Biðst afsökunar á að hafa ekki upplýst almenning Snorri Másson skrifar 27. apríl 2022 20:01 Lárus og Jón Gunnar á fundi nefndarinnar í morgun. Vísir/ArnarHalldórs Stjórnarformaður Bankasýslunnar biðst afsökunar á þeim mistökum að hafa ekki kynnt mun betur fyrir almenningi fyrirkomulag sölu á Íslandsbanka. Hann segir ekki laust við að verið sé að koma ábyrgðinni á því sem misfórst yfir á Bankasýsluna. Forstjóri og stjórnarformaður Bankasýslunnar mættu fyrir fjárlaganefnd Alþingis í morgun eftir að fundinum hafði einu sinni verið frestað. Þingmenn mættu sannarlega tilbúnir. Lárus Blöndal stjórnarformaður sagði, þegar hann sat undir spurningum Björns Leví Gunnarssonar Pírata, að þetta væri orðin „skrýtin yfirheyrsla“, enda hafði honum verið gert að svara já eða nei við tugum spurninga. Í samtali við fréttastofu sagði Lárus: „Þetta eru náttúrulega merkilegir fundir, sérstaklega þegar þeir eru í beinni útsendingu. Og mér fannst þetta nú kannski ekki það sem ég átti von á. Þegar maður er farinn að fá já og nei spurningar í tugatali er það náttúrulega svolítið skrýtin aðferðafræði til að eiga samskipti.“ Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, ítrekaði ánægju sína með fjárhagslega niðurstöðu útboðsins. En 83% eru óánægð, hvað veldur þessu misræmi í ykkar ánægju og almennings? „Ég held að við horfum aðallega til fjárhagslegrar niðurstöðu útboðsins. Það voru kannski engar skoðanakannanir gerðar um fjárhagslegar niðurstöður útboðsins og eitthvað svoleiðis. En það hefur átt sér stað umræða í þjóðfélaginu, meðal annars á grundvelli ýmissa atriða,sem síðar komu í ljós, eins og mögulegra hagsmunaárekstra og svo framvegis. Og það hefur kannski dálítið mótað umræðuna,“ sagði Jón Gunnar. Samkvæmt könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið er ríkisstjórnin fallin. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sögulega lágt fylgi, 17,9%. Stjórnarandstaðan hefur sakað stjórnarliða um að varpa ábyrgð á bankasölunni yfir á Bankasýsluna, þegar endanlega ábyrgð sé fjármálaráðherra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði að Bankasýslan hafi á fundinum lýst því mjög greinilega að hafa verið í náinni samvinnu við fjármálaráðuneytið allan tímann, ekki síst á söludaginn sjálfan. „Þeir voru líka mjög skýrir um það að þeir hefðu í einu og öllu framfylgt ákvörðunum sem fjármálaráðherrann tók um það hvernig þetta ferli ætti að vera,“ sagði Þorbjörg. Alveg í samræmi við upplegg stjórnmálanna Lárus Blöndal segir það daprar fréttir að óánægja sé á meðal almennings með niðurstöðu útboðsins. Lárus Blöndal er stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins.Vísir/Arnar „Ég er allavega þeirrar skoðunar að þetta verkefni hafi verið framkvæmt algerlega í samræmi við það upplegg sem við vorum með og hafði farið í gegnum nefndir þingsins, Seðlabankann og auðvitað í gegnum ráðherranefnd og síðan náttúrulega með samþykki ráðherra. Ég tel að við höfum fylgt því mjög nákvæmlega og þetta varði í raun aðra þætti en þá framkvæmd, ef menn eru ósáttir. En það smitar inn í þessa umræðu að það eru þarna einstaklingar og fyrirtæki sem eru eigendur sem tengdust fjármálakerfinu fyrir hrun og það setur marga í uppnám augljóslega en við því getum við augljóslega ekkert gert af því að það eru ekki lagaheimildir til að útiloka fólk á grundvelli slíkrar sögu,“ segir Lárus. Spurður hvort honum líði eins og verið sé að reyna að varpa ábyrgðinni á Bankasýsluna, segir Lárus Blöndal: „Það er allavega í orði ekki sagt af hálfu fjármálaráðherra. En hins vegar er sagt að menn vilji skoða breytingar á umhverfinu þannig að þetta sé fært nær ráðherra og mögulega þinginu. Ég er ekkert viss um að það sé rétt leið, og raunar alls ekki, af því að bankasýsluaðferðin er sú aðferð sem hefur verið notuð í nágrannalöndum okkar við sambærilegar aðstæður, með þessa armslengdarfjarlægð.“ En líður þér eins og verið sé að reyna að koma einhverju á ykkur? „Ja, það er ekki alveg laust við það, getum við sagt alla vega.“ Viljið þið eitthvað biðjast afsökunar á einhverju til íslensku þjóðarinnar? „Ekki nema þá því að það hafi verið mistök af okkar hálfu, ekki aðeins okkar kannski heldur líka ríkisins og mögulega Íslandsbanka, að kynna ekki hvað var í vændum með mun betri hætti en var gert. Það beindist náttúrulega ekki til almennings, sem það hefði átt að gera,“ segir Lárus Blöndal. Salan á Íslandsbanka Alþingi Tengdar fréttir „Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“ Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar. 27. apríl 2022 10:49 Fjöldi lágra fjárhæða í útboðinu kom Bankasýslunni á óvart Fjöldi lágra áskrifta í útboðinu á 22,5 prósent hlut ríkisins á Íslandsbanka kom Bankasýslu ríkisins á óvart. Hvergi hafi þó komið fram hugmyndir um að setja viðmið um lágmarksupphæð við stjórnsýslulega- og þinglega meðferð í aðdraganda útboðsins. Stofnunin telur að almennt hafi útboðið tekist vel, en betur hafi mátt kynna fyrir sölufyrirkomulagið fyrir almenningi. 26. apríl 2022 21:53 Konfektkassi, vínflöskur og einn flugeldur Starfsmönnum Bankasýslu ríkisins var boðið í hádegis- og kvöldverði með ráðgjöfum í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þá fengu þeir vínflöskur, flugeld og konfektkassa að gjöf frá aðilum sem tengdust útboðinu. Þetta kom fram í svari Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun. 27. apríl 2022 15:42 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Forstjóri og stjórnarformaður Bankasýslunnar mættu fyrir fjárlaganefnd Alþingis í morgun eftir að fundinum hafði einu sinni verið frestað. Þingmenn mættu sannarlega tilbúnir. Lárus Blöndal stjórnarformaður sagði, þegar hann sat undir spurningum Björns Leví Gunnarssonar Pírata, að þetta væri orðin „skrýtin yfirheyrsla“, enda hafði honum verið gert að svara já eða nei við tugum spurninga. Í samtali við fréttastofu sagði Lárus: „Þetta eru náttúrulega merkilegir fundir, sérstaklega þegar þeir eru í beinni útsendingu. Og mér fannst þetta nú kannski ekki það sem ég átti von á. Þegar maður er farinn að fá já og nei spurningar í tugatali er það náttúrulega svolítið skrýtin aðferðafræði til að eiga samskipti.“ Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, ítrekaði ánægju sína með fjárhagslega niðurstöðu útboðsins. En 83% eru óánægð, hvað veldur þessu misræmi í ykkar ánægju og almennings? „Ég held að við horfum aðallega til fjárhagslegrar niðurstöðu útboðsins. Það voru kannski engar skoðanakannanir gerðar um fjárhagslegar niðurstöður útboðsins og eitthvað svoleiðis. En það hefur átt sér stað umræða í þjóðfélaginu, meðal annars á grundvelli ýmissa atriða,sem síðar komu í ljós, eins og mögulegra hagsmunaárekstra og svo framvegis. Og það hefur kannski dálítið mótað umræðuna,“ sagði Jón Gunnar. Samkvæmt könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið er ríkisstjórnin fallin. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sögulega lágt fylgi, 17,9%. Stjórnarandstaðan hefur sakað stjórnarliða um að varpa ábyrgð á bankasölunni yfir á Bankasýsluna, þegar endanlega ábyrgð sé fjármálaráðherra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði að Bankasýslan hafi á fundinum lýst því mjög greinilega að hafa verið í náinni samvinnu við fjármálaráðuneytið allan tímann, ekki síst á söludaginn sjálfan. „Þeir voru líka mjög skýrir um það að þeir hefðu í einu og öllu framfylgt ákvörðunum sem fjármálaráðherrann tók um það hvernig þetta ferli ætti að vera,“ sagði Þorbjörg. Alveg í samræmi við upplegg stjórnmálanna Lárus Blöndal segir það daprar fréttir að óánægja sé á meðal almennings með niðurstöðu útboðsins. Lárus Blöndal er stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins.Vísir/Arnar „Ég er allavega þeirrar skoðunar að þetta verkefni hafi verið framkvæmt algerlega í samræmi við það upplegg sem við vorum með og hafði farið í gegnum nefndir þingsins, Seðlabankann og auðvitað í gegnum ráðherranefnd og síðan náttúrulega með samþykki ráðherra. Ég tel að við höfum fylgt því mjög nákvæmlega og þetta varði í raun aðra þætti en þá framkvæmd, ef menn eru ósáttir. En það smitar inn í þessa umræðu að það eru þarna einstaklingar og fyrirtæki sem eru eigendur sem tengdust fjármálakerfinu fyrir hrun og það setur marga í uppnám augljóslega en við því getum við augljóslega ekkert gert af því að það eru ekki lagaheimildir til að útiloka fólk á grundvelli slíkrar sögu,“ segir Lárus. Spurður hvort honum líði eins og verið sé að reyna að varpa ábyrgðinni á Bankasýsluna, segir Lárus Blöndal: „Það er allavega í orði ekki sagt af hálfu fjármálaráðherra. En hins vegar er sagt að menn vilji skoða breytingar á umhverfinu þannig að þetta sé fært nær ráðherra og mögulega þinginu. Ég er ekkert viss um að það sé rétt leið, og raunar alls ekki, af því að bankasýsluaðferðin er sú aðferð sem hefur verið notuð í nágrannalöndum okkar við sambærilegar aðstæður, með þessa armslengdarfjarlægð.“ En líður þér eins og verið sé að reyna að koma einhverju á ykkur? „Ja, það er ekki alveg laust við það, getum við sagt alla vega.“ Viljið þið eitthvað biðjast afsökunar á einhverju til íslensku þjóðarinnar? „Ekki nema þá því að það hafi verið mistök af okkar hálfu, ekki aðeins okkar kannski heldur líka ríkisins og mögulega Íslandsbanka, að kynna ekki hvað var í vændum með mun betri hætti en var gert. Það beindist náttúrulega ekki til almennings, sem það hefði átt að gera,“ segir Lárus Blöndal.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Tengdar fréttir „Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“ Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar. 27. apríl 2022 10:49 Fjöldi lágra fjárhæða í útboðinu kom Bankasýslunni á óvart Fjöldi lágra áskrifta í útboðinu á 22,5 prósent hlut ríkisins á Íslandsbanka kom Bankasýslu ríkisins á óvart. Hvergi hafi þó komið fram hugmyndir um að setja viðmið um lágmarksupphæð við stjórnsýslulega- og þinglega meðferð í aðdraganda útboðsins. Stofnunin telur að almennt hafi útboðið tekist vel, en betur hafi mátt kynna fyrir sölufyrirkomulagið fyrir almenningi. 26. apríl 2022 21:53 Konfektkassi, vínflöskur og einn flugeldur Starfsmönnum Bankasýslu ríkisins var boðið í hádegis- og kvöldverði með ráðgjöfum í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þá fengu þeir vínflöskur, flugeld og konfektkassa að gjöf frá aðilum sem tengdust útboðinu. Þetta kom fram í svari Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun. 27. apríl 2022 15:42 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“ Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar. 27. apríl 2022 10:49
Fjöldi lágra fjárhæða í útboðinu kom Bankasýslunni á óvart Fjöldi lágra áskrifta í útboðinu á 22,5 prósent hlut ríkisins á Íslandsbanka kom Bankasýslu ríkisins á óvart. Hvergi hafi þó komið fram hugmyndir um að setja viðmið um lágmarksupphæð við stjórnsýslulega- og þinglega meðferð í aðdraganda útboðsins. Stofnunin telur að almennt hafi útboðið tekist vel, en betur hafi mátt kynna fyrir sölufyrirkomulagið fyrir almenningi. 26. apríl 2022 21:53
Konfektkassi, vínflöskur og einn flugeldur Starfsmönnum Bankasýslu ríkisins var boðið í hádegis- og kvöldverði með ráðgjöfum í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þá fengu þeir vínflöskur, flugeld og konfektkassa að gjöf frá aðilum sem tengdust útboðinu. Þetta kom fram í svari Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun. 27. apríl 2022 15:42
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent