Rooney stefnir á að vera áfram með Derby Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. apríl 2022 11:31 Wayne Rooney ætlar sér að koma Derby County upp á nýjan leik. Nigel Roddis/Getty Images Wayne Rooney, þjálfari Derby County, stefnir á að vera áfram við stjórnvölin þó félagið hafi fallið niður í ensku C-deildina. Hann hefur verið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni sem og í B-deildinni. Þrátt fyrir að Derby hafi fallið þá má segja að Rooney hafi unnið þrekvirki á tímabilinu. Alls var 21 stig tekið af liðinu vegna bágrar fjárhagsstöðu þess og þá þurfti það að selja allt sem var ekki neglt niður. Liðið hefur alls unnið sér inn 52 stig á leiktíðinni en stigafrádrátturinn gerði það að verkum að liðið átti nær alltaf við ofurefli að etja. Fór það svo að liðið féll þegar enn voru tvær umferðir eftir af ensku B-deildinni. Hinn 36 ára gamli Rooney hafði fengið mikið hrós fyrir spilamennsku liðsins og einfaldlega að vera áfram hjá félaginu þar sem til að mynda hans fyrrum félag Everton hafði sóst eftir kröftum hans. Undanfarið hefur hann verið orðaður við þjálfarastöðu Burnley sem og liða í B-deildinni en hann virðist ætla að vera áfram hjá Derby og reyna koma Hrútunum upp í næstefstu deild á nýjan leik. „Maður getur ekkert gert í sögusögnum, ég skil það. Ég hef áður sagt að þetta er mikið hrós fyrir mig og starfsfólks félagsins vegna allrar þeirra vinnu sem við höfum lagt á okkur. Ég á hins vegar ár eftir af samningi mínum og vil reyna að koma félaginu á betri stað. Ég er hér og er tilbúinn að reyna koma félaginu aftur upp í Championship-deildina,“ sagði Rooney þegar þetta var borið undir hann. Það virðist vera að rofa til í eigenda málum Derby og mögulega getur Rooney stillt upp mun sterkara liði í C-deildinni á næstu leiktíð heldur en honum tókst að gera í vetur. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Þrátt fyrir að Derby hafi fallið þá má segja að Rooney hafi unnið þrekvirki á tímabilinu. Alls var 21 stig tekið af liðinu vegna bágrar fjárhagsstöðu þess og þá þurfti það að selja allt sem var ekki neglt niður. Liðið hefur alls unnið sér inn 52 stig á leiktíðinni en stigafrádrátturinn gerði það að verkum að liðið átti nær alltaf við ofurefli að etja. Fór það svo að liðið féll þegar enn voru tvær umferðir eftir af ensku B-deildinni. Hinn 36 ára gamli Rooney hafði fengið mikið hrós fyrir spilamennsku liðsins og einfaldlega að vera áfram hjá félaginu þar sem til að mynda hans fyrrum félag Everton hafði sóst eftir kröftum hans. Undanfarið hefur hann verið orðaður við þjálfarastöðu Burnley sem og liða í B-deildinni en hann virðist ætla að vera áfram hjá Derby og reyna koma Hrútunum upp í næstefstu deild á nýjan leik. „Maður getur ekkert gert í sögusögnum, ég skil það. Ég hef áður sagt að þetta er mikið hrós fyrir mig og starfsfólks félagsins vegna allrar þeirra vinnu sem við höfum lagt á okkur. Ég á hins vegar ár eftir af samningi mínum og vil reyna að koma félaginu á betri stað. Ég er hér og er tilbúinn að reyna koma félaginu aftur upp í Championship-deildina,“ sagði Rooney þegar þetta var borið undir hann. Það virðist vera að rofa til í eigenda málum Derby og mögulega getur Rooney stillt upp mun sterkara liði í C-deildinni á næstu leiktíð heldur en honum tókst að gera í vetur. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira