„Ég vil fá fullan Krika á fimmtudaginn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. apríl 2022 21:45 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga, var sáttur með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Vilhelm Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga, var eðlilega í himinlifandi eftir öruggan sigur sinna manna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Sigurinn tryggði liðinu oddaleik sem fram fer í Kaplakrika á fimmtudaginn kemur. „Mér líður mjög vel, ég get ekki neitað því. En vá, ég var ekki rólegur. En mér líður ógeðslega vel,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga eftir að liðið tryggði sér oddaleik gegn Selfyssingum í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. FH-ingar byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og komust fljótt í 5-0. Einar Örn Sindrason átti stóran þátt í góðum sóknarleik gestanna í upphafi leiks og Sigursteinn hrósaði honum, sem og öðrum leikmönnum liðsins „Ég er bara ótrúlega ánægður með framgang Einars og alls liðsins. Við töluðum um það að við vildum fá liðsframmistöðu og við fengum það svo sannarlega.“ Gestirnir frá Hafnarfirði fengu fullt af auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum í kvöld og Sigursteinn segir að það hafi verið einn af þeim þáttum sem liðið ætlaði að bæta á milli leikja. „Við vorum ekki ánægðir með það hvað við fengum út úr þeim þætti í seinasta leik og við töluðum mikið um það að við ætluðum að hlaupa og við gerðum það.“ Eitt af því sem skilaði öllum þessum hraðaupphlaupum var góður varnarleikur gestanna, en aðspurður að því hvort að FH-ingar væru með bestu vörn deildarinnar vildi Sigursteinn ekki taka of djúpt í árina. „Það er ykkar að vera með svona yfirlýsingar. Við erum bara ánægðir með okkar varnarleik og við vitum svo sannarlega hvað þeir geta. Ég er bara mjög ánægður með varnarleikinn í kvöld.“ „En mig langar að nýta tækifærið og þakka þessum FH-ingum sem mættu hérna á Selfoss í kvöld. Þeir voru stórkostlegir og gáfu Selfyssingum ekkert eftir og ég vil fá fullan Krika á fimmtudaginn. Þetta einvígi á það svo sannarlega skilið og þetta eru klassa áhorfendur hjá báðum liðum. Við viljum fullan Krika.“ Að lokum sagðist Sigursteinn ekki ætla að breyta út af vananum í undirbúningi fyrir oddaleikinn sem fram fer á fimmtudaginn í Kaplakrika. „Við undirbúum okkur bara á nákvæmlega sama hátt. Núna þurfum við bara að hugsa um líkamann, ná hausnum góðum og svo er bara ný orusta á fimmtudaginn og þá þurfum við bara að vera klárir. Við erum jafn mikið með bakið upp við vegg þá eins og í kvöld.“ Olís-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - FH 22-27 | FH-ingar tryggðu sér oddaleik FH-ingar tryggðu sér oddaleik á heimavelli með öruggum fimm marka sigri gegn Selfyssingum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 27-22. 25. apríl 2022 22:25 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
„Mér líður mjög vel, ég get ekki neitað því. En vá, ég var ekki rólegur. En mér líður ógeðslega vel,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga eftir að liðið tryggði sér oddaleik gegn Selfyssingum í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. FH-ingar byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og komust fljótt í 5-0. Einar Örn Sindrason átti stóran þátt í góðum sóknarleik gestanna í upphafi leiks og Sigursteinn hrósaði honum, sem og öðrum leikmönnum liðsins „Ég er bara ótrúlega ánægður með framgang Einars og alls liðsins. Við töluðum um það að við vildum fá liðsframmistöðu og við fengum það svo sannarlega.“ Gestirnir frá Hafnarfirði fengu fullt af auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum í kvöld og Sigursteinn segir að það hafi verið einn af þeim þáttum sem liðið ætlaði að bæta á milli leikja. „Við vorum ekki ánægðir með það hvað við fengum út úr þeim þætti í seinasta leik og við töluðum mikið um það að við ætluðum að hlaupa og við gerðum það.“ Eitt af því sem skilaði öllum þessum hraðaupphlaupum var góður varnarleikur gestanna, en aðspurður að því hvort að FH-ingar væru með bestu vörn deildarinnar vildi Sigursteinn ekki taka of djúpt í árina. „Það er ykkar að vera með svona yfirlýsingar. Við erum bara ánægðir með okkar varnarleik og við vitum svo sannarlega hvað þeir geta. Ég er bara mjög ánægður með varnarleikinn í kvöld.“ „En mig langar að nýta tækifærið og þakka þessum FH-ingum sem mættu hérna á Selfoss í kvöld. Þeir voru stórkostlegir og gáfu Selfyssingum ekkert eftir og ég vil fá fullan Krika á fimmtudaginn. Þetta einvígi á það svo sannarlega skilið og þetta eru klassa áhorfendur hjá báðum liðum. Við viljum fullan Krika.“ Að lokum sagðist Sigursteinn ekki ætla að breyta út af vananum í undirbúningi fyrir oddaleikinn sem fram fer á fimmtudaginn í Kaplakrika. „Við undirbúum okkur bara á nákvæmlega sama hátt. Núna þurfum við bara að hugsa um líkamann, ná hausnum góðum og svo er bara ný orusta á fimmtudaginn og þá þurfum við bara að vera klárir. Við erum jafn mikið með bakið upp við vegg þá eins og í kvöld.“
Olís-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - FH 22-27 | FH-ingar tryggðu sér oddaleik FH-ingar tryggðu sér oddaleik á heimavelli með öruggum fimm marka sigri gegn Selfyssingum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 27-22. 25. apríl 2022 22:25 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - FH 22-27 | FH-ingar tryggðu sér oddaleik FH-ingar tryggðu sér oddaleik á heimavelli með öruggum fimm marka sigri gegn Selfyssingum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 27-22. 25. apríl 2022 22:25