Ljúka breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 27. apríl 2022 22:22 Kaflinn sem núna á að tvöfalda er 5,6 kílómetra langur milli Straumsvíkur og Hvassahrauns. Vilhelm Gunnarsson Langþráð breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns er á leið í útboð og stefnt að því að fimm milljarða króna framkvæmdir hefjist um mitt sumar. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Reykjavíkur og Suðurnesja. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Kaflinn er 5,6 kílómetra langur og sá síðasti með aðeins einni akrein í hvora átt á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. „Þarna erum við að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautarinnar, sem lengi hefur staðið til, og margir kallað eftir,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Óskar Örn Jónsson er forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Rúnar Vilberg Hjaltason Kaflinn þykir það varasamur að þar er aðeins leyfður 80 kílómetra hraði, meðan 90 kílómetra hraði er leyfður á öðrum köflum þar sem umferðareyja og vegrið skilja að akstursstefnur. „Að sjálfsögðu mun þetta gjörbreyta öryggismálum fyrir vegfarendur.“ Þetta verður með stærri verkum í vegagerð hérlendis næstu árin. „Heildarfjárheimildin er ríflega fimm milljarðar,“ segir Óskar. Þegar framkvæmdum lýkur sumarið 2025 verður öll Reykjanesbrautin milli Reykjavíkur og Suðurnesja orðin tvöföld með aðskildum akstursstefnum.Egill Aðalsteinsson Nýjar akreinar verða sem fyrr lagðar sunnan núverandi vegar. Stefnt er að því að verkið verði unnið í tveimur áföngum þannig að unnt verði að taka vestari hlutann í notkun fyrr. Það flækti undirbúning að Hafnarfjarðarbær hafði fyrir um tuttugu árum selt álverinu í Straumsvík land við veginn þegar áform voru um stækkun ÍSAL en þá stóð til að færa veginn ofar í hraunið. Þegar fallið var frá nýrri veglínu fyrir tveimur árum þurfti að breyta skipulagi og kaupa landið til baka. „Þessari vinnu er allri lokið með farsælum hætti,“ segir Óskar. Frá Reykjanesbraut við Straumsvík.Egill Aðalsteinsson Eftirlitsþátturinn var boðinn út í síðasta mánuði en Óskar segir verkið sjálft verða auglýst núna í júní. Framkvæmdir gætu farið á fullt um mitt sumar. „Um leið og undirskrift hefur átt sér stað um miðjan júní þá er verktaka heimilt að hefja framkvæmdir og koma sér fyrir, í þessa framkvæmd sem tekur um þrjú ár.“ Og það er komin dagsetning um verklok: 30. júní 2025. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Hafnarfjörður Umferðaröryggi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Breikkun Reykjanesbrautar fer um svæði á náttúruminjaskrá Umhverfismat er hafið vegna breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur sem ekki hefur verið breikkaður. 6. október 2020 16:05 Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. 28. janúar 2020 23:15 Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, þegar til stóð að stækka ÍSAL. 9. júlí 2019 21:07 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Kaflinn er 5,6 kílómetra langur og sá síðasti með aðeins einni akrein í hvora átt á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. „Þarna erum við að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautarinnar, sem lengi hefur staðið til, og margir kallað eftir,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Óskar Örn Jónsson er forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Rúnar Vilberg Hjaltason Kaflinn þykir það varasamur að þar er aðeins leyfður 80 kílómetra hraði, meðan 90 kílómetra hraði er leyfður á öðrum köflum þar sem umferðareyja og vegrið skilja að akstursstefnur. „Að sjálfsögðu mun þetta gjörbreyta öryggismálum fyrir vegfarendur.“ Þetta verður með stærri verkum í vegagerð hérlendis næstu árin. „Heildarfjárheimildin er ríflega fimm milljarðar,“ segir Óskar. Þegar framkvæmdum lýkur sumarið 2025 verður öll Reykjanesbrautin milli Reykjavíkur og Suðurnesja orðin tvöföld með aðskildum akstursstefnum.Egill Aðalsteinsson Nýjar akreinar verða sem fyrr lagðar sunnan núverandi vegar. Stefnt er að því að verkið verði unnið í tveimur áföngum þannig að unnt verði að taka vestari hlutann í notkun fyrr. Það flækti undirbúning að Hafnarfjarðarbær hafði fyrir um tuttugu árum selt álverinu í Straumsvík land við veginn þegar áform voru um stækkun ÍSAL en þá stóð til að færa veginn ofar í hraunið. Þegar fallið var frá nýrri veglínu fyrir tveimur árum þurfti að breyta skipulagi og kaupa landið til baka. „Þessari vinnu er allri lokið með farsælum hætti,“ segir Óskar. Frá Reykjanesbraut við Straumsvík.Egill Aðalsteinsson Eftirlitsþátturinn var boðinn út í síðasta mánuði en Óskar segir verkið sjálft verða auglýst núna í júní. Framkvæmdir gætu farið á fullt um mitt sumar. „Um leið og undirskrift hefur átt sér stað um miðjan júní þá er verktaka heimilt að hefja framkvæmdir og koma sér fyrir, í þessa framkvæmd sem tekur um þrjú ár.“ Og það er komin dagsetning um verklok: 30. júní 2025. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Hafnarfjörður Umferðaröryggi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Breikkun Reykjanesbrautar fer um svæði á náttúruminjaskrá Umhverfismat er hafið vegna breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur sem ekki hefur verið breikkaður. 6. október 2020 16:05 Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. 28. janúar 2020 23:15 Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, þegar til stóð að stækka ÍSAL. 9. júlí 2019 21:07 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Breikkun Reykjanesbrautar fer um svæði á náttúruminjaskrá Umhverfismat er hafið vegna breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur sem ekki hefur verið breikkaður. 6. október 2020 16:05
Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. 28. janúar 2020 23:15
Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, þegar til stóð að stækka ÍSAL. 9. júlí 2019 21:07