Með hókus pókus bendil þá hefðu þeir getað galdrað fram einhverjar kanínur Þorsteinn Hjálmsson skrifar 2. maí 2022 21:50 Halldór Jóhann, þjálfari Selfyssinga. Vísir/Hulda Margrét Selfoss tapaði í kvöld fyrsta leiknum í einvígi þeirra gegn Val í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Lauk leiknum með ellefu marka sigri Valsmanna eftir algjört hrun í leik Selfoss í síðari hálfleik. Lokatölur 36-25. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, fannst sýnir menn vera etja kappi við töframenn á köflum í síðari hálfleik. „Við töpum bara allt of mörgum boltum í seinni hálfleik. Þeir keyra á okkur og í raun og veru hvað sem þeir gera gengur upp. Ég held þeir hefðu verið með hókus pókus bendil þá hefðu þeir getað galdrað fram einhverjar kanínur. Munurinn lá þar. Við erum með 15 tapaða bolta og ég hugsa að þeir séu ekki með marga tapaða bolta í leiknum. Svo bara klikkum við á skotum og fáum ekki markvörslu hinu megin, bara nokkrir samverkandi þættir í raun og veru. Valsliðið bara frábært, ótrúlega vel skipaðir í öllum stöðum og fljótir að refsa.“ Selfyssingar áttu fínan fyrri hálfleik og voru ekki nema tveimur mörkum undir í hálfleik eftir að hafa leitt leikinn á kafla. „Við teljum okkur alveg geta það, ekki spurning. En það heppnaðist allt upp hjá þeim í kvöld. Það verður að segjast, ótrúleg frammistaða hjá þeim. Mér fannst við vera mjög góðir í 30 til 40 mínútur, en gáfum rosalega mikið eftir. Leikurinn var bara farinn þegar þetta var komið upp í fimm sex mörk. Við náðum ekki þessu áhlaupi sem við ætluðum okkur, þarna seinni hluta seinni hálfleiks köstuðum svolítið inn handklæðinu. Gáfum ungum strákum mikilvægar mínútur.“ Þetta er annað stóra tapið hjá Selfyssingum gegn Val á skömmum tíma. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, telur það þó ekki hafa nein teljandi áhrif á sína menn. „Ég held það hafi engin áhrif, þannig sko. Auðvitað er alltaf vont að tapa stórt og allt það, en við vitum alveg hvað við getum í handbolta og vitum alveg hverslags íþróttamenn og karakterar við erum. Við þurfum bara að koma og sýna það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Selfoss 36-25 | Magnaðir Valsmenn stungu af í síðari hálfleik Valur lagði Selfoss með 11 marka mun í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Um er að ræða viðureign Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. 2. maí 2022 21:10 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, fannst sýnir menn vera etja kappi við töframenn á köflum í síðari hálfleik. „Við töpum bara allt of mörgum boltum í seinni hálfleik. Þeir keyra á okkur og í raun og veru hvað sem þeir gera gengur upp. Ég held þeir hefðu verið með hókus pókus bendil þá hefðu þeir getað galdrað fram einhverjar kanínur. Munurinn lá þar. Við erum með 15 tapaða bolta og ég hugsa að þeir séu ekki með marga tapaða bolta í leiknum. Svo bara klikkum við á skotum og fáum ekki markvörslu hinu megin, bara nokkrir samverkandi þættir í raun og veru. Valsliðið bara frábært, ótrúlega vel skipaðir í öllum stöðum og fljótir að refsa.“ Selfyssingar áttu fínan fyrri hálfleik og voru ekki nema tveimur mörkum undir í hálfleik eftir að hafa leitt leikinn á kafla. „Við teljum okkur alveg geta það, ekki spurning. En það heppnaðist allt upp hjá þeim í kvöld. Það verður að segjast, ótrúleg frammistaða hjá þeim. Mér fannst við vera mjög góðir í 30 til 40 mínútur, en gáfum rosalega mikið eftir. Leikurinn var bara farinn þegar þetta var komið upp í fimm sex mörk. Við náðum ekki þessu áhlaupi sem við ætluðum okkur, þarna seinni hluta seinni hálfleiks köstuðum svolítið inn handklæðinu. Gáfum ungum strákum mikilvægar mínútur.“ Þetta er annað stóra tapið hjá Selfyssingum gegn Val á skömmum tíma. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, telur það þó ekki hafa nein teljandi áhrif á sína menn. „Ég held það hafi engin áhrif, þannig sko. Auðvitað er alltaf vont að tapa stórt og allt það, en við vitum alveg hvað við getum í handbolta og vitum alveg hverslags íþróttamenn og karakterar við erum. Við þurfum bara að koma og sýna það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Selfoss 36-25 | Magnaðir Valsmenn stungu af í síðari hálfleik Valur lagði Selfoss með 11 marka mun í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Um er að ræða viðureign Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. 2. maí 2022 21:10 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Leik lokið: Valur - Selfoss 36-25 | Magnaðir Valsmenn stungu af í síðari hálfleik Valur lagði Selfoss með 11 marka mun í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Um er að ræða viðureign Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. 2. maí 2022 21:10