Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.

Claudia Ashanie Wilson lögmaður telur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa gert alvarleg mistök við afskipti af sextán ára syni hennar í vikunni. Lögregla vitjaði piltsins í tvígang í tengslum við leit að ungum strokufanga en þeir eru báðir dökkir á hörund. Ítarlega verður rætt við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún hefur ekki tjáð sig um það við fjölmiðla fyrr en nú.

Í kvöldfréttum segjum við einnig frá forsetakosningunum í Frakklandi, ræðum við Íslending sem staddur er í landinu og förum yfir fyrstu tölur sem birtust nú rétt fyrir fréttir.

Þá hittum við Úkraínumenn á Íslandi sem fagna páskahátíð sinni í dag, þegar nákvæmlega tveir mánuðir eru frá því að innrás Rússa inn í land þeirra hófst. 

Við sýnum einnig frá plokkdeginum mikla í dag, greinum vofeifleg tíðindi sem bárust af streymisveitunni Netflix í vikunni og kíkjum á leiksýningu á Sólheimu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×