Á þessu kvöldi verða draumar að veruleika hjá ungum íþróttamönnum sem fara úr því að vera fátækir háskólanemar í að verða ríkir leikmenn í NFL-deildinni.
Viðburðurinn fer að þessu sinni fram í Las Vegas á heimavelli Las Vegas Raiders. Fyrsta umferð nýliðavalsins er á dagskrá í kvöld og svo daginn eftir fara næstu tvær umferðir fram. Alls eru sjö umferðir í nýliðavalinu sem klárast á laugardag.
Annað árið í röð er það Jacksonville Jaguars sem á fyrsta valrétt. New York-liðin Jets og Giants eiga bæði tvo valrétti af fyrstu tíu.
Nýliðavalið hefst á miðnætti og verður í beinni á Stöð 2 Sport 2.