Bein útsending: Fulltrúar Bankasýslunnar svara fyrir söluna á Íslandsbanka Eiður Þór Árnason skrifar 27. apríl 2022 08:31 Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar og Jón Gunnar Jónsson forstjóri á fundinum. vísir/arnar Fjárlaganefnd Alþingis heldur opinn fund í dag um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Fundurinn hefst klukkan 9 og stendur til 11. Til fundarins koma fulltrúar Bankasýslunnar, þeir Jón Gunnar Jónsson forstjóri og Lárus Blöndal stjórnarformaður. Fundurinn verður opinn almenningi meðan húsrúm leyfir og hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum hér fyrir neðan. Upphaflega átti að halda fundinn á mánudag en á seint á sunnudag var tilkynnt að honum yrði frestað, fulltrúum stjórnarandstöðunnar til mikillar óánægju. Fram hefur komið að Bankasýslan hafi óskað eftir aukafresti svo hún gæti klárað minnisblað sem fjárlaganefnd hafði óskað eftir. Bankasýslan birti minnisblaðið í gær en þar kemur meðal annars fram að fjöldi lágra áskrifta í útboðinu á 22,5 prósent hlut ríkisins á Íslandsbanka hafi komið stofnuninni á óvart. Hvergi hafi þó komið fram hugmyndir um að setja viðmið um lágmarksupphæð við stjórnsýslulega- og þinglega meðferð í aðdraganda útboðsins. Stofnunin telur að almennt hafi útboðið tekist vel, en betur hafi mátt kynna fyrir sölufyrirkomulagið fyrir almenningi. Órökrétt að tala um „litla fjárfesta“ Hluti af gagnrýninni á framkvæmd útboðsins á hlutum ríkisins í Íslandsbanka snýr að þátttöku fjárfesta sem keyptu fyrir tiltölulega lágar fjárhæðir. Þannig tóku 22 aðilar þátt í útboðinu fyrir minna en tíu milljónir, allt niður í rúmlega eina milljón króna. Í minnisblaði Bankasýslunnar segir að órökrétt sé að tala um „litla fjárfesta“ því að útboðinu hafi verið beint að hæfum fjárfestum og öðrum ekki. Þá kemur fram að Bankasýslan og mögulegir söluráðgjafar hafi framkvæmt frummat á markaðssaðstæðum í aðdraganda útboðsins og fengið nokka góða mynd af áhuga stærri aðila. Að auki var þess vænst að einkafjárfestar myndu hafa huga á að taka þátt. Ekki hafi verið sett nein lágmarksfjárhæð á tilboð í útboðinu. Ekkert hafi komið fram um að slíkt væri æskilegt í stjórnsýslulegri umfjöllun málsins hjá ríkisstjórn eða í kynningum Bankasýslunnar fyrir þingnefndum. Í minnisblaðinu segir stofnunin að hún telji að útboðið hafi almennt tekist vel út frá fjárhagslegum markmiðum. Framkvæmd þess hafi verið í fullu samræmi við lýsingu stofnunarinnar um sölu með tilboðsfyrirkomulagi. Einnig hafi það verið í samræmi við þær upplýsingar sem stofnunin kynnti fyrir fjárlaganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd. Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Fjöldi lágra fjárhæða í útboðinu kom Bankasýslunni á óvart Fjöldi lágra áskrifta í útboðinu á 22,5 prósent hlut ríkisins á Íslandsbanka kom Bankasýslu ríkisins á óvart. Hvergi hafi þó komið fram hugmyndir um að setja viðmið um lágmarksupphæð við stjórnsýslulega- og þinglega meðferð í aðdraganda útboðsins. Stofnunin telur að almennt hafi útboðið tekist vel, en betur hafi mátt kynna fyrir sölufyrirkomulagið fyrir almenningi. 26. apríl 2022 21:53 „Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. 26. apríl 2022 22:00 Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Til fundarins koma fulltrúar Bankasýslunnar, þeir Jón Gunnar Jónsson forstjóri og Lárus Blöndal stjórnarformaður. Fundurinn verður opinn almenningi meðan húsrúm leyfir og hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum hér fyrir neðan. Upphaflega átti að halda fundinn á mánudag en á seint á sunnudag var tilkynnt að honum yrði frestað, fulltrúum stjórnarandstöðunnar til mikillar óánægju. Fram hefur komið að Bankasýslan hafi óskað eftir aukafresti svo hún gæti klárað minnisblað sem fjárlaganefnd hafði óskað eftir. Bankasýslan birti minnisblaðið í gær en þar kemur meðal annars fram að fjöldi lágra áskrifta í útboðinu á 22,5 prósent hlut ríkisins á Íslandsbanka hafi komið stofnuninni á óvart. Hvergi hafi þó komið fram hugmyndir um að setja viðmið um lágmarksupphæð við stjórnsýslulega- og þinglega meðferð í aðdraganda útboðsins. Stofnunin telur að almennt hafi útboðið tekist vel, en betur hafi mátt kynna fyrir sölufyrirkomulagið fyrir almenningi. Órökrétt að tala um „litla fjárfesta“ Hluti af gagnrýninni á framkvæmd útboðsins á hlutum ríkisins í Íslandsbanka snýr að þátttöku fjárfesta sem keyptu fyrir tiltölulega lágar fjárhæðir. Þannig tóku 22 aðilar þátt í útboðinu fyrir minna en tíu milljónir, allt niður í rúmlega eina milljón króna. Í minnisblaði Bankasýslunnar segir að órökrétt sé að tala um „litla fjárfesta“ því að útboðinu hafi verið beint að hæfum fjárfestum og öðrum ekki. Þá kemur fram að Bankasýslan og mögulegir söluráðgjafar hafi framkvæmt frummat á markaðssaðstæðum í aðdraganda útboðsins og fengið nokka góða mynd af áhuga stærri aðila. Að auki var þess vænst að einkafjárfestar myndu hafa huga á að taka þátt. Ekki hafi verið sett nein lágmarksfjárhæð á tilboð í útboðinu. Ekkert hafi komið fram um að slíkt væri æskilegt í stjórnsýslulegri umfjöllun málsins hjá ríkisstjórn eða í kynningum Bankasýslunnar fyrir þingnefndum. Í minnisblaðinu segir stofnunin að hún telji að útboðið hafi almennt tekist vel út frá fjárhagslegum markmiðum. Framkvæmd þess hafi verið í fullu samræmi við lýsingu stofnunarinnar um sölu með tilboðsfyrirkomulagi. Einnig hafi það verið í samræmi við þær upplýsingar sem stofnunin kynnti fyrir fjárlaganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Fjöldi lágra fjárhæða í útboðinu kom Bankasýslunni á óvart Fjöldi lágra áskrifta í útboðinu á 22,5 prósent hlut ríkisins á Íslandsbanka kom Bankasýslu ríkisins á óvart. Hvergi hafi þó komið fram hugmyndir um að setja viðmið um lágmarksupphæð við stjórnsýslulega- og þinglega meðferð í aðdraganda útboðsins. Stofnunin telur að almennt hafi útboðið tekist vel, en betur hafi mátt kynna fyrir sölufyrirkomulagið fyrir almenningi. 26. apríl 2022 21:53 „Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. 26. apríl 2022 22:00 Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Fjöldi lágra fjárhæða í útboðinu kom Bankasýslunni á óvart Fjöldi lágra áskrifta í útboðinu á 22,5 prósent hlut ríkisins á Íslandsbanka kom Bankasýslu ríkisins á óvart. Hvergi hafi þó komið fram hugmyndir um að setja viðmið um lágmarksupphæð við stjórnsýslulega- og þinglega meðferð í aðdraganda útboðsins. Stofnunin telur að almennt hafi útboðið tekist vel, en betur hafi mátt kynna fyrir sölufyrirkomulagið fyrir almenningi. 26. apríl 2022 21:53
„Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. 26. apríl 2022 22:00
Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37