Íslandi fórnað í stundarbrjálæði? Ástþór Magnússon skrifar 25. apríl 2022 10:02 Í nýlegri grein á erlendum vefmiðli velta menn því fyrir sér hvar sé öruggast að vera þegar kjarnorkustyrjöld brýst út. Ég segi „þegar” en ekki „ef” því frá því að skýrsla Olof Palme um kjarnorkuafvopnun kom út 1982 hafa sérfræðingar sagt að með núverandi varnarmálastefnu byggða á kjarnorkuvopnum sé það aðeins spurning um tíma hvenær einhver ýti á skothnappinn. Í greininni hvar sé öruggast að vera, skipaði fyrsta sætið neðanjarðarbyrgi, hvernig sem á nú að búa þar til frambúðar, og svo Ísland í öðru sæti. Greinarhöfundar lýsa Íslandi sem einangruðu landfræðilega og í alþjóða stjórnmálum með hlutleysi sínu. Því miður er þetta ekki rétt. Ísland er komið svo á bólakaf sem þátttakandi í styrjaldabrölti að rússneski sendiherrann hefur spurt hvort ráðamenn hér átti sig á því að vopnaflutningar með íslenskum flugvélum séu lögmæt skotmörk í þeirri styrjöld sem nú geisar í Úkraníu. Árið 2002 var ég handtekinn og færður á Litla Hraun fyrir að vekja athygli nákvæmlega á þessari staðreynd þegar stjórnvöld ráðgerðu að nota Íslenskar flugvélar undir herflutninga í stuðningi sínum við ólögmætt Írakstríð. Þá sendi Friður 2000 tölvupóst á viðkomandi flugfélög og vakti athygli á því að samkvæmt Genfar sáttmálanum um stríðsrekstur yrðu flugfélögin þá um leið orðin lögmæt skotmörk þeirra sem stríðið beinist gegn. Það sama á auðvitað við Íslenskt stríðsbrölt í dag. Ekki er nóg með að afvegaleiddir íslenskir ráðherrar sendi flugvélar með drápstól til stríðs, nú stefna þeir einnig á tugmilljarða uppbyggingu með nýjum hernaðarmannvirkjum á Íslandi, undir heitinu „evrópskt fælingaframtak bandaríska hersins”. Um er að ræða umsvifamikil hernaðarmannvirki eða fimmtu stærstu fjárfestingu bandaríska hersins á heimsvísu. Með þessu er verið að setja risavaxna skotskífu á Ísland og hættan á að kjarnorkusprengju verði beint að okkur eykst verulega. Forseti Úkraníu biður nú um fund með Rússlandsforseta til að reyna að leysa deiluna með samningum. Því miður virðist engan stuðning frá Íslandi að fá til þeirra aðgerða. Áhersla Íslendinga er á hernað. Það er sorglegt að forseti einu vopnlausu þjóðar NATO noti ekki sín tækifæri, áhrif og aðgengi að ráðamönnum til að greiða fyrir friðarviðræðum í stað þess að ausa yfir friðelskandi Íslendinga einhliða stríðsáróðri eins og hann gerði á RÚV í síðasta mánuði. Hversvegna ekki að skipta um gír til friðar? Rýna betur í sagnfræði um hvernig stríð leysast. Benda ungu óreyndu mömmunni sem situr við sama borð á Bessastöðum sem utanríkisráðherra á mikilvægi þess að knýja á um friðarviðræður á þessari hættustund. Því miður hefur þessi annars glæsilegi fulltrúi Íslands tekið að sér að skottast heimshorna á milli í vanhugsuðu hlutverki sínu sem sölumaður dauðans fyrir myrkaöflin sem ógna allri framtíð okkar. Eru Íslendingar eins og fíklar blindaðir af þeim 30 milljörðum sem kaninn vill “fjárfesta” í nýjum hernaðarmannvirkjum í útstöð á okkar afskekktu eyju mitt á milli Moskvu og Washington? Eftir slíka vímu á Íslenska þjóðin von á skelfilegum eftirköstum. Bakvið stundarbrjálæðið stendur hergagnaiðnaðurinn sem þrýstir á útþenslu NATO og vopnasölu til austurs. Ögmundur Jónasson segir í blaðagrein að Bandaríkjamenn segi enn þann dag í dag að réttlætanlegt hafi verið að varpa sprengjunum á Nagasaki og Hiroshima. Aðstæður hafi krafist þess. Og hann spyr: Gæti verið að í Moskvu sé nú hugsað eins? Það sé full ástæða til að óttast það og í því samhengi einnig dómgreindarleysi NATO. Hernaðarlega gæti Ísland orðið fyrir valinu sem fyrsta skotmarkið. Kjarnorkusprengja á herflugvöllinn í Keflavík og önnur á kafbátastöðina í Hvalfirði gætu orðið viðvörunarskotin til Bandaríkjanna með skilaboðum að stöðva útþenslu NATO. Vegna einangrunar landsins landfræðilega og fámennis gætu menn í brjálæði sínu litið á slíka hernaðaraðgerð sem takmarkað tjón í alþjóðlegu samhengi sem myndi um leið senda Bandaríkjunum sterk skilaboð um mátt Tsar sprengjunnar. Tjónið takmarkað við einangraða eyju í ballarhafi og aðeins nokkur hundruð þúsund hræður í stað þess að drepa milljónir. Það eru óraunhæfar væntingar af Íslendingum að halda að milljóna þjóðir munu leggja allt sitt í sölurnar til að svara í sömu mynt. Líklegast yrði samið um tafarlaust vopnahlé og friðarsamninga eins og gerðist í Japan eftir bandarísku kjarnorkusprengjurnar. Vandamálið fyrir Íslendinga í þessu samhengi er að þeir sem lifa af sprengjurnar munu fljótlega falla fyrir geislamengun sem leggst yfir Reykjavik hvernig sem vindátt stendur og útrýma mest allri Íslensku þjóðinni. Er þetta sú Rússneska rúletta sem við viljum nú spila? Það er til betri leið. Hér má lesa tillögur Friðar 2000 að friðsamlegri lausn stríðsins. Hér má lesa fyrri grein: Er mamma sölumaður dauðans. Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein á erlendum vefmiðli velta menn því fyrir sér hvar sé öruggast að vera þegar kjarnorkustyrjöld brýst út. Ég segi „þegar” en ekki „ef” því frá því að skýrsla Olof Palme um kjarnorkuafvopnun kom út 1982 hafa sérfræðingar sagt að með núverandi varnarmálastefnu byggða á kjarnorkuvopnum sé það aðeins spurning um tíma hvenær einhver ýti á skothnappinn. Í greininni hvar sé öruggast að vera, skipaði fyrsta sætið neðanjarðarbyrgi, hvernig sem á nú að búa þar til frambúðar, og svo Ísland í öðru sæti. Greinarhöfundar lýsa Íslandi sem einangruðu landfræðilega og í alþjóða stjórnmálum með hlutleysi sínu. Því miður er þetta ekki rétt. Ísland er komið svo á bólakaf sem þátttakandi í styrjaldabrölti að rússneski sendiherrann hefur spurt hvort ráðamenn hér átti sig á því að vopnaflutningar með íslenskum flugvélum séu lögmæt skotmörk í þeirri styrjöld sem nú geisar í Úkraníu. Árið 2002 var ég handtekinn og færður á Litla Hraun fyrir að vekja athygli nákvæmlega á þessari staðreynd þegar stjórnvöld ráðgerðu að nota Íslenskar flugvélar undir herflutninga í stuðningi sínum við ólögmætt Írakstríð. Þá sendi Friður 2000 tölvupóst á viðkomandi flugfélög og vakti athygli á því að samkvæmt Genfar sáttmálanum um stríðsrekstur yrðu flugfélögin þá um leið orðin lögmæt skotmörk þeirra sem stríðið beinist gegn. Það sama á auðvitað við Íslenskt stríðsbrölt í dag. Ekki er nóg með að afvegaleiddir íslenskir ráðherrar sendi flugvélar með drápstól til stríðs, nú stefna þeir einnig á tugmilljarða uppbyggingu með nýjum hernaðarmannvirkjum á Íslandi, undir heitinu „evrópskt fælingaframtak bandaríska hersins”. Um er að ræða umsvifamikil hernaðarmannvirki eða fimmtu stærstu fjárfestingu bandaríska hersins á heimsvísu. Með þessu er verið að setja risavaxna skotskífu á Ísland og hættan á að kjarnorkusprengju verði beint að okkur eykst verulega. Forseti Úkraníu biður nú um fund með Rússlandsforseta til að reyna að leysa deiluna með samningum. Því miður virðist engan stuðning frá Íslandi að fá til þeirra aðgerða. Áhersla Íslendinga er á hernað. Það er sorglegt að forseti einu vopnlausu þjóðar NATO noti ekki sín tækifæri, áhrif og aðgengi að ráðamönnum til að greiða fyrir friðarviðræðum í stað þess að ausa yfir friðelskandi Íslendinga einhliða stríðsáróðri eins og hann gerði á RÚV í síðasta mánuði. Hversvegna ekki að skipta um gír til friðar? Rýna betur í sagnfræði um hvernig stríð leysast. Benda ungu óreyndu mömmunni sem situr við sama borð á Bessastöðum sem utanríkisráðherra á mikilvægi þess að knýja á um friðarviðræður á þessari hættustund. Því miður hefur þessi annars glæsilegi fulltrúi Íslands tekið að sér að skottast heimshorna á milli í vanhugsuðu hlutverki sínu sem sölumaður dauðans fyrir myrkaöflin sem ógna allri framtíð okkar. Eru Íslendingar eins og fíklar blindaðir af þeim 30 milljörðum sem kaninn vill “fjárfesta” í nýjum hernaðarmannvirkjum í útstöð á okkar afskekktu eyju mitt á milli Moskvu og Washington? Eftir slíka vímu á Íslenska þjóðin von á skelfilegum eftirköstum. Bakvið stundarbrjálæðið stendur hergagnaiðnaðurinn sem þrýstir á útþenslu NATO og vopnasölu til austurs. Ögmundur Jónasson segir í blaðagrein að Bandaríkjamenn segi enn þann dag í dag að réttlætanlegt hafi verið að varpa sprengjunum á Nagasaki og Hiroshima. Aðstæður hafi krafist þess. Og hann spyr: Gæti verið að í Moskvu sé nú hugsað eins? Það sé full ástæða til að óttast það og í því samhengi einnig dómgreindarleysi NATO. Hernaðarlega gæti Ísland orðið fyrir valinu sem fyrsta skotmarkið. Kjarnorkusprengja á herflugvöllinn í Keflavík og önnur á kafbátastöðina í Hvalfirði gætu orðið viðvörunarskotin til Bandaríkjanna með skilaboðum að stöðva útþenslu NATO. Vegna einangrunar landsins landfræðilega og fámennis gætu menn í brjálæði sínu litið á slíka hernaðaraðgerð sem takmarkað tjón í alþjóðlegu samhengi sem myndi um leið senda Bandaríkjunum sterk skilaboð um mátt Tsar sprengjunnar. Tjónið takmarkað við einangraða eyju í ballarhafi og aðeins nokkur hundruð þúsund hræður í stað þess að drepa milljónir. Það eru óraunhæfar væntingar af Íslendingum að halda að milljóna þjóðir munu leggja allt sitt í sölurnar til að svara í sömu mynt. Líklegast yrði samið um tafarlaust vopnahlé og friðarsamninga eins og gerðist í Japan eftir bandarísku kjarnorkusprengjurnar. Vandamálið fyrir Íslendinga í þessu samhengi er að þeir sem lifa af sprengjurnar munu fljótlega falla fyrir geislamengun sem leggst yfir Reykjavik hvernig sem vindátt stendur og útrýma mest allri Íslensku þjóðinni. Er þetta sú Rússneska rúletta sem við viljum nú spila? Það er til betri leið. Hér má lesa tillögur Friðar 2000 að friðsamlegri lausn stríðsins. Hér má lesa fyrri grein: Er mamma sölumaður dauðans. Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar