Mikilvægustu kosningar fyrir Evrópusambandið í langan tíma Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. apríl 2022 12:29 Kjörstaðir í Frakklandi loka klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma og má búast við fyrstu tölum fljótlega eftir það. getty/hong wu Emmanuel Macron Frakklandsforseti freistar þess í dag að ná endurkjöri en val Frakka stendur á milli hans og hægri mannsins Marine Le Pen. Allar skoðanakannanir síðustu daga benda til sigurs Macrons. Prófessor í stjórnmálafræði segir kosningarnar geta skipt sköpum fyrir framtíð Evrópusambandsins. Macron og Le Pen tókust einnig á í síðustu forsetakosningum árið 2017 en þar hlaut Macron 66 prósent atkvæða. Allar skoðanakannanir síðustu daga sýna forystu Macrons en hún er mismikil eftir skoðanakönnunum - hann mælist allt frá 6 til 15 prósentustigum á undan Le Pen. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir kosningarnar í ár afar sérstakar - flokkarnir tveir sem áður voru stærstir hafi misst allt fylgi. „Þetta eru auðvitað feikilega óvenjulegar kosningar þó að þetta sé endurtekning frá því fyrir fimm árum síðan. En að sú staða sé uppi að stóru flokkarnir tveir, sem einu sinni voru stórir en eru nánast horfnir í dag, að þeir skuli vera fjarverandi gerir þetta auðvitað mjög sérstakt og skrýtið,“ segir Eiríkur. Því sé mun erfiðara að spá fyrir um fylgisþróun og að hve miklu leyti skoðanakannanir endurspegli fylgið sem frambjóðendurnir munu fá á kjördag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að nái Le Pen kjöri hefði það ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir framtíð Evrópusambandsins.vísir/vilhelm „Þegar að það eru tveir utangarðsmenn, maður verður eiginlega að fella Macron undir það líka, að þá er bara erfiðara að segja fyrir um nokkra niðurstöðu og kannanir verða ekki eins öruggar eins og þegar um svona rótgrónari flokka er að ræða,“ segir Eiríkur. Myndi valda stærsta skjálfta í Brussel í langan tíma Macron er miðjumaður en Le Pen skilgreinist sem þjóðernissinnaður hægrimaður. Eiríkur gerir ekki lítið úr mikilvægi kosninganna: „Þetta eru mikilvægustu kosningar sem að Evrópusambandið hefur staðið frammi fyrir í mjög langan tíma.“ Le Pen hefur þó fallið frá fyrra áherslumáli sínu um að Frakkland gangi hreinlega úr Evrópusambandinu. „Þrátt fyrir það þá talar hún samt fyrir þvílíkri umpólun á bandalaginu að það jafngildir nánast því sama,“ segir Eiríkur. Hún vilji breyta sambandinu í hefðbundið milliríkjabandalag, draga úr yfirþjóðlegu samstarfi og vinsa ofan af peningamálasamstarfi með Evruna. Þetta eru auðvitað allt aðrar áherslur en Macron býður upp á sem hefur frekar vilja styrkja sambandið ef eitthvað er. „Kæmist Le Pen til valda í öðru af tveimur forysturíkjum bandalagsins þá myndi það valda jarðskjálfta af stærðargráðu í Brussel sem við höfum einfaldlega ekki séð í langan tíma. Og það í bandalagi sem er nú mjög plagað af skjálftavirkni svona yfirleitt,“ segir Eiríkur. Markmið Le Pen ekki endilega að sigra Hann segir að fyrir Pen snúist kosningarnar þó ekki endilega um forsetaembættið sjálft. „Ég held að staðreynd málsins sé sú að Marine Le Pen hafi aldrei búist við því að geta sigrað forsetakjörið. Hennar markmið er í rauninni annað en það. Það er að róta svona aðeins í stjórnmálum í Frakklandi, koma sér í ákjósanlega stöðu því að svo eru þingkosningar fram undan í júní. Þannig að niðurstaðan í dag gefur mikil fyrirheit um hvernig þær kosningar eigi eftir að fara,“ segir Eiríkur. Kjörstöðum í Frakklandi verður lokað klukkan sex síðdegis að íslenskum tíma og reiknað er með að fyrstu tölur, sem iðulega eru lýsandi fyrir lokatölur, birtist mjög fljótlega eftir lokun. Frakkland Kosningar í Frakklandi Evrópusambandið Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Macron og Le Pen tókust einnig á í síðustu forsetakosningum árið 2017 en þar hlaut Macron 66 prósent atkvæða. Allar skoðanakannanir síðustu daga sýna forystu Macrons en hún er mismikil eftir skoðanakönnunum - hann mælist allt frá 6 til 15 prósentustigum á undan Le Pen. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir kosningarnar í ár afar sérstakar - flokkarnir tveir sem áður voru stærstir hafi misst allt fylgi. „Þetta eru auðvitað feikilega óvenjulegar kosningar þó að þetta sé endurtekning frá því fyrir fimm árum síðan. En að sú staða sé uppi að stóru flokkarnir tveir, sem einu sinni voru stórir en eru nánast horfnir í dag, að þeir skuli vera fjarverandi gerir þetta auðvitað mjög sérstakt og skrýtið,“ segir Eiríkur. Því sé mun erfiðara að spá fyrir um fylgisþróun og að hve miklu leyti skoðanakannanir endurspegli fylgið sem frambjóðendurnir munu fá á kjördag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að nái Le Pen kjöri hefði það ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir framtíð Evrópusambandsins.vísir/vilhelm „Þegar að það eru tveir utangarðsmenn, maður verður eiginlega að fella Macron undir það líka, að þá er bara erfiðara að segja fyrir um nokkra niðurstöðu og kannanir verða ekki eins öruggar eins og þegar um svona rótgrónari flokka er að ræða,“ segir Eiríkur. Myndi valda stærsta skjálfta í Brussel í langan tíma Macron er miðjumaður en Le Pen skilgreinist sem þjóðernissinnaður hægrimaður. Eiríkur gerir ekki lítið úr mikilvægi kosninganna: „Þetta eru mikilvægustu kosningar sem að Evrópusambandið hefur staðið frammi fyrir í mjög langan tíma.“ Le Pen hefur þó fallið frá fyrra áherslumáli sínu um að Frakkland gangi hreinlega úr Evrópusambandinu. „Þrátt fyrir það þá talar hún samt fyrir þvílíkri umpólun á bandalaginu að það jafngildir nánast því sama,“ segir Eiríkur. Hún vilji breyta sambandinu í hefðbundið milliríkjabandalag, draga úr yfirþjóðlegu samstarfi og vinsa ofan af peningamálasamstarfi með Evruna. Þetta eru auðvitað allt aðrar áherslur en Macron býður upp á sem hefur frekar vilja styrkja sambandið ef eitthvað er. „Kæmist Le Pen til valda í öðru af tveimur forysturíkjum bandalagsins þá myndi það valda jarðskjálfta af stærðargráðu í Brussel sem við höfum einfaldlega ekki séð í langan tíma. Og það í bandalagi sem er nú mjög plagað af skjálftavirkni svona yfirleitt,“ segir Eiríkur. Markmið Le Pen ekki endilega að sigra Hann segir að fyrir Pen snúist kosningarnar þó ekki endilega um forsetaembættið sjálft. „Ég held að staðreynd málsins sé sú að Marine Le Pen hafi aldrei búist við því að geta sigrað forsetakjörið. Hennar markmið er í rauninni annað en það. Það er að róta svona aðeins í stjórnmálum í Frakklandi, koma sér í ákjósanlega stöðu því að svo eru þingkosningar fram undan í júní. Þannig að niðurstaðan í dag gefur mikil fyrirheit um hvernig þær kosningar eigi eftir að fara,“ segir Eiríkur. Kjörstöðum í Frakklandi verður lokað klukkan sex síðdegis að íslenskum tíma og reiknað er með að fyrstu tölur, sem iðulega eru lýsandi fyrir lokatölur, birtist mjög fljótlega eftir lokun.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Evrópusambandið Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira