Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 25. apríl 2022 07:37 Ástæða frestunarinnar er sögð vera að minnisblað sem hafi verið óskað eftir frá Bankasýslunni væri ekki tilbúið. Vísir/Vilhelm Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. Seint í gærkvöldi birtist síðan tilkynning á heimasíðu Alþingis þar sem segir að fundinum hafi verið frestað fram á miðvikudag að beiðni Bankasýslunnar og hefst hann klukkan níu. Í Morgunblaðinu í morgun segir að ástæða frestunarinnar hafi verið sú að minnisblað sem óskað hafði verið eftir frá Bankasýslunni sé ekki tilbúið. Bryndís Haraldsdóttir, nefndarmaður í fjárlaganefnd og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir miður að minnisblaðinu hafi ekki verið skilað í tæka tíð og segist hún mjög hissa á framgöngu Bankasýslunnar sem sé óásættanleg með öllu. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins á sæti í nefndinni.Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt frestun fundarins. Harðorðir þingmenn Þorbjörg Sigríður er harðorð í gagn Bankasýslunnar í færslu á Facebook-síðu sinni og segir að það sé ekkert annað en ævintýraleg vanvirðing við fólk í landinu og eftirlitshlutverk þingsins að afboða sig á fundinn. „Algjörlega óþolandi vinnubrögð.“ Björn Leví er sömuleiðis allt annað en sáttur. „Einhver fyrirsláttur um að skýrsla sem þau eru búin að hafa rúman tíma til að klára sé ekki tilbúin og verði ekki tilbúin fyrr en á þriðjudaginn. Frestast til miðvikudags ... og dýrmætum tíma þingsins sóað.“ ... og Bankasýslan mætir ekki á opinn fund á morgun. Einhver fyrirsláttur um að skýrsla sem þau eru búin að hafa rúman tíma til að klára sé ekki tilbúin og verði ekki tilbúin fyrr en á þriðjudaginn. Frestast til miðvikudags ... og dýrmætum tíma þingsins sóað.— Bjorn Levi (@_bjornlevi_) April 24, 2022 Alþingi Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Sjá meira
Seint í gærkvöldi birtist síðan tilkynning á heimasíðu Alþingis þar sem segir að fundinum hafi verið frestað fram á miðvikudag að beiðni Bankasýslunnar og hefst hann klukkan níu. Í Morgunblaðinu í morgun segir að ástæða frestunarinnar hafi verið sú að minnisblað sem óskað hafði verið eftir frá Bankasýslunni sé ekki tilbúið. Bryndís Haraldsdóttir, nefndarmaður í fjárlaganefnd og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir miður að minnisblaðinu hafi ekki verið skilað í tæka tíð og segist hún mjög hissa á framgöngu Bankasýslunnar sem sé óásættanleg með öllu. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins á sæti í nefndinni.Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt frestun fundarins. Harðorðir þingmenn Þorbjörg Sigríður er harðorð í gagn Bankasýslunnar í færslu á Facebook-síðu sinni og segir að það sé ekkert annað en ævintýraleg vanvirðing við fólk í landinu og eftirlitshlutverk þingsins að afboða sig á fundinn. „Algjörlega óþolandi vinnubrögð.“ Björn Leví er sömuleiðis allt annað en sáttur. „Einhver fyrirsláttur um að skýrsla sem þau eru búin að hafa rúman tíma til að klára sé ekki tilbúin og verði ekki tilbúin fyrr en á þriðjudaginn. Frestast til miðvikudags ... og dýrmætum tíma þingsins sóað.“ ... og Bankasýslan mætir ekki á opinn fund á morgun. Einhver fyrirsláttur um að skýrsla sem þau eru búin að hafa rúman tíma til að klára sé ekki tilbúin og verði ekki tilbúin fyrr en á þriðjudaginn. Frestast til miðvikudags ... og dýrmætum tíma þingsins sóað.— Bjorn Levi (@_bjornlevi_) April 24, 2022
Alþingi Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Sjá meira
Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00