Tekst að kæla heitasta markað landsins? Halldór Kári Sigurðarson skrifar 2. maí 2022 07:31 Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,1% í mars sem er næstum því fjórföld hækkun m.v. meðalmánuðinn undanfarin 7 ár. Þrátt fyrir það lækkar árshækkunartakturinn aðeins, þ.e. úr 22,5% í 22,2% en það skýrist af því að húsnæðisverð hækkaði enn þá meira í mars í fyrra. Það er skörp áminning um hve lengi þessi seljendamarkaður hefur varað. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Aprílmæling Hagstofu Íslands leiddi í ljós að verðbólgan er komin upp í 7,2% en næsta vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands er núna á miðvikudaginn 4. maí. Sennilegt er að peningastefnunefnd sjái sig tilneydda til að hækka stýrivexti um 1%, eða upp í 3,75%, til að viðhalda trúverðugleika á verðbólgumarkmiðinu. Hækkandi vaxtastig mun hafa þó nokkur neikvæð áhrif á getu kaupenda til skuldsetningar og að sama skapi mun greiðslubyrði heimila með óverðtryggð jafngreiðslulán með breytilegum vöxtum hækka um 11-13% m.v. 30-40 ára lán ef lánveitendur velta stýrivaxtahækkuninni að fullu leyti út í vaxtakjörin. Heimildir: Greiningardeild Húsaskjóls Breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum fóru hvað lægst niður í kringum 3,5% en gætu vel verið komnir upp í kringum 6% á næstu mánuðum. Það þýðir að greiðslubyrði á 30-40 ára óverðtryggðum jafngreiðslulánum á breytilegum vöxtum hefur þá vaxið um 33-42% á tæplega einu og hálfu ári. Það mun að sjálfsögðu kæla markaðinn. Við það bætist að talning Samtaka iðnaðarins sýnir fram á að aukið framboð á íbúðum er framundan. Tvöfalt fleiri íbúðir eru á fyrri byggingarstigum en fyrir ári síðan og Samtök iðnaðarins spá því að rúmlega 2.200 nýjar íbúðir komi inn á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári sem er tæplega 40% vöxtur m.v. áætlanir fyrir árið í ár. Heimildir: Samtök iðnaðarins og Greiningardeild Húsaskjóls Horft fram á við má vænta þess að draga taki úr krafti verðhækkana á næstum mánuðum og að árshækkunartakturinn fari lækkandi. Stökkbreyting á vaxtakostnaði lántakenda ofan í aukið framboð er til þess fallið að draga heitasta markað landsins niður á jörðina. Undirritaður væntir þess þ.a.l. að framundan sé ákveðinn vendipunktur á húsnæðismarkaði og að markaðurinn stefni í meira jafnvægi með haustinu. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls fasteignasölu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Kári Sigurðarson Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,1% í mars sem er næstum því fjórföld hækkun m.v. meðalmánuðinn undanfarin 7 ár. Þrátt fyrir það lækkar árshækkunartakturinn aðeins, þ.e. úr 22,5% í 22,2% en það skýrist af því að húsnæðisverð hækkaði enn þá meira í mars í fyrra. Það er skörp áminning um hve lengi þessi seljendamarkaður hefur varað. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Aprílmæling Hagstofu Íslands leiddi í ljós að verðbólgan er komin upp í 7,2% en næsta vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands er núna á miðvikudaginn 4. maí. Sennilegt er að peningastefnunefnd sjái sig tilneydda til að hækka stýrivexti um 1%, eða upp í 3,75%, til að viðhalda trúverðugleika á verðbólgumarkmiðinu. Hækkandi vaxtastig mun hafa þó nokkur neikvæð áhrif á getu kaupenda til skuldsetningar og að sama skapi mun greiðslubyrði heimila með óverðtryggð jafngreiðslulán með breytilegum vöxtum hækka um 11-13% m.v. 30-40 ára lán ef lánveitendur velta stýrivaxtahækkuninni að fullu leyti út í vaxtakjörin. Heimildir: Greiningardeild Húsaskjóls Breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum fóru hvað lægst niður í kringum 3,5% en gætu vel verið komnir upp í kringum 6% á næstu mánuðum. Það þýðir að greiðslubyrði á 30-40 ára óverðtryggðum jafngreiðslulánum á breytilegum vöxtum hefur þá vaxið um 33-42% á tæplega einu og hálfu ári. Það mun að sjálfsögðu kæla markaðinn. Við það bætist að talning Samtaka iðnaðarins sýnir fram á að aukið framboð á íbúðum er framundan. Tvöfalt fleiri íbúðir eru á fyrri byggingarstigum en fyrir ári síðan og Samtök iðnaðarins spá því að rúmlega 2.200 nýjar íbúðir komi inn á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári sem er tæplega 40% vöxtur m.v. áætlanir fyrir árið í ár. Heimildir: Samtök iðnaðarins og Greiningardeild Húsaskjóls Horft fram á við má vænta þess að draga taki úr krafti verðhækkana á næstum mánuðum og að árshækkunartakturinn fari lækkandi. Stökkbreyting á vaxtakostnaði lántakenda ofan í aukið framboð er til þess fallið að draga heitasta markað landsins niður á jörðina. Undirritaður væntir þess þ.a.l. að framundan sé ákveðinn vendipunktur á húsnæðismarkaði og að markaðurinn stefni í meira jafnvægi með haustinu. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls fasteignasölu.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun