Fjölskyldan kannaðist ekkert við manninn í kistunni Eiður Þór Árnason skrifar 1. maí 2022 08:30 Sumar kistulagningar eru viðburðaríkari en aðrar. Vísir/Vilhelm Hefðbundin kistulagning tók nokkuð óvænta stefnu í Neskirkju á fimmtudag þegar í ljós kom að fjölskyldan kannaðist ekki við manninn í kistunni. Presturinn Örn Bárður Jónsson segist hafa upplifað margt á sínum fjörutíu árum í hempunni en þetta sé nýbreytni. Ekki hafi liðið á löngu þar til hann áttaði sig á því að ekki væri allt með felldu. „Ég hafði kynnst hinum látna fyrir kannski fimmtán árum og þegar ég tók líkblæjuna af þá fannst mér maðurinn svo breyttur að ég þekkti hann eiginlega ekki. Svo þegar fjölskyldan kom þá sáu þau auðvitað að það var ekki réttur maður í kistunni.“ Örn segir aðstandendur hafa tekið þessu með stökustu ró og hann snarlega sett sig í samband við útfararstjóra. Næst var kistan flutt upp í líkhúsið í Fossvogi og þeirri réttu komið fyrir í Neskirkju. Að lokum var fólki hleypt inn í kirkjuna og Örn kistulagði réttan mann um hálftíma á eftir áætlun. Örn Bárður Jónsson.Þjóðkirkjan Fór ekki í grafgötur með mistökin „Þetta var ekkert leyndarmál. Það voru eftir um hundrað manns í útförinni og ég sagði bara frá því sem hafði gerst í upphafi athafnarinnar,“ segir hann. Mikilvægt sé að fara ekki í grafgötur með það þegar eitthvað fari úrskeiðis. „Ég byrjaði bara á því að segja að það hafi gerst hér óvenjulegur hlutur, það hefði komið kista hingað ekki með réttum aðila og hún hafi verið send til baka. Nú væri kominn réttur aðili og það væri nú þannig í lífinu að það gerðust mistök.“ Því næst vísaði Örn í lögmál Murphys sem er á þá leið að allt sem geti farið illa muni einhvern tímann fara úrskeiðis. Útfararstjórar í öngum sínum „Þetta hefur gerst og við verðum bara að vinna úr þessu. Þetta er afar óþægileg upplifun fyrir syrgjendur og útfararstjórarnir voru alveg hreint í öngum sínum yfir þessu og afskaplega leiðir.“ Örn segir að útfararstjórarnir hafi hitt aðstandendur mannsins eftir atvikið og unnið vel úr því í sátt við fjölskylduna. „Þetta er bara afskaplega elskulegt fólk og tók þessu af miklu æðruleysi. Hinn látni var nú skemmtilegur maður og uppátækjasamur, glettinn og gamansamur,“ bætir hann við. Í ljósi þess hafi Örn tjáð kirkjugestum að margir gætu eflaust ímyndað sér að maðurinn hafi með þessu viljað stríða fólkinu sínu í allra síðasta sinn. Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis í líkhúsinu í Fossvogi.Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma Líkist helst atriði úr gamansamri bíómynd Sjálfur segist Örn ekki þekkja nákvæmlega hvað átti sér stað en þyki líklegt að tvö lík hafi verið í líkhúsinu með sama fornafni. Útfararstofan hafi mætt fjölskyldunni með miklum skilningi og unnið vel úr málinu. „Það fer enginn frá þessu með einhverjum bitrum huga en þó með einhverja sérkennilega minningu um að mæta í kistulagningu föður síns og hann var ekki þar,“ segir Örn. Hann hafi jú sagt fjölskyldunni að þetta væri sennilega gott efni í kvikmyndahandrit. Trúmál Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira
Presturinn Örn Bárður Jónsson segist hafa upplifað margt á sínum fjörutíu árum í hempunni en þetta sé nýbreytni. Ekki hafi liðið á löngu þar til hann áttaði sig á því að ekki væri allt með felldu. „Ég hafði kynnst hinum látna fyrir kannski fimmtán árum og þegar ég tók líkblæjuna af þá fannst mér maðurinn svo breyttur að ég þekkti hann eiginlega ekki. Svo þegar fjölskyldan kom þá sáu þau auðvitað að það var ekki réttur maður í kistunni.“ Örn segir aðstandendur hafa tekið þessu með stökustu ró og hann snarlega sett sig í samband við útfararstjóra. Næst var kistan flutt upp í líkhúsið í Fossvogi og þeirri réttu komið fyrir í Neskirkju. Að lokum var fólki hleypt inn í kirkjuna og Örn kistulagði réttan mann um hálftíma á eftir áætlun. Örn Bárður Jónsson.Þjóðkirkjan Fór ekki í grafgötur með mistökin „Þetta var ekkert leyndarmál. Það voru eftir um hundrað manns í útförinni og ég sagði bara frá því sem hafði gerst í upphafi athafnarinnar,“ segir hann. Mikilvægt sé að fara ekki í grafgötur með það þegar eitthvað fari úrskeiðis. „Ég byrjaði bara á því að segja að það hafi gerst hér óvenjulegur hlutur, það hefði komið kista hingað ekki með réttum aðila og hún hafi verið send til baka. Nú væri kominn réttur aðili og það væri nú þannig í lífinu að það gerðust mistök.“ Því næst vísaði Örn í lögmál Murphys sem er á þá leið að allt sem geti farið illa muni einhvern tímann fara úrskeiðis. Útfararstjórar í öngum sínum „Þetta hefur gerst og við verðum bara að vinna úr þessu. Þetta er afar óþægileg upplifun fyrir syrgjendur og útfararstjórarnir voru alveg hreint í öngum sínum yfir þessu og afskaplega leiðir.“ Örn segir að útfararstjórarnir hafi hitt aðstandendur mannsins eftir atvikið og unnið vel úr því í sátt við fjölskylduna. „Þetta er bara afskaplega elskulegt fólk og tók þessu af miklu æðruleysi. Hinn látni var nú skemmtilegur maður og uppátækjasamur, glettinn og gamansamur,“ bætir hann við. Í ljósi þess hafi Örn tjáð kirkjugestum að margir gætu eflaust ímyndað sér að maðurinn hafi með þessu viljað stríða fólkinu sínu í allra síðasta sinn. Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis í líkhúsinu í Fossvogi.Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma Líkist helst atriði úr gamansamri bíómynd Sjálfur segist Örn ekki þekkja nákvæmlega hvað átti sér stað en þyki líklegt að tvö lík hafi verið í líkhúsinu með sama fornafni. Útfararstofan hafi mætt fjölskyldunni með miklum skilningi og unnið vel úr málinu. „Það fer enginn frá þessu með einhverjum bitrum huga en þó með einhverja sérkennilega minningu um að mæta í kistulagningu föður síns og hann var ekki þar,“ segir Örn. Hann hafi jú sagt fjölskyldunni að þetta væri sennilega gott efni í kvikmyndahandrit.
Trúmál Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira