Ríkinu gert að greiða sex milljónir í skaðabætur vegna ferðagjafarinnar Eiður Þór Árnason skrifar 26. apríl 2022 14:29 Smáforrit Yay sem notað var til að nýta ferðagjöfina. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið var á dögunum dæmt til að greiða Sigurjóni Erni Kárasyni og Steinari Atla Skarphéðinssyni hvorum um sig 3.087.600 krónur í skaðabætur, auk vaxta og dráttarvaxta fyrir að hafa ekki efnt til útboðs á tæknilegri útfærslu fyrir ferðagjöf stjórnvalda. Þá var ríkið dæmt til að greiða hvorum þeirra 400 þúsund krónur í málskostnað. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20. apríl síðastliðinn og komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki stutt það viðhlítandi rökum hvers vegna lög um opinber innkaup hafi ekki átt við þau innkaup sem málið snýst um. Stafrænt Ísland kallaði eftir tilboðum frá fjórum aðilum og gekk að lokum til samninga við fyrirtækið Yay ehf. Einnig var óskað eftir tilboðum frá Meniga, Landsbankanum og Renova, sem var vinnuheiti á nýju fyrirtæki Sigurjóns og Steinars. Í tilboði Yay fólst kostnaður sem nam fjögurra milljóna þróunarkostnaði auk virðisaukaskatts og rekstrarkostnaður upp á tólf til átján milljónir króna miðað við 1,5% þóknun af innleystri ferðagjöf. Fólst því í tilboðinu kostnaður að lágmarki sextán milljónir króna, sem er yfir þeim viðmiðunarmörkum sem mælt er fyrir um í lögum um opinber innkaup að falli undir útboðsskyldu en þar er miðað við 15,5 milljónir króna. Ríkið hélt því hins vegar fram að í tilboði Yay hafi bara falist heildarkostnaður að fjárhæð 15.250.000 króna og þar af væru 11.250.000 krónur rekstrarkostnaður. Samsvarar það því að aðeins 50% ferðagjafa yrðu nýttar. Fleiri nýttu ferðagjöfina en framkvæmdastjórinn gerði ráð fyrir Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands sem hafði umsjón með verkefninu, sagði í framburði sínum fyrir dómi að hann hefði sjálfur talið að aðeins 50% til 60% ferðagjafa myndu ganga út og byggt á því þann útreikning að kaupin væru undir útboðsskyldri fjárhæð. Þegar uppi var staðið nýttu fleiri ferðagjöfina en það og Yay á samkvæmt samningi að hafa fengið greiddar 15.180.000 krónur í rekstrarkostnað frá ríkinu, en ekki 11.250.000 krónur. Við það bættist áðurnefndur fjögurra milljóna króna þróunarkostnaður auk virðisaukaskatts og var heildarupphæðin því að endingu yfir viðmiðunarmörkum fyrir útboðsskyldu. Að mati héraðsdóms færðu stjórnvöld engin efnisleg rök fyrir því að ætluð fjárhæð rekstrarkostnaðar skyldi miðast við mun minni nýtingu á ferðagjöfinni en tilboðsgjafinn Yay gerði ráð fyrri í tilboði sínu og raunin varð. Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands.Vísir/Egill Möguleikar þeirra hafi verið betri ef efnt hafði verði til útboðs Framkvæmdastjóri Stafræns Íslands bar fyrir dómi að lausn stefnenda hefði uppfyllt öll tæknileg skilyrði. Að því leyti hafi lausnin átt raunhæfa möguleika á að vera valin af kaupanda. Af hálfu stefnenda hefur verið bent á atriði sem ranglega voru eignuð þeim í kynningu á samanburði á tilboðum með því að kynna lausn þeirra með tilboði Landsbankans og gátu haft neikvæð áhrif á afstöðu stjórnvalda til tilboðs þeirra. Að öllu virtu telur héraðsdómur að raunhæfir möguleikar Sigurjóns og Steinars til að verða valdir hafi skerst við þau brot á lögum um opinber innkaup að efna ekki til útboðs og gæta ekki að jafnræði í meðförum tilboða. Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20. apríl síðastliðinn og komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki stutt það viðhlítandi rökum hvers vegna lög um opinber innkaup hafi ekki átt við þau innkaup sem málið snýst um. Stafrænt Ísland kallaði eftir tilboðum frá fjórum aðilum og gekk að lokum til samninga við fyrirtækið Yay ehf. Einnig var óskað eftir tilboðum frá Meniga, Landsbankanum og Renova, sem var vinnuheiti á nýju fyrirtæki Sigurjóns og Steinars. Í tilboði Yay fólst kostnaður sem nam fjögurra milljóna þróunarkostnaði auk virðisaukaskatts og rekstrarkostnaður upp á tólf til átján milljónir króna miðað við 1,5% þóknun af innleystri ferðagjöf. Fólst því í tilboðinu kostnaður að lágmarki sextán milljónir króna, sem er yfir þeim viðmiðunarmörkum sem mælt er fyrir um í lögum um opinber innkaup að falli undir útboðsskyldu en þar er miðað við 15,5 milljónir króna. Ríkið hélt því hins vegar fram að í tilboði Yay hafi bara falist heildarkostnaður að fjárhæð 15.250.000 króna og þar af væru 11.250.000 krónur rekstrarkostnaður. Samsvarar það því að aðeins 50% ferðagjafa yrðu nýttar. Fleiri nýttu ferðagjöfina en framkvæmdastjórinn gerði ráð fyrir Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands sem hafði umsjón með verkefninu, sagði í framburði sínum fyrir dómi að hann hefði sjálfur talið að aðeins 50% til 60% ferðagjafa myndu ganga út og byggt á því þann útreikning að kaupin væru undir útboðsskyldri fjárhæð. Þegar uppi var staðið nýttu fleiri ferðagjöfina en það og Yay á samkvæmt samningi að hafa fengið greiddar 15.180.000 krónur í rekstrarkostnað frá ríkinu, en ekki 11.250.000 krónur. Við það bættist áðurnefndur fjögurra milljóna króna þróunarkostnaður auk virðisaukaskatts og var heildarupphæðin því að endingu yfir viðmiðunarmörkum fyrir útboðsskyldu. Að mati héraðsdóms færðu stjórnvöld engin efnisleg rök fyrir því að ætluð fjárhæð rekstrarkostnaðar skyldi miðast við mun minni nýtingu á ferðagjöfinni en tilboðsgjafinn Yay gerði ráð fyrri í tilboði sínu og raunin varð. Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands.Vísir/Egill Möguleikar þeirra hafi verið betri ef efnt hafði verði til útboðs Framkvæmdastjóri Stafræns Íslands bar fyrir dómi að lausn stefnenda hefði uppfyllt öll tæknileg skilyrði. Að því leyti hafi lausnin átt raunhæfa möguleika á að vera valin af kaupanda. Af hálfu stefnenda hefur verið bent á atriði sem ranglega voru eignuð þeim í kynningu á samanburði á tilboðum með því að kynna lausn þeirra með tilboði Landsbankans og gátu haft neikvæð áhrif á afstöðu stjórnvalda til tilboðs þeirra. Að öllu virtu telur héraðsdómur að raunhæfir möguleikar Sigurjóns og Steinars til að verða valdir hafi skerst við þau brot á lögum um opinber innkaup að efna ekki til útboðs og gæta ekki að jafnræði í meðförum tilboða.
Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira