„Ég syng í baðinu, syng í sturtunni. Á ég líka að syngja í 60 Minutes?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. maí 2022 10:43 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, með Jon Wertheim, fréttamanni 60 Minutes. CBS Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, virðist hafa stolið senuninni í Eurovision-umfjöllun bandaríska fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes, sem var birtur í bandarísku sjónvarpi í gær. Jon Wertheim, fréttamaður 60 Minutes, var staddur hér á landi í mars, á úrslitakeppni Söngvakeppninnar þar sem atriði Íslands í Eurovision þetta árið var valið. Fréttastofa ræddi við Wertheim í mars þar hann greindi frá því að næstum óeðlilegur áhugi Íslendinga á keppninni hafi leitt tökuliðið hingað til lands, til að fjalla um Eurovision. Í viðtali við fréttastofu nefndi Wertheim sérstaklega að það hefði komið honum á óvart að forseti landsins væri svo viljugur að ræða fyrirbæri eins og Eurovision við erlenda fréttamenn. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að Guðni er nokkuð fyrirferðarmikill í innslagi 60 mínútna, þar sem hann tók meðal annars lagið. Farið er stuttlega yfir sögu Íslands í Eurovision-keppninni og rifjað upp hvernig íslenska þjóðin var á því að Gleðibankinn myndi fara með sigur af hólmi í keppninni 1986, þeirri fyrstu sem Ísland tók þátt í. „Ég man þetta eins og það hafi gerst í gær,“ sagði Guðni við Wertheim í þættinum. „Ha! núll stig til Íslands hugsaði maður. Við enduðum í sextánda sæti. Þetta var raunveruleikatékk fyrir okkur Íslendinga.“ “We call it the Icelandic song contest and the Eurovision song contest, but everybody knows it’s not only about the song; it’s about the act,” executive producer of the Icelandic song contest Rúnar Gíslason tells Jon Wertheim. https://t.co/upm5AZPcAK pic.twitter.com/DULH0Tnh1t— 60 Minutes (@60Minutes) May 1, 2022 Eins og Íslendingar þekkja hefur íslenskt atriðið ekki unnið keppnina hingað til, og segir Wortheim að vonbrigði séu þema sem Íslendingar kannist við þegar kemur að Eurovision. „Við höfum aldrei unnið þetta, eins og þú veist. Tvisvar verið nálægt því, tvisvar í öðru sæti,“ sagði Guðni sem kom fréttamanni 60 Minutes á óvart með þekkingu sinni á keppninni. „Ég man auðveldlega eftir sigurlögunum. Sanda kim árið 86, Brotherhood of Man, Save Your Kisses for Me árið 76, ef ég man rétt.“ Þú veist að það væru afglöp í starfi af minni hálfu ef ég myndi ekki biðja þig um að syngja? „Ég syng í baðinu, syng í sturtunni. Á ég líka að syngja í 60 Minutes?“ Sem er nákvæmlega það sem hann gerði, lagstúf úr Save Your Kisses for Me sem bar sigur úr bítum fyrir hönd Bretlands í keppninni árið 1976. “We have darkness here, like, nine months a year. So, this is kind of the antidepressant.”Each year, Iceland holds Söngvakeppnin, a sort of preliminary tournament to decide who will represent the country at Eurovision. https://t.co/zbamvB6Zvg pic.twitter.com/qiPokHZAEG— 60 Minutes (@60Minutes) May 1, 2022 Í þættinum er farið um víðan völl. Rætt er við kynna Söngvakeppninnar, Reykjavíkurdætur, Systurnar sem keppa fyrir Íslands hönd í Ítalíu eftir um tvær vikur og svona mætti áfram telja. Guðni átti þó lokaorðið í þættinum. „Við erum að koma undan faraldrinum. Það er stríð í Evrópu. Hver hefði trúað því. Eurovision er skemmtun. Keppnin skiptir engu máli í stóra samhenginu. En ef maður hugsar alltaf svoleiðis, ef maður skemmtir sér aldrei, þá stefnum við til glötunar.“ Lesa má umfjöllun 60 Minutes hér en í innslaginu hér fyrir neðan má sjá Wortheim ræða um innslagið sjálft. Íslenskir áhorfendur geta séð þáttinn í heild sinni á sunnudaginn næsta þegar hann verður á dagskrá Stöðvar 2. Eurovision Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Fréttamaður 60 Minutes segir Ísland ekki eina landið sem kom til greina Ísland var ekki eina landið sem kom til greina sem viðfangsefni Eurovision-umfjöllunar bandaríska fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes. En það var á endanum næstum óeðlilegur áhugi Íslendinga á keppninni sem leiddi tökuliðið hingað til lands, að sögn fréttamanns. 12. mars 2022 19:06 Frumsýndu nýja búninga á fyrstu æfingunni fyrir Eurovision Systur, framlag Íslands til Eurovision í ár, tóku sína fyrstu æfingu á sviðinu í dag. Íslenski hópurinn flaug út aðfaranótt laugardags með systkinin Eyþór, Elínu, Sigríði og Elísabetu í fararbroddi. 2. maí 2022 00:36 Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Jon Wertheim, fréttamaður 60 Minutes, var staddur hér á landi í mars, á úrslitakeppni Söngvakeppninnar þar sem atriði Íslands í Eurovision þetta árið var valið. Fréttastofa ræddi við Wertheim í mars þar hann greindi frá því að næstum óeðlilegur áhugi Íslendinga á keppninni hafi leitt tökuliðið hingað til lands, til að fjalla um Eurovision. Í viðtali við fréttastofu nefndi Wertheim sérstaklega að það hefði komið honum á óvart að forseti landsins væri svo viljugur að ræða fyrirbæri eins og Eurovision við erlenda fréttamenn. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að Guðni er nokkuð fyrirferðarmikill í innslagi 60 mínútna, þar sem hann tók meðal annars lagið. Farið er stuttlega yfir sögu Íslands í Eurovision-keppninni og rifjað upp hvernig íslenska þjóðin var á því að Gleðibankinn myndi fara með sigur af hólmi í keppninni 1986, þeirri fyrstu sem Ísland tók þátt í. „Ég man þetta eins og það hafi gerst í gær,“ sagði Guðni við Wertheim í þættinum. „Ha! núll stig til Íslands hugsaði maður. Við enduðum í sextánda sæti. Þetta var raunveruleikatékk fyrir okkur Íslendinga.“ “We call it the Icelandic song contest and the Eurovision song contest, but everybody knows it’s not only about the song; it’s about the act,” executive producer of the Icelandic song contest Rúnar Gíslason tells Jon Wertheim. https://t.co/upm5AZPcAK pic.twitter.com/DULH0Tnh1t— 60 Minutes (@60Minutes) May 1, 2022 Eins og Íslendingar þekkja hefur íslenskt atriðið ekki unnið keppnina hingað til, og segir Wortheim að vonbrigði séu þema sem Íslendingar kannist við þegar kemur að Eurovision. „Við höfum aldrei unnið þetta, eins og þú veist. Tvisvar verið nálægt því, tvisvar í öðru sæti,“ sagði Guðni sem kom fréttamanni 60 Minutes á óvart með þekkingu sinni á keppninni. „Ég man auðveldlega eftir sigurlögunum. Sanda kim árið 86, Brotherhood of Man, Save Your Kisses for Me árið 76, ef ég man rétt.“ Þú veist að það væru afglöp í starfi af minni hálfu ef ég myndi ekki biðja þig um að syngja? „Ég syng í baðinu, syng í sturtunni. Á ég líka að syngja í 60 Minutes?“ Sem er nákvæmlega það sem hann gerði, lagstúf úr Save Your Kisses for Me sem bar sigur úr bítum fyrir hönd Bretlands í keppninni árið 1976. “We have darkness here, like, nine months a year. So, this is kind of the antidepressant.”Each year, Iceland holds Söngvakeppnin, a sort of preliminary tournament to decide who will represent the country at Eurovision. https://t.co/zbamvB6Zvg pic.twitter.com/qiPokHZAEG— 60 Minutes (@60Minutes) May 1, 2022 Í þættinum er farið um víðan völl. Rætt er við kynna Söngvakeppninnar, Reykjavíkurdætur, Systurnar sem keppa fyrir Íslands hönd í Ítalíu eftir um tvær vikur og svona mætti áfram telja. Guðni átti þó lokaorðið í þættinum. „Við erum að koma undan faraldrinum. Það er stríð í Evrópu. Hver hefði trúað því. Eurovision er skemmtun. Keppnin skiptir engu máli í stóra samhenginu. En ef maður hugsar alltaf svoleiðis, ef maður skemmtir sér aldrei, þá stefnum við til glötunar.“ Lesa má umfjöllun 60 Minutes hér en í innslaginu hér fyrir neðan má sjá Wortheim ræða um innslagið sjálft. Íslenskir áhorfendur geta séð þáttinn í heild sinni á sunnudaginn næsta þegar hann verður á dagskrá Stöðvar 2.
Eurovision Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Fréttamaður 60 Minutes segir Ísland ekki eina landið sem kom til greina Ísland var ekki eina landið sem kom til greina sem viðfangsefni Eurovision-umfjöllunar bandaríska fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes. En það var á endanum næstum óeðlilegur áhugi Íslendinga á keppninni sem leiddi tökuliðið hingað til lands, að sögn fréttamanns. 12. mars 2022 19:06 Frumsýndu nýja búninga á fyrstu æfingunni fyrir Eurovision Systur, framlag Íslands til Eurovision í ár, tóku sína fyrstu æfingu á sviðinu í dag. Íslenski hópurinn flaug út aðfaranótt laugardags með systkinin Eyþór, Elínu, Sigríði og Elísabetu í fararbroddi. 2. maí 2022 00:36 Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Fréttamaður 60 Minutes segir Ísland ekki eina landið sem kom til greina Ísland var ekki eina landið sem kom til greina sem viðfangsefni Eurovision-umfjöllunar bandaríska fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes. En það var á endanum næstum óeðlilegur áhugi Íslendinga á keppninni sem leiddi tökuliðið hingað til lands, að sögn fréttamanns. 12. mars 2022 19:06
Frumsýndu nýja búninga á fyrstu æfingunni fyrir Eurovision Systur, framlag Íslands til Eurovision í ár, tóku sína fyrstu æfingu á sviðinu í dag. Íslenski hópurinn flaug út aðfaranótt laugardags með systkinin Eyþór, Elínu, Sigríði og Elísabetu í fararbroddi. 2. maí 2022 00:36