Hart tekist á um húsnæðis- og velferðarmál í Hafnarfirði Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2022 19:31 Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði var í Pallborðinu ásamt Guðmundi Árna Stefánssyni oddvita Samfylkingarinnar í bænum og Sigurði Þ. Ragnarssyni oddvita Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Hart var tekist á um húsnæðis- og velferðarmál þegar fulltrúar þriggja flokka í Hafnarfirði mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Oddviti Samfylkingarinnar er sannfærður um að flokknum takist að tvöfalda fylgi sitt og mynda meirihluta í bænum eftir kosningar. Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar sagði nánast ekkert hafa gerst í húsnæðismálum á átta ára valdatíma Sjálfstæðisflokksins í bænum. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri sagði það hins vegar af og frá, nú væru til að mynda þúsund íbúðir í byggingu. Guðmundur Árni greip þá tölu á lofti. „Þúsund? Ég hef ekki talið þær. Þau eru aðallega í því að telja kranana. Ég held að það séu fimmtán kranar í bænum. Þetta er korteri fyrir kosningar," sagði Guðmundur Árni. „Korteri fyrir kosningar. Það er búið að vera að flytja inn í þessar íbúðir á undanförnum mánuðum á fullu. Við vitum það. Þess vegna er íbúum að fjölga hratt aftur. það sýna bara tölurnar," sagði Rósa. Sigurður Þ. Ragnarsson oddviti Miðflokksins tók undir þá gagnrýni að lítið hefði gerst í húsnæðismálum á undanförnum árum. Allt of lengi hafi verið beðið eftir því að Landsnet flytti raflínur þannig að hægt væri að byggja í einu hverfi bæjarins. Rósa sagði að tekist hefði að vinna á gífurlegum skuldavanda bæjarins sem hefði þá stefnu að framkvæma fyrir eigið fé. Sigurður sagði það hins vegar í algerri andstöðu við þessa stefnu að söluverðmæti á hlut Hafnarfjarðarbæjar hefði horfið inn í hítina og farið í að greiða laun en ekki til framkvæmda. Grafík/Kristján Jónsson Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði hefur verið mjög stöðugt í undanförnum þremur bæjarstjórnarkosningum. Flokkurinn fékk fimm bæjarfulltrúa af ellefu í kosningunum 2018, 2014 og 2010 en var með þrjá fulltrúa í kosningunum 2006. Fylgi Samfylkingarinnar hefur hins vegar minnkað allt frá kosningunum 2006 þegar flokkurinn fékk sjö fulltrúa og hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Flokkurinn fékk síðan fimm fulltrúa í kosningunum 2010, þrjá í kosningunum 2014 og tvo í síðustu kosningum árið 2018. Flokkum í framboði hefur fjölgað á sama tíma. Núverandi meirihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er myndaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Eftir kosningarnar 2014 myndaði Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar meirihluta með Bjartri framtíð. Umræðurnar voru mjög fjörugar á köflum en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í klippunni hér fyrir neðan. Pallborðið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hart tekist á í Pallborðinu: „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt“ „Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að,“ segir oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Bæjarstjórinn segir uppbyggingu í bænum svo mikla að hann sé í daglegu tali kallaður Kranafjörður. 26. apríl 2022 15:40 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar sagði nánast ekkert hafa gerst í húsnæðismálum á átta ára valdatíma Sjálfstæðisflokksins í bænum. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri sagði það hins vegar af og frá, nú væru til að mynda þúsund íbúðir í byggingu. Guðmundur Árni greip þá tölu á lofti. „Þúsund? Ég hef ekki talið þær. Þau eru aðallega í því að telja kranana. Ég held að það séu fimmtán kranar í bænum. Þetta er korteri fyrir kosningar," sagði Guðmundur Árni. „Korteri fyrir kosningar. Það er búið að vera að flytja inn í þessar íbúðir á undanförnum mánuðum á fullu. Við vitum það. Þess vegna er íbúum að fjölga hratt aftur. það sýna bara tölurnar," sagði Rósa. Sigurður Þ. Ragnarsson oddviti Miðflokksins tók undir þá gagnrýni að lítið hefði gerst í húsnæðismálum á undanförnum árum. Allt of lengi hafi verið beðið eftir því að Landsnet flytti raflínur þannig að hægt væri að byggja í einu hverfi bæjarins. Rósa sagði að tekist hefði að vinna á gífurlegum skuldavanda bæjarins sem hefði þá stefnu að framkvæma fyrir eigið fé. Sigurður sagði það hins vegar í algerri andstöðu við þessa stefnu að söluverðmæti á hlut Hafnarfjarðarbæjar hefði horfið inn í hítina og farið í að greiða laun en ekki til framkvæmda. Grafík/Kristján Jónsson Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði hefur verið mjög stöðugt í undanförnum þremur bæjarstjórnarkosningum. Flokkurinn fékk fimm bæjarfulltrúa af ellefu í kosningunum 2018, 2014 og 2010 en var með þrjá fulltrúa í kosningunum 2006. Fylgi Samfylkingarinnar hefur hins vegar minnkað allt frá kosningunum 2006 þegar flokkurinn fékk sjö fulltrúa og hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Flokkurinn fékk síðan fimm fulltrúa í kosningunum 2010, þrjá í kosningunum 2014 og tvo í síðustu kosningum árið 2018. Flokkum í framboði hefur fjölgað á sama tíma. Núverandi meirihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er myndaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Eftir kosningarnar 2014 myndaði Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar meirihluta með Bjartri framtíð. Umræðurnar voru mjög fjörugar á köflum en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í klippunni hér fyrir neðan.
Pallborðið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hart tekist á í Pallborðinu: „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt“ „Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að,“ segir oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Bæjarstjórinn segir uppbyggingu í bænum svo mikla að hann sé í daglegu tali kallaður Kranafjörður. 26. apríl 2022 15:40 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Hart tekist á í Pallborðinu: „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt“ „Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að,“ segir oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Bæjarstjórinn segir uppbyggingu í bænum svo mikla að hann sé í daglegu tali kallaður Kranafjörður. 26. apríl 2022 15:40