Lewis Hamilton búinn að gefast upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2022 08:01 Það eru bara búnar 4 keppnir af 23 en Lewis Hamilton er búinn að gefa frá sér heimsmeistaratitilinn. AP/Kamran Jebreili Lewis Hamilton var hársbreidd frá því að vinna fimmta heimsmeistaratitilinn í röð í formúlu eitt á síðasta tímabili en eftir alla þessa sigurgöngu eru hlutirnir ekki að ganga upp hjá breska ökukappanum á nýju tímabili. Hamilton hefur byrjað svo illa að hann er þegar búinn að gefa upp vonina að vinna sinn áttunda heimsmeistaratitil á ferlinum á þessu ári þrátt fyrir aðeins sé búnar fjórar keppnir af 23 á tímabilinu. „Ég er dottinn út úr keppninni um heimsmeistaratitilinn. Það er pottþétt. Engin spurning um það,“ sagði Lewis Hamilton eftir erfiðan dag á Imola-brautinni. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Það er ljóst að öllu að hann er búinn að afskrifa Mercedes-bílinn sinn í baráttunni því nóg af stigum er enn í pottinum enda nítján keppnir eftir. Hamilton er eins og er í sjöunda sæti í keppni ökumanna en hann endaði í þrettánda sæti í keppninni á Ítalíu um helgina. Hamilton er með 28 stig sem eru 58 stigum færra en Charles Leclerc hjá Ferrari sem er í forystu. Heimsmeistari síðasta tímabils, Max Verstappen, er 27 stigum frá toppnum en 31 stigi á undan Hamilton. Lewis náði þriðja sæti í fyrstu keppninni en hefur síðan ekki komist á pall og hefur aðeins fengið þrettán stig í síðustu þremur keppnum þar sem hann endaði í tíunda sæti, fjórða sæti og þrettánda sæti. Formúla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Hamilton hefur byrjað svo illa að hann er þegar búinn að gefa upp vonina að vinna sinn áttunda heimsmeistaratitil á ferlinum á þessu ári þrátt fyrir aðeins sé búnar fjórar keppnir af 23 á tímabilinu. „Ég er dottinn út úr keppninni um heimsmeistaratitilinn. Það er pottþétt. Engin spurning um það,“ sagði Lewis Hamilton eftir erfiðan dag á Imola-brautinni. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Það er ljóst að öllu að hann er búinn að afskrifa Mercedes-bílinn sinn í baráttunni því nóg af stigum er enn í pottinum enda nítján keppnir eftir. Hamilton er eins og er í sjöunda sæti í keppni ökumanna en hann endaði í þrettánda sæti í keppninni á Ítalíu um helgina. Hamilton er með 28 stig sem eru 58 stigum færra en Charles Leclerc hjá Ferrari sem er í forystu. Heimsmeistari síðasta tímabils, Max Verstappen, er 27 stigum frá toppnum en 31 stigi á undan Hamilton. Lewis náði þriðja sæti í fyrstu keppninni en hefur síðan ekki komist á pall og hefur aðeins fengið þrettán stig í síðustu þremur keppnum þar sem hann endaði í tíunda sæti, fjórða sæti og þrettánda sæti.
Formúla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira