Ríkinu gert að greiða sex milljónir í skaðabætur vegna ferðagjafarinnar Eiður Þór Árnason skrifar 26. apríl 2022 14:29 Smáforrit Yay sem notað var til að nýta ferðagjöfina. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið var á dögunum dæmt til að greiða Sigurjóni Erni Kárasyni og Steinari Atla Skarphéðinssyni hvorum um sig 3.087.600 krónur í skaðabætur, auk vaxta og dráttarvaxta fyrir að hafa ekki efnt til útboðs á tæknilegri útfærslu fyrir ferðagjöf stjórnvalda. Þá var ríkið dæmt til að greiða hvorum þeirra 400 þúsund krónur í málskostnað. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20. apríl síðastliðinn og komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki stutt það viðhlítandi rökum hvers vegna lög um opinber innkaup hafi ekki átt við þau innkaup sem málið snýst um. Stafrænt Ísland kallaði eftir tilboðum frá fjórum aðilum og gekk að lokum til samninga við fyrirtækið Yay ehf. Einnig var óskað eftir tilboðum frá Meniga, Landsbankanum og Renova, sem var vinnuheiti á nýju fyrirtæki Sigurjóns og Steinars. Í tilboði Yay fólst kostnaður sem nam fjögurra milljóna þróunarkostnaði auk virðisaukaskatts og rekstrarkostnaður upp á tólf til átján milljónir króna miðað við 1,5% þóknun af innleystri ferðagjöf. Fólst því í tilboðinu kostnaður að lágmarki sextán milljónir króna, sem er yfir þeim viðmiðunarmörkum sem mælt er fyrir um í lögum um opinber innkaup að falli undir útboðsskyldu en þar er miðað við 15,5 milljónir króna. Ríkið hélt því hins vegar fram að í tilboði Yay hafi bara falist heildarkostnaður að fjárhæð 15.250.000 króna og þar af væru 11.250.000 krónur rekstrarkostnaður. Samsvarar það því að aðeins 50% ferðagjafa yrðu nýttar. Fleiri nýttu ferðagjöfina en framkvæmdastjórinn gerði ráð fyrir Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands sem hafði umsjón með verkefninu, sagði í framburði sínum fyrir dómi að hann hefði sjálfur talið að aðeins 50% til 60% ferðagjafa myndu ganga út og byggt á því þann útreikning að kaupin væru undir útboðsskyldri fjárhæð. Þegar uppi var staðið nýttu fleiri ferðagjöfina en það og Yay á samkvæmt samningi að hafa fengið greiddar 15.180.000 krónur í rekstrarkostnað frá ríkinu, en ekki 11.250.000 krónur. Við það bættist áðurnefndur fjögurra milljóna króna þróunarkostnaður auk virðisaukaskatts og var heildarupphæðin því að endingu yfir viðmiðunarmörkum fyrir útboðsskyldu. Að mati héraðsdóms færðu stjórnvöld engin efnisleg rök fyrir því að ætluð fjárhæð rekstrarkostnaðar skyldi miðast við mun minni nýtingu á ferðagjöfinni en tilboðsgjafinn Yay gerði ráð fyrri í tilboði sínu og raunin varð. Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands.Vísir/Egill Möguleikar þeirra hafi verið betri ef efnt hafði verði til útboðs Framkvæmdastjóri Stafræns Íslands bar fyrir dómi að lausn stefnenda hefði uppfyllt öll tæknileg skilyrði. Að því leyti hafi lausnin átt raunhæfa möguleika á að vera valin af kaupanda. Af hálfu stefnenda hefur verið bent á atriði sem ranglega voru eignuð þeim í kynningu á samanburði á tilboðum með því að kynna lausn þeirra með tilboði Landsbankans og gátu haft neikvæð áhrif á afstöðu stjórnvalda til tilboðs þeirra. Að öllu virtu telur héraðsdómur að raunhæfir möguleikar Sigurjóns og Steinars til að verða valdir hafi skerst við þau brot á lögum um opinber innkaup að efna ekki til útboðs og gæta ekki að jafnræði í meðförum tilboða. Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20. apríl síðastliðinn og komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki stutt það viðhlítandi rökum hvers vegna lög um opinber innkaup hafi ekki átt við þau innkaup sem málið snýst um. Stafrænt Ísland kallaði eftir tilboðum frá fjórum aðilum og gekk að lokum til samninga við fyrirtækið Yay ehf. Einnig var óskað eftir tilboðum frá Meniga, Landsbankanum og Renova, sem var vinnuheiti á nýju fyrirtæki Sigurjóns og Steinars. Í tilboði Yay fólst kostnaður sem nam fjögurra milljóna þróunarkostnaði auk virðisaukaskatts og rekstrarkostnaður upp á tólf til átján milljónir króna miðað við 1,5% þóknun af innleystri ferðagjöf. Fólst því í tilboðinu kostnaður að lágmarki sextán milljónir króna, sem er yfir þeim viðmiðunarmörkum sem mælt er fyrir um í lögum um opinber innkaup að falli undir útboðsskyldu en þar er miðað við 15,5 milljónir króna. Ríkið hélt því hins vegar fram að í tilboði Yay hafi bara falist heildarkostnaður að fjárhæð 15.250.000 króna og þar af væru 11.250.000 krónur rekstrarkostnaður. Samsvarar það því að aðeins 50% ferðagjafa yrðu nýttar. Fleiri nýttu ferðagjöfina en framkvæmdastjórinn gerði ráð fyrir Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands sem hafði umsjón með verkefninu, sagði í framburði sínum fyrir dómi að hann hefði sjálfur talið að aðeins 50% til 60% ferðagjafa myndu ganga út og byggt á því þann útreikning að kaupin væru undir útboðsskyldri fjárhæð. Þegar uppi var staðið nýttu fleiri ferðagjöfina en það og Yay á samkvæmt samningi að hafa fengið greiddar 15.180.000 krónur í rekstrarkostnað frá ríkinu, en ekki 11.250.000 krónur. Við það bættist áðurnefndur fjögurra milljóna króna þróunarkostnaður auk virðisaukaskatts og var heildarupphæðin því að endingu yfir viðmiðunarmörkum fyrir útboðsskyldu. Að mati héraðsdóms færðu stjórnvöld engin efnisleg rök fyrir því að ætluð fjárhæð rekstrarkostnaðar skyldi miðast við mun minni nýtingu á ferðagjöfinni en tilboðsgjafinn Yay gerði ráð fyrri í tilboði sínu og raunin varð. Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands.Vísir/Egill Möguleikar þeirra hafi verið betri ef efnt hafði verði til útboðs Framkvæmdastjóri Stafræns Íslands bar fyrir dómi að lausn stefnenda hefði uppfyllt öll tæknileg skilyrði. Að því leyti hafi lausnin átt raunhæfa möguleika á að vera valin af kaupanda. Af hálfu stefnenda hefur verið bent á atriði sem ranglega voru eignuð þeim í kynningu á samanburði á tilboðum með því að kynna lausn þeirra með tilboði Landsbankans og gátu haft neikvæð áhrif á afstöðu stjórnvalda til tilboðs þeirra. Að öllu virtu telur héraðsdómur að raunhæfir möguleikar Sigurjóns og Steinars til að verða valdir hafi skerst við þau brot á lögum um opinber innkaup að efna ekki til útboðs og gæta ekki að jafnræði í meðförum tilboða.
Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira