Sýndi mikla íþróttamennsku er hann kom heimsmeistaranum til bjargar út í skurði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2022 09:00 Julian Alaphilippe keppir fyrir Quick-Step Alpha Vinyl liðið en liggur nú slasaður inn á sjúkrahúsi eftir slæmt fall. EPA-EFE/ROBERTO BETTINI Franski heimsmeistarinn Julian Alaphilippe fór illa út úr fjöldaáresktri í Liege-Bastogne-Liege hjólreiðakeppninni um helgina. Alaphilippe hefur unnið heimsmeistaratitilinn í götuhjólreiðum tvö ár í röð en hafði ekki heppnina með sér í gær. World champion Julian Alaphilippe suffered multiple injuries during the Liege-Bastogne-Liege one-day race.We wish him a speedy recovery.— BBC Sport (@BBCSport) April 24, 2022 Fjöldi hjólreiðakappa lentu saman í árekstri þegar 62 kílómetrar voru eftir af dagleiðinni. Alaphilippe endastakkst út í skurð og endaði á tré. Tvö rifbein brotnuðu, hann axlarbrotnaði og lungað féll saman. Romain Bardet, keppinautur hans úr öðru liðu, sýndi mikla íþróttamennsku með því að koma honum til aðstoðar í skurðinum en Alaphilippe átti skiljanlega erfitt með andardrátt eftir höggið. Bardet hefði vel getað haldið áfram og náð forskoti á marga keppinauta en tók þá ákvörðun að fara niður í skurðinn til að hjálpa Alaphilippe. Terrifying crash at Liège-Bastogne-Liège, Julian Alaphilippe suffering broken ribs and a collapsed lung. Romain Bardet, from a different team, showing true sportsmanship to climb down and help, check on him pic.twitter.com/c3ylBAGZIq— James Dart (@James_Dart) April 24, 2022 Hinn 29 ára gamli Frakki var síðan fluttur á sjúkrahús og líðan hans er sögð stöðug. Hann eyddi nóttinni á sjúkrahúsinu til frekari skoðunar samkvæmt upplýsingum frá liði hans Quick-Step Alpha Vinyl. Þetta er í þriðja sinn sem Alaphilippe dettur af hjóli sínu á tímabilinu en það gerðist einnig í byrjun mars og síðan aftur fyrir tíu dögum síðan. Hér fyrir neðan má sjá Romain Bardet segja frá atvikinu svona fyrir þá sem skilja það sem hann er að segja. Hann var í miklu áfalli eins og sjá má. Le témoignage glaçant de Bardet sur la terrible chute d'Alaphillipe. "Il ne pouvait plus bouger." pic.twitter.com/0z4Fa0V9Lz— RMC Sport (@RMCsport) April 24, 2022 Hjólreiðar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Alaphilippe hefur unnið heimsmeistaratitilinn í götuhjólreiðum tvö ár í röð en hafði ekki heppnina með sér í gær. World champion Julian Alaphilippe suffered multiple injuries during the Liege-Bastogne-Liege one-day race.We wish him a speedy recovery.— BBC Sport (@BBCSport) April 24, 2022 Fjöldi hjólreiðakappa lentu saman í árekstri þegar 62 kílómetrar voru eftir af dagleiðinni. Alaphilippe endastakkst út í skurð og endaði á tré. Tvö rifbein brotnuðu, hann axlarbrotnaði og lungað féll saman. Romain Bardet, keppinautur hans úr öðru liðu, sýndi mikla íþróttamennsku með því að koma honum til aðstoðar í skurðinum en Alaphilippe átti skiljanlega erfitt með andardrátt eftir höggið. Bardet hefði vel getað haldið áfram og náð forskoti á marga keppinauta en tók þá ákvörðun að fara niður í skurðinn til að hjálpa Alaphilippe. Terrifying crash at Liège-Bastogne-Liège, Julian Alaphilippe suffering broken ribs and a collapsed lung. Romain Bardet, from a different team, showing true sportsmanship to climb down and help, check on him pic.twitter.com/c3ylBAGZIq— James Dart (@James_Dart) April 24, 2022 Hinn 29 ára gamli Frakki var síðan fluttur á sjúkrahús og líðan hans er sögð stöðug. Hann eyddi nóttinni á sjúkrahúsinu til frekari skoðunar samkvæmt upplýsingum frá liði hans Quick-Step Alpha Vinyl. Þetta er í þriðja sinn sem Alaphilippe dettur af hjóli sínu á tímabilinu en það gerðist einnig í byrjun mars og síðan aftur fyrir tíu dögum síðan. Hér fyrir neðan má sjá Romain Bardet segja frá atvikinu svona fyrir þá sem skilja það sem hann er að segja. Hann var í miklu áfalli eins og sjá má. Le témoignage glaçant de Bardet sur la terrible chute d'Alaphillipe. "Il ne pouvait plus bouger." pic.twitter.com/0z4Fa0V9Lz— RMC Sport (@RMCsport) April 24, 2022
Hjólreiðar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira