Slapp naumlega úr eldsvoða í Reykjanesbæ Smári Jökull Jónsson skrifar 1. maí 2022 14:07 Eins og sjá má er íbúðin illa farin eftir eldsvoðann. Ellert Grétarsson Maður slapp naumlega þegar eldsvoði kom upp á heimili hans í Reykjanesbæ fyrrinótt. Hann vaknaði við glamur í svefnherbergishurðinni og hélt að jarðskjálfti hefði riðið yfir. Ellert Grétarsson vaknaði upp við glamur í svefnherbergishurðinni sinni í fyrrinótt og hélt að jarðskjálfti hefði riðið yfir. Þegar glamrið breyttist síðan í þung högg spratt hann fram úr rúminu og fann brunalykt. Þegar fram er komið tók síðan á móti honum kolsvartur reykjarmökkur. „Ég hrópa af öllum lífs- og sálarkröfum á strákinn minn en fékk ekkert svar. Náði að komast inn í herbergið hans en hann var ekki í rúminu síniu. Það var það skelfilegasta af öllu - að vita ekki um hann,“ skrifar Ellert í færslu á Facebook síðu sinni en Vísir fékk leyfi Ellerts til að vitna í færslu hans. Eldsupptök munu hafa verið í fjöltengi í stofunni.Ellert Grétarsson Ellert náði þó fljótt sambandi við son sinn sem svaraði í símann og hann var sem betur fer ekki heima. Ellert segir að hann hafi ekki séð handa sinna skil en hafi tekist að halda niðri í sér andanum og feta sig með fram vegg og að útidyrahurðinni og fram á stigagang. „Ég hafði gripið með mér símann af náttborðinu til að geta hringt á hjálp. Stuttu síðar er slökkviliðið komið og neyðarlínan slítur samtalinu.“ Hann segir að upptök eldsins hafi verið í fjöltengi í stofunni og er þakklátur fyrir að ekki hafi farið verr. „Ég vil þakka nágrönnum mínum hugulsemina fyrir að hlúa að mér og koma mér í föt því ég var hálfnakinn þegar ég kom út. Sérstakleg vil ég þakka frábæra starfsfólkinu sem tók á móti mér á HSS fyrir alúðlega aðhlynningu um nóttina. “ Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Ellert Grétarsson vaknaði upp við glamur í svefnherbergishurðinni sinni í fyrrinótt og hélt að jarðskjálfti hefði riðið yfir. Þegar glamrið breyttist síðan í þung högg spratt hann fram úr rúminu og fann brunalykt. Þegar fram er komið tók síðan á móti honum kolsvartur reykjarmökkur. „Ég hrópa af öllum lífs- og sálarkröfum á strákinn minn en fékk ekkert svar. Náði að komast inn í herbergið hans en hann var ekki í rúminu síniu. Það var það skelfilegasta af öllu - að vita ekki um hann,“ skrifar Ellert í færslu á Facebook síðu sinni en Vísir fékk leyfi Ellerts til að vitna í færslu hans. Eldsupptök munu hafa verið í fjöltengi í stofunni.Ellert Grétarsson Ellert náði þó fljótt sambandi við son sinn sem svaraði í símann og hann var sem betur fer ekki heima. Ellert segir að hann hafi ekki séð handa sinna skil en hafi tekist að halda niðri í sér andanum og feta sig með fram vegg og að útidyrahurðinni og fram á stigagang. „Ég hafði gripið með mér símann af náttborðinu til að geta hringt á hjálp. Stuttu síðar er slökkviliðið komið og neyðarlínan slítur samtalinu.“ Hann segir að upptök eldsins hafi verið í fjöltengi í stofunni og er þakklátur fyrir að ekki hafi farið verr. „Ég vil þakka nágrönnum mínum hugulsemina fyrir að hlúa að mér og koma mér í föt því ég var hálfnakinn þegar ég kom út. Sérstakleg vil ég þakka frábæra starfsfólkinu sem tók á móti mér á HSS fyrir alúðlega aðhlynningu um nóttina. “
Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira