Handbolti

Elvar og félagar nálgast fall | Sigurganga Kielce heldur áfram í Póllandi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elvar Ásgeirsson í leik með íslenska landsliðinu.
Elvar Ásgeirsson í leik með íslenska landsliðinu. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images

Elvar Ásgeirsson og félagar hans þurfa nánast kraftaverk til að bjarga sér frá falli úr frönsku úrvalsdeildinni í handbolta eftirsex marka tap gegn Montpellier í kvöld, 33-27. Á sama tíma vann Íslendingalið Kielce enn einn sigurinn í pólsku deildinni.

Elvar og félagar hafa aðeins unnið tvo af 24 leikjum sínum á tímabilinu og sita sem fastast á botni deildarinnar. Liðið er með fimm stig, fimm stigum á eftir Saran sem situr í 14. og seinasta örugga sæti deildarinnar.

Elvar og félagar byrjuðu vel í kvöld og leiddu með einu marki í hálfleik, en toppbaráttulið Montpellier reyndist of stór biti fyrir þá í síðari hálfleik og niðurstaðan varð sex marka tap Nancy, 33-27.

Á sama tíma lék Haukur Þrastarson með liði sínu, Kielce, í pólsku úrvalsdeildinni í handbolta. Sigvaldi Björn Guðjónsson er einnig á mála hjá Kielce, en hann var ekki með í kvöld vegna meiðsla.

Íslendingaliðið er enn með fullt hús stiga eftir 24 umferðir í deildinni, en Kielce vann öruggan átta marka sigur gegn Zaglebie í kvöld, 32-24.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×