Slapp naumlega úr eldsvoða í Reykjanesbæ Smári Jökull Jónsson skrifar 1. maí 2022 14:07 Eins og sjá má er íbúðin illa farin eftir eldsvoðann. Ellert Grétarsson Maður slapp naumlega þegar eldsvoði kom upp á heimili hans í Reykjanesbæ fyrrinótt. Hann vaknaði við glamur í svefnherbergishurðinni og hélt að jarðskjálfti hefði riðið yfir. Ellert Grétarsson vaknaði upp við glamur í svefnherbergishurðinni sinni í fyrrinótt og hélt að jarðskjálfti hefði riðið yfir. Þegar glamrið breyttist síðan í þung högg spratt hann fram úr rúminu og fann brunalykt. Þegar fram er komið tók síðan á móti honum kolsvartur reykjarmökkur. „Ég hrópa af öllum lífs- og sálarkröfum á strákinn minn en fékk ekkert svar. Náði að komast inn í herbergið hans en hann var ekki í rúminu síniu. Það var það skelfilegasta af öllu - að vita ekki um hann,“ skrifar Ellert í færslu á Facebook síðu sinni en Vísir fékk leyfi Ellerts til að vitna í færslu hans. Eldsupptök munu hafa verið í fjöltengi í stofunni.Ellert Grétarsson Ellert náði þó fljótt sambandi við son sinn sem svaraði í símann og hann var sem betur fer ekki heima. Ellert segir að hann hafi ekki séð handa sinna skil en hafi tekist að halda niðri í sér andanum og feta sig með fram vegg og að útidyrahurðinni og fram á stigagang. „Ég hafði gripið með mér símann af náttborðinu til að geta hringt á hjálp. Stuttu síðar er slökkviliðið komið og neyðarlínan slítur samtalinu.“ Hann segir að upptök eldsins hafi verið í fjöltengi í stofunni og er þakklátur fyrir að ekki hafi farið verr. „Ég vil þakka nágrönnum mínum hugulsemina fyrir að hlúa að mér og koma mér í föt því ég var hálfnakinn þegar ég kom út. Sérstakleg vil ég þakka frábæra starfsfólkinu sem tók á móti mér á HSS fyrir alúðlega aðhlynningu um nóttina. “ Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Ellert Grétarsson vaknaði upp við glamur í svefnherbergishurðinni sinni í fyrrinótt og hélt að jarðskjálfti hefði riðið yfir. Þegar glamrið breyttist síðan í þung högg spratt hann fram úr rúminu og fann brunalykt. Þegar fram er komið tók síðan á móti honum kolsvartur reykjarmökkur. „Ég hrópa af öllum lífs- og sálarkröfum á strákinn minn en fékk ekkert svar. Náði að komast inn í herbergið hans en hann var ekki í rúminu síniu. Það var það skelfilegasta af öllu - að vita ekki um hann,“ skrifar Ellert í færslu á Facebook síðu sinni en Vísir fékk leyfi Ellerts til að vitna í færslu hans. Eldsupptök munu hafa verið í fjöltengi í stofunni.Ellert Grétarsson Ellert náði þó fljótt sambandi við son sinn sem svaraði í símann og hann var sem betur fer ekki heima. Ellert segir að hann hafi ekki séð handa sinna skil en hafi tekist að halda niðri í sér andanum og feta sig með fram vegg og að útidyrahurðinni og fram á stigagang. „Ég hafði gripið með mér símann af náttborðinu til að geta hringt á hjálp. Stuttu síðar er slökkviliðið komið og neyðarlínan slítur samtalinu.“ Hann segir að upptök eldsins hafi verið í fjöltengi í stofunni og er þakklátur fyrir að ekki hafi farið verr. „Ég vil þakka nágrönnum mínum hugulsemina fyrir að hlúa að mér og koma mér í föt því ég var hálfnakinn þegar ég kom út. Sérstakleg vil ég þakka frábæra starfsfólkinu sem tók á móti mér á HSS fyrir alúðlega aðhlynningu um nóttina. “
Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira