Varðveisla Maríu Júlíu BA 36 Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 28. apríl 2022 13:31 Verndun og varðveislu sögulegra skipa er hluti af alþýðumenningu okkar. Eitt merkilegasta skip sem möguleiki er á að bjarga er fyrsta varðskip og hafrannsóknaskip Íslendinga, María Júlía, sem var smíðað árið 1950 og á sér merka sögu en hefur legið undanfarin ár í Ísafjarðarhöfn og má muna sinn fífil fegri. Byggðasafn Vestfjarða og Minjasafnið á Hnjóti keyptu skipið árið 2003 en þá átti að selja það til Suður-Afríku. Það naut varðveislu og stuðnings opinberra aðila fyrstu árin en hefur legið í svokallaðri öndunarvél í Ísafjarðarhöfn síðan 2014 og fer hver að verða síðastur að bjarga þessu menningarverðmæti frá glötun. Viðhöldum verkþekkingu Mikilvægt er að viðhalda verklegum hefðum sem snúa að smíði trébáta og skipa, ekki síður mikilvægt er að vernda sérstaklega skip og báta sem að hafa menningarlegt gildi og sterka samfélagslega tengingu innan ákveðinna svæða. Ég tel það vera mikilvægt að sýna sögu okkar og fórnfýsi fyrri kynslóða virðingu og gera skipið upp og fá því nýtt hlutverk í samstarfi opinberra aðila og einkaaðila. Það gæti nýst í ferðaþjónustu, sem skólaskip eða í einhvers lags opinberri móttöku. Hollvinasamtök um Maríu Júlíu voru stofnuð á síðasta ári og það voru Háskólasetur Vestfjarða, Landhelgisgæslan, Hafrannsóknastofnun og fleiri velunnarar sem stóðu að því og nú er unnið að því að leita stuðnings við þetta góða verkefni hjá ráðherrum og Alþingi svo hægt sé að fjármagna nauðsynlegar viðgerðir til að bjarga megi þessu krúnudjásni, sem er sjósafngripur um haf- og strandmenningu 20. aldar. Öflugt björgunarskip sem bjargaði mannslífum Í kjölfar fjölda sjóslysa á Vestfjörðum þá fór af stað söfnun á sínum tíma fyrir björgunarskipi og það voru fyrst og fremst slysavarnadeildir og konur á Vestfjörðum sem söfnuðu fyrir einum þriðja hluta verðs skipsins. Skipið heitir eftir Maríu Júlíu Gísladóttir frá Ísafirði en þau hjónin María Júlía og Guðmundur Guðmundsson létu arf sinn renna til smíði skipsins. Skipið var um margt merkilegt og var fyrst skipa við Íslandsstrendur sem útbúið var rannsóknarstofu til hafrannsókna og sjómælinga. Sem björgunarskip reyndist María Júlía vel og veitti aðstoð 251 skipi með 1949 áhafnarmeðlimum og bjargaði 12 mönnum af sökkvandi skipum á fyrstu 13 árum sínum sem björgunarskip. Ég tel að okkar samfélag sé það ríkt í samanburði við þann tíma þegar þessu skipi var ýtt út vör að við eigum að sýna dugnaði og fórnfýsi fyrri kynslóða þann og bjarga þessum miklu verðmætum og mun ég leggja mig fram um að vinna að því með þeim sem hafa dregið þetta verkefni áfram í gegnum tíðina. Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Björgunarsveitir Vinstri græn Ísafjarðarbær Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Verndun og varðveislu sögulegra skipa er hluti af alþýðumenningu okkar. Eitt merkilegasta skip sem möguleiki er á að bjarga er fyrsta varðskip og hafrannsóknaskip Íslendinga, María Júlía, sem var smíðað árið 1950 og á sér merka sögu en hefur legið undanfarin ár í Ísafjarðarhöfn og má muna sinn fífil fegri. Byggðasafn Vestfjarða og Minjasafnið á Hnjóti keyptu skipið árið 2003 en þá átti að selja það til Suður-Afríku. Það naut varðveislu og stuðnings opinberra aðila fyrstu árin en hefur legið í svokallaðri öndunarvél í Ísafjarðarhöfn síðan 2014 og fer hver að verða síðastur að bjarga þessu menningarverðmæti frá glötun. Viðhöldum verkþekkingu Mikilvægt er að viðhalda verklegum hefðum sem snúa að smíði trébáta og skipa, ekki síður mikilvægt er að vernda sérstaklega skip og báta sem að hafa menningarlegt gildi og sterka samfélagslega tengingu innan ákveðinna svæða. Ég tel það vera mikilvægt að sýna sögu okkar og fórnfýsi fyrri kynslóða virðingu og gera skipið upp og fá því nýtt hlutverk í samstarfi opinberra aðila og einkaaðila. Það gæti nýst í ferðaþjónustu, sem skólaskip eða í einhvers lags opinberri móttöku. Hollvinasamtök um Maríu Júlíu voru stofnuð á síðasta ári og það voru Háskólasetur Vestfjarða, Landhelgisgæslan, Hafrannsóknastofnun og fleiri velunnarar sem stóðu að því og nú er unnið að því að leita stuðnings við þetta góða verkefni hjá ráðherrum og Alþingi svo hægt sé að fjármagna nauðsynlegar viðgerðir til að bjarga megi þessu krúnudjásni, sem er sjósafngripur um haf- og strandmenningu 20. aldar. Öflugt björgunarskip sem bjargaði mannslífum Í kjölfar fjölda sjóslysa á Vestfjörðum þá fór af stað söfnun á sínum tíma fyrir björgunarskipi og það voru fyrst og fremst slysavarnadeildir og konur á Vestfjörðum sem söfnuðu fyrir einum þriðja hluta verðs skipsins. Skipið heitir eftir Maríu Júlíu Gísladóttir frá Ísafirði en þau hjónin María Júlía og Guðmundur Guðmundsson létu arf sinn renna til smíði skipsins. Skipið var um margt merkilegt og var fyrst skipa við Íslandsstrendur sem útbúið var rannsóknarstofu til hafrannsókna og sjómælinga. Sem björgunarskip reyndist María Júlía vel og veitti aðstoð 251 skipi með 1949 áhafnarmeðlimum og bjargaði 12 mönnum af sökkvandi skipum á fyrstu 13 árum sínum sem björgunarskip. Ég tel að okkar samfélag sé það ríkt í samanburði við þann tíma þegar þessu skipi var ýtt út vör að við eigum að sýna dugnaði og fórnfýsi fyrri kynslóða þann og bjarga þessum miklu verðmætum og mun ég leggja mig fram um að vinna að því með þeim sem hafa dregið þetta verkefni áfram í gegnum tíðina. Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun