shared by BARNABITAR (@barnabitar) Hvað er það besta við staðinn þinn?Ég er ánægð með hvað staðurinn er lítill og samfélagið er rólegt, allt er til alls á litlum bletti, og maður getur farið flest fótgangandi. „Mér líður mjög öruggri hérna, leikskólarnir eru upp á tíu og mér finnst almennt hugsað mjög vel um fjölskyldufólk.“ Í Martin í Slóvakíu fannst okkur stór kostur að geta leigt bíl mjög ódýrt og keyrt til borganna í kring - tildæmis Krakow og Búdapest. Matarverðið í Slóvakíu er líka mjög lágt miðað við það sem maður er vanur og maður fær mikið fyrir peninginn þar. Hvað er það versta við staðinn þinn?Sumum myndi kannski finnast þetta of lítill staður og ekki nógu mikið um að vera en það er einmitt það sem mér líkar. „Ég gæti alveg hugsað mér að búa hérna ef ég gæti flutt allt fólkið mitt hingað yfir - og kannski Dominos.“ View this post on Instagram A post shared by BARNABITAR (@barnabitar) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Við ætlum að flytja til Íslands í sumar og hlökkum mikið til. Það verða viðbrigði fyrir stelpuna okkar sem er orðin eins og innfædd og talar dönsku og íslensku við okkur til skiptis. „Við erum mjög ánægð með að hafa prófað að búa úti og erum nokkuð viss um að við förum aftur út eftir nokkur ár.“
Stökkið Íslendingar erlendis Danmörk Tengdar fréttir „Það er bara þumalputtaregla að vera skynsamur og fara ekki út seint á kvöldin“ Guðrún Lund og unnusti hennar Max Hopkins eru í hálfs árs Suður-Ameríku reisu þar sem þau eru að búa til stórbrotnar minningar saman, labba að Machu Picchu og hitta lamadýr. Þau elska að ferðast og hafa oftast einhver ferðalög bókuð fram í tímann. 21. apríl 2022 07:01 Stökkið: „Mér leið stundum eins og ég hefði tekið skref aftur á bak við að flytja út“ Sigurlaug Sara tók Stökkið til Stokkhólms í miðjum heimsfaraldri árið 2020 með kærastanum sínum Ásgeiri Pétri þar sem hann stundar sérnám í svæfingalækningum á Karolinska og hún stundar mastersnám í stafrænni stjórnun. 18. apríl 2022 07:01 Stökkið: „Ég hef alltaf verið rosalega mikill Ameríkani og mér datt ekki í hug að prufa að búa á Íslandi“ Tónlistarkonan Ragnhildur Veigarsdóttir tók öfugt stökk og flutti til Íslands átján ára gömul eftir að hafa búið í Los Angeles nánast allt sitt líf. Í dag er hún í hljómsveitinni FLOTT sem vann á dögunum tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. 11. apríl 2022 07:00 Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku „Ég hef aldrei verið mikil matarmanneskja, borðað fáar tegundir og einhæft. Það hins vegar hvatti mig enn frekar til að „passa“ það að dóttir mín myndi ekki enda í sama pakka og ég“ segir Álfhildur Reynisdóttir sem heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar. 3. september 2020 11:00 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira
„Það er bara þumalputtaregla að vera skynsamur og fara ekki út seint á kvöldin“ Guðrún Lund og unnusti hennar Max Hopkins eru í hálfs árs Suður-Ameríku reisu þar sem þau eru að búa til stórbrotnar minningar saman, labba að Machu Picchu og hitta lamadýr. Þau elska að ferðast og hafa oftast einhver ferðalög bókuð fram í tímann. 21. apríl 2022 07:01
Stökkið: „Mér leið stundum eins og ég hefði tekið skref aftur á bak við að flytja út“ Sigurlaug Sara tók Stökkið til Stokkhólms í miðjum heimsfaraldri árið 2020 með kærastanum sínum Ásgeiri Pétri þar sem hann stundar sérnám í svæfingalækningum á Karolinska og hún stundar mastersnám í stafrænni stjórnun. 18. apríl 2022 07:01
Stökkið: „Ég hef alltaf verið rosalega mikill Ameríkani og mér datt ekki í hug að prufa að búa á Íslandi“ Tónlistarkonan Ragnhildur Veigarsdóttir tók öfugt stökk og flutti til Íslands átján ára gömul eftir að hafa búið í Los Angeles nánast allt sitt líf. Í dag er hún í hljómsveitinni FLOTT sem vann á dögunum tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. 11. apríl 2022 07:00
Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku „Ég hef aldrei verið mikil matarmanneskja, borðað fáar tegundir og einhæft. Það hins vegar hvatti mig enn frekar til að „passa“ það að dóttir mín myndi ekki enda í sama pakka og ég“ segir Álfhildur Reynisdóttir sem heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar. 3. september 2020 11:00