Lilja segir Bjarna og Katrínu einnig hafa verið með áhyggjur af bankasölu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. apríl 2022 11:48 Skýringar Lilju Alfreðsdóttur hafa vakið afar hörð á Alþingi í morgun. vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir segir að bæði fjármála- og forsætisráðherra hafi deilt þeim áhyggjum og efsemdum sem hún hafði um aðferðina við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og og viðraði á ráðherrafundi. Þingmaður Viðreisnar segir það pungspark í íslensku þjóðina. Öll spjót beindust að Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata spurði um viðbrögð fjármála- og forsætisráðherra við þeirri gagnrýni sem hún hefur sagst hafa látið uppi á fundi ráðherranefndar um efnahagsmál í aðdraganda lokaðs útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Hvers vegna var ekki tekið mark á réttmætum og forspáum athugasemdum viðskiptaráðherra?“ spurði Halldóra. „Ég get upplýst þingið um það að þau höfðu líka þessar áhyggjur og það var auðvitað þannig að það kemur tillaga frá Bankasýslu ríkisins um að þessi aðferð sé til þess fallin að hámarka verð á þessari eign og að þessi aðferð sé sú sem sé alls staðar beitt um allan heim og ég verð bara að viðurkenna það að ég hafði ákveðnar efasemdir um þetta,“ svaraði Lilja. Lilja sagðist telja fjármálaráðherra þegar farinn að axla ábyrgð á málinu með því að óska eftir að Ríkisendurskoðun skoði málið. Bíða þurfi niðurstöðu þess. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Pungspark í íslensku þjóðina Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar sagði alvarlegt að þjóðin hafi ekki verið upplýst um þessar efasemdir. „Við vitum að 83 prósent þjóðarinnar er í sárum vegna þessarar leiðar. Það er pungspark í þjóðina að standa hér og tala um það eftir söluna að þau hafi kannski bara öll vitað að þau voru að fara ranga leið. Þriðja stærsta einkavæðing sögunnar, 53 milljarðar. Rosa gott að taka samtalið eftir á. Ég er á því að viðskiptaráðherra sé hér að gerast brotleg við siðareglur ráðherra.“ Ummælin hafa vakið mjög sterk viðbrögð í þingsal og þingmenn hafa streymt í pontu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksisn segir Alþingi þurfa að bregðast við þessu. „Þeir [ráðherrar] vöruðu hvorn annan við greinilega og sjálfan sig. Gerðu þetta samt. En ég vek athygli forseta á því að þeir sáu ekki ástæðu til að upplýsa þingið.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm „Að leyna upplýsingum varðar við lög“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, spurði Lilju hvers vegna hún hefði upplýst þingið um málið og sagði það varða við lög að leyna upplýsingum. Lilja sagðist ekki telja það að hafa efasemdir falla undir að leyna upplýsingum. „Ég var alveg hreinskilin með það að ég taldi brýnt að við mundum ræða þessi mál eins og við erum að gera núna og hef ekki hika við það.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Öll spjót beindust að Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata spurði um viðbrögð fjármála- og forsætisráðherra við þeirri gagnrýni sem hún hefur sagst hafa látið uppi á fundi ráðherranefndar um efnahagsmál í aðdraganda lokaðs útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Hvers vegna var ekki tekið mark á réttmætum og forspáum athugasemdum viðskiptaráðherra?“ spurði Halldóra. „Ég get upplýst þingið um það að þau höfðu líka þessar áhyggjur og það var auðvitað þannig að það kemur tillaga frá Bankasýslu ríkisins um að þessi aðferð sé til þess fallin að hámarka verð á þessari eign og að þessi aðferð sé sú sem sé alls staðar beitt um allan heim og ég verð bara að viðurkenna það að ég hafði ákveðnar efasemdir um þetta,“ svaraði Lilja. Lilja sagðist telja fjármálaráðherra þegar farinn að axla ábyrgð á málinu með því að óska eftir að Ríkisendurskoðun skoði málið. Bíða þurfi niðurstöðu þess. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Pungspark í íslensku þjóðina Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar sagði alvarlegt að þjóðin hafi ekki verið upplýst um þessar efasemdir. „Við vitum að 83 prósent þjóðarinnar er í sárum vegna þessarar leiðar. Það er pungspark í þjóðina að standa hér og tala um það eftir söluna að þau hafi kannski bara öll vitað að þau voru að fara ranga leið. Þriðja stærsta einkavæðing sögunnar, 53 milljarðar. Rosa gott að taka samtalið eftir á. Ég er á því að viðskiptaráðherra sé hér að gerast brotleg við siðareglur ráðherra.“ Ummælin hafa vakið mjög sterk viðbrögð í þingsal og þingmenn hafa streymt í pontu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksisn segir Alþingi þurfa að bregðast við þessu. „Þeir [ráðherrar] vöruðu hvorn annan við greinilega og sjálfan sig. Gerðu þetta samt. En ég vek athygli forseta á því að þeir sáu ekki ástæðu til að upplýsa þingið.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm „Að leyna upplýsingum varðar við lög“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, spurði Lilju hvers vegna hún hefði upplýst þingið um málið og sagði það varða við lög að leyna upplýsingum. Lilja sagðist ekki telja það að hafa efasemdir falla undir að leyna upplýsingum. „Ég var alveg hreinskilin með það að ég taldi brýnt að við mundum ræða þessi mál eins og við erum að gera núna og hef ekki hika við það.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira