David James dáist að innköstum Sveindísar: „Rory Delap væri stoltur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2022 10:01 Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar sigrinum á Barcelona ásamt Alexöndru Popp og Lynn Wilms. getty/Martin Rose Löng innköst Sveindísar Jane Jónsdóttur halda áfram að vekja mikla athygli. Meðal þeirra sem dáist að þeim er fyrrverandi markvörður enska landsliðsins. David James, einn leikjahæsti markvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, fylgdist með seinni leik Wolfsburg og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á föstudaginn. Wolfsburg vann leikinn 2-0 og varð þar með fyrsta liðið til að sigra Barcelona á tímabilinu. Sveindís lék allan leikinn fyrir Wolfsburg og langt innkast hennar skapaði fyrra mark leiksins. Sigurinn dugði þó skammt því Barcelona vann fyrri leikinn, 5-1, og einvígið, 5-3 samanlagt. James var dolfallinn þegar hann sá Sveindísi grýta boltanum langt inn á vítateig Börsunga og deildi myndbandi af einu innkasti hennar á Twitter. Wow! Jonsdottir of @VfL_Frauen with a throw Delap would be proud of #UWCL pic.twitter.com/bt983IO9ZE— David James (@jamosfoundation) April 30, 2022 „Vá! Jónsdóttir í Wolfsburg með innkast sem Rory Delap væri stoltur af,“ skrifaði James og vísaði þar til fyrrverandi leikmanns Stoke City sem var þekktur fyrir rosalega löng innköst sín. Þau voru lengi vel helsta sóknarvopn Stoke og lið vildu frekar gefa hornspyrnur en innköst við vítateig sinn gegn Stoke. Sveindís hefur verið í byrjunarliði Wolfsburg í síðustu átta leikjum liðsins. Wolfsburg er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar og komið í bikarúrslit. Óhætt er að flokka hinn 51 árs James sem Íslandsvin en hann lék með ÍBV sumarið 2013, alls 23 leiki í deild, bikar og Evrópukeppni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sport Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Heimir segir dýrmætt að forðast fall Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Hópurinn gegn Noregi og Sviss: Hildur og Amanda snúa aftur Svona var blaðamannafundur KSÍ „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Sjá meira
David James, einn leikjahæsti markvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, fylgdist með seinni leik Wolfsburg og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á föstudaginn. Wolfsburg vann leikinn 2-0 og varð þar með fyrsta liðið til að sigra Barcelona á tímabilinu. Sveindís lék allan leikinn fyrir Wolfsburg og langt innkast hennar skapaði fyrra mark leiksins. Sigurinn dugði þó skammt því Barcelona vann fyrri leikinn, 5-1, og einvígið, 5-3 samanlagt. James var dolfallinn þegar hann sá Sveindísi grýta boltanum langt inn á vítateig Börsunga og deildi myndbandi af einu innkasti hennar á Twitter. Wow! Jonsdottir of @VfL_Frauen with a throw Delap would be proud of #UWCL pic.twitter.com/bt983IO9ZE— David James (@jamosfoundation) April 30, 2022 „Vá! Jónsdóttir í Wolfsburg með innkast sem Rory Delap væri stoltur af,“ skrifaði James og vísaði þar til fyrrverandi leikmanns Stoke City sem var þekktur fyrir rosalega löng innköst sín. Þau voru lengi vel helsta sóknarvopn Stoke og lið vildu frekar gefa hornspyrnur en innköst við vítateig sinn gegn Stoke. Sveindís hefur verið í byrjunarliði Wolfsburg í síðustu átta leikjum liðsins. Wolfsburg er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar og komið í bikarúrslit. Óhætt er að flokka hinn 51 árs James sem Íslandsvin en hann lék með ÍBV sumarið 2013, alls 23 leiki í deild, bikar og Evrópukeppni.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sport Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Heimir segir dýrmætt að forðast fall Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Hópurinn gegn Noregi og Sviss: Hildur og Amanda snúa aftur Svona var blaðamannafundur KSÍ „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Sjá meira