Hækkun stýrivaxta skili aðeins „verri kjörum og verri stöðu heimilanna“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. maí 2022 19:01 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir hækkandi stýrivexti koma sér mjög illa fyrir heimilin í landinu. Vísir/Arnar Stýrivexti gætu hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni ef spár bankanna ganga eftir. Formaður VR segir slíkt koma sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu og biðlar til peningastefnunefndar að finna aðrar leiðir. Stóru bankarnir þrír gera ráð fyrir því að peningastefnunefnd Seðlabankans hækki stýrivexti bankans við næstu vaxtaákvörðun sem er á miðvikudaginn um hálft til eitt prósentustig. Ástæðan er fyrst og fremst sú að verðbólga hefur aukist hratt. Hún hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 en ársverðbólga mælist nú 7,2%. „Það þarf virkilega að taka stór skref til þess að reyna að kæla eitthvað þessa verðbólgu. Verðbólgan er að miklu leyti drifin áfram af hækkunum húsnæðisverðs. Við teljum alveg líkur á því að með því að hækka stýrivexti þá hækkar líka vextir af íbúðalánum þá minnki eitthvað eftirspurnin eftir íbúðarhúsnæði til kaupa og þar með verði aðeins svona hægari taktur í verðhækkunum á fasteignamarkaði,“ segir Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans. „Þetta mun koma sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu. Afborganir lána munu hækka verulega. Kostnaður fyrirtækja sem að skulda yfir fimm þúsund milljarða, eða meira tvöfalt meira heldur en heimilin gera, munu fá á sig auknar birgðar út af hærri vöxtum og það mun væntanlega fara í verðlagið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. „Þannig að ég get ekki séð hvernig í ósköpunum hvernig Seðlabankinn ætlar að minnka þennan verðbólguþrýsting með stýrivaxtahækkunum núna sem að eru að mestu leyti innfluttar fyrir utan áhrifn á húsnæðismarkaðinn sem er nánast í frosti. Það eina sem þetta skilar í dag er fyrst og fremst verri kjör og verri staða heimilanna og er nú nóg um þær verðlagshækkanir sem hafa nú þegar dunið hér yfir og eiga eftir að koma,“ segir Ragnar Þór. Ragnar segir vaxtahækkanir og verðlagshækkanir koma til með að hafa áhrif á komandi kjaraviðræður. „Það sem er framundan í hækkunum veit ekki á gott og gerir okkar stöðu í verkalýðshreyfingunni fyrir komandi kjarasamninga mjög þunga vegna þess að við getum ekki annað en sótt þennan kostnaðarauka til stjórnvalda, þá í gengum skattkerfið og aðrar aðgerðir, og sömuleiðis atvinnulífið.“ Efnahagsmál Neytendur Fjármál heimilisins Seðlabankinn Tengdar fréttir Spár um vaxtahækkun: Markaðurinn klofinn milli 75 og 100 punkta Ríflega helmingur markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 100 punkta á miðvikudaginn. Laust taumhald peningastefnu, mjög lágir raunstýrivextir og vaxandi verðbólguþrýstingur eru meginstef í þeim svörum sem bárust. 2. maí 2022 08:58 Tekst að kæla heitasta markað landsins? Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,1% í mars sem er næstum því fjórföld hækkun m.v. meðalmánuðinn undanfarin 7 ár. 2. maí 2022 07:31 Verðbólga eykst í 7,2 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,25% í apríl og mælist ársverbólga nú 7,2% en var 6,7% í marsmánuði. Verðbólgan hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 þegar hún mældist 7,50%. Tólf mánaða verðbólga án húsnæðis fer úr 4,6% í 5,3%. 28. apríl 2022 09:03 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Stóru bankarnir þrír gera ráð fyrir því að peningastefnunefnd Seðlabankans hækki stýrivexti bankans við næstu vaxtaákvörðun sem er á miðvikudaginn um hálft til eitt prósentustig. Ástæðan er fyrst og fremst sú að verðbólga hefur aukist hratt. Hún hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 en ársverðbólga mælist nú 7,2%. „Það þarf virkilega að taka stór skref til þess að reyna að kæla eitthvað þessa verðbólgu. Verðbólgan er að miklu leyti drifin áfram af hækkunum húsnæðisverðs. Við teljum alveg líkur á því að með því að hækka stýrivexti þá hækkar líka vextir af íbúðalánum þá minnki eitthvað eftirspurnin eftir íbúðarhúsnæði til kaupa og þar með verði aðeins svona hægari taktur í verðhækkunum á fasteignamarkaði,“ segir Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans. „Þetta mun koma sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu. Afborganir lána munu hækka verulega. Kostnaður fyrirtækja sem að skulda yfir fimm þúsund milljarða, eða meira tvöfalt meira heldur en heimilin gera, munu fá á sig auknar birgðar út af hærri vöxtum og það mun væntanlega fara í verðlagið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. „Þannig að ég get ekki séð hvernig í ósköpunum hvernig Seðlabankinn ætlar að minnka þennan verðbólguþrýsting með stýrivaxtahækkunum núna sem að eru að mestu leyti innfluttar fyrir utan áhrifn á húsnæðismarkaðinn sem er nánast í frosti. Það eina sem þetta skilar í dag er fyrst og fremst verri kjör og verri staða heimilanna og er nú nóg um þær verðlagshækkanir sem hafa nú þegar dunið hér yfir og eiga eftir að koma,“ segir Ragnar Þór. Ragnar segir vaxtahækkanir og verðlagshækkanir koma til með að hafa áhrif á komandi kjaraviðræður. „Það sem er framundan í hækkunum veit ekki á gott og gerir okkar stöðu í verkalýðshreyfingunni fyrir komandi kjarasamninga mjög þunga vegna þess að við getum ekki annað en sótt þennan kostnaðarauka til stjórnvalda, þá í gengum skattkerfið og aðrar aðgerðir, og sömuleiðis atvinnulífið.“
Efnahagsmál Neytendur Fjármál heimilisins Seðlabankinn Tengdar fréttir Spár um vaxtahækkun: Markaðurinn klofinn milli 75 og 100 punkta Ríflega helmingur markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 100 punkta á miðvikudaginn. Laust taumhald peningastefnu, mjög lágir raunstýrivextir og vaxandi verðbólguþrýstingur eru meginstef í þeim svörum sem bárust. 2. maí 2022 08:58 Tekst að kæla heitasta markað landsins? Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,1% í mars sem er næstum því fjórföld hækkun m.v. meðalmánuðinn undanfarin 7 ár. 2. maí 2022 07:31 Verðbólga eykst í 7,2 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,25% í apríl og mælist ársverbólga nú 7,2% en var 6,7% í marsmánuði. Verðbólgan hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 þegar hún mældist 7,50%. Tólf mánaða verðbólga án húsnæðis fer úr 4,6% í 5,3%. 28. apríl 2022 09:03 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Spár um vaxtahækkun: Markaðurinn klofinn milli 75 og 100 punkta Ríflega helmingur markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 100 punkta á miðvikudaginn. Laust taumhald peningastefnu, mjög lágir raunstýrivextir og vaxandi verðbólguþrýstingur eru meginstef í þeim svörum sem bárust. 2. maí 2022 08:58
Tekst að kæla heitasta markað landsins? Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,1% í mars sem er næstum því fjórföld hækkun m.v. meðalmánuðinn undanfarin 7 ár. 2. maí 2022 07:31
Verðbólga eykst í 7,2 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,25% í apríl og mælist ársverbólga nú 7,2% en var 6,7% í marsmánuði. Verðbólgan hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 þegar hún mældist 7,50%. Tólf mánaða verðbólga án húsnæðis fer úr 4,6% í 5,3%. 28. apríl 2022 09:03