Fylgisaukning Pírata heldur meirihlutanum í Reykjavík á lífi Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2022 12:53 Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað miklu fylgi í Reykjavík samkvæmt könnun Maskínu. Framsókn og Píratar eru í sókn. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í sveitarstjórnarmálum segir spennandi kosningar framundan í Reykjavík. Sameiginlegt fylgi meirihlutaflokkanna geti ráðist af kjörsókn kjósenda Pírata sem eru í sókn í borginni. Samkvæmt nýjust könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem við greindum frá í kvöldfréttum í gær halda flokkarnir fjórir í núverandi meirihluta í borgarstjórn meirihluta sínum og bæta reyndar við sig einum fulltrúa, færu úr tólf í þrettán. Það skýrist af því að Píratar myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum sem rúmlega vegur upp tap Samfylkingarinnar á einum fulltrúa en Viðreisn og Vinstri græn héldu sama fjölda og í kosningunum 2018. Grétar Þór Eyþórsson stjórnsýslufræðingur segir spennandi kosningar framundan í Reykjavík.Stöð 2 Grétar Þór Eyþórsson prófessor við Háskólann á Akureyri er sérfræðingur í sveitarstjórnarmálum. Hann segir þróunina í könnunum vera meirihlutaflokkunum í hag. Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið byrjaður að tapa fylgi í könnunum í Reykjavík áður en íslandsbankamálið kom upp. „Eftir að það kom til hefur reist enn þá meira af fylginu. Þannig að það eru greinilega einhver áhrif af þessu máli. Maður getur eiginlega ekki ályktað öðruvísi. En það var eitthvað tap í uppsiglingu engu að síður,“ segir Grétar Þór. Í kosningunum 2018 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 30,8 prósent atkvæða en í könnun Maskínu frá í gær mælist flokkurinn með 20,7 prósent atkvæða og fengi fimm borgarfulltrúa í stað átta áður. Samfylkingin fengi sex fulltrúa en var með sjö í síðustu kosningum, Viðreisn héldi sínum tveimur og Vinstri græn sínum eina. Það eru hins vegar Píratar sem eru að sækja í sig veðrið og færu í tveimur fulltrúum í fjóra samkvæmt könnun Maskínu. „Það sem heldur meirihlutanum fyrst og fremst á lífi er hvað Píratar standa sig vel. Eða koma vel út úr þessum könnunum,“ segir Grétar Þór. Stór hluti kjósenda þeirra sé ungt fólk og reynslan sýni að yngri kjósendur skili sér ver á kjörstað en þeir eldri. Það sé þó ekki hægt að fullyrða að svo verði í komandi kosningum. Framsóknarflokkurinn hafi verið í mikilli sókn og mælist ítrekað með þrjá borgarfulltrúa en fékk engan mann kjörinn árið 2018. Hann gæti því komist í odda aðstöðu ef fylgi annarra flokka færist til. „Það er alveg hugsanlegt ef Framsóknarflokkurinn heldur þessum þremur mönnum. En á meðan Sjálfstæðismenn eru að mælast aftur og aftur með bara fimm menn þarf dálítið mikið til.“ Nú rétt fyrir kosningar sé staðan í Reykjavík mjög spennandi, segir Grétar Þór Eyþórsson. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Píratar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn tapar þremur fulltrúum Meirihlutinn í Reykjavík heldur velli samkvæmt nýrri könnun Maskínu og fylgi Sjálfstæðisflokksins lækkar um fimm prósentustig milli mánaða. 2. maí 2022 19:11 Meirihlutinn heldur velli samkvæmt nýjum Þjóðarpúls Gallup Meirihlutinn í Reykjavík heldur velli ef marka má nýjan Þjóðarpúls Gallup. 13. apríl 2022 12:55 Meirihlutinn í Reykjavík fallinn og Framsókn í stórsókn Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna, jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkurinn tapi tveimur borgarfulltrúum frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn er í stórsókn og fengi þrjá borgarfulltrúa. 5. apríl 2022 19:31 Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa miklu fylgi í Reykjavík Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Samfylkingin tapar töluverðu fylgi en Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn ásamt Pírötum. Meirihlutaflokkarnir gætu endurnýjað samstarf sitt. 18. mars 2022 19:30 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Sjá meira
Samkvæmt nýjust könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem við greindum frá í kvöldfréttum í gær halda flokkarnir fjórir í núverandi meirihluta í borgarstjórn meirihluta sínum og bæta reyndar við sig einum fulltrúa, færu úr tólf í þrettán. Það skýrist af því að Píratar myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum sem rúmlega vegur upp tap Samfylkingarinnar á einum fulltrúa en Viðreisn og Vinstri græn héldu sama fjölda og í kosningunum 2018. Grétar Þór Eyþórsson stjórnsýslufræðingur segir spennandi kosningar framundan í Reykjavík.Stöð 2 Grétar Þór Eyþórsson prófessor við Háskólann á Akureyri er sérfræðingur í sveitarstjórnarmálum. Hann segir þróunina í könnunum vera meirihlutaflokkunum í hag. Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið byrjaður að tapa fylgi í könnunum í Reykjavík áður en íslandsbankamálið kom upp. „Eftir að það kom til hefur reist enn þá meira af fylginu. Þannig að það eru greinilega einhver áhrif af þessu máli. Maður getur eiginlega ekki ályktað öðruvísi. En það var eitthvað tap í uppsiglingu engu að síður,“ segir Grétar Þór. Í kosningunum 2018 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 30,8 prósent atkvæða en í könnun Maskínu frá í gær mælist flokkurinn með 20,7 prósent atkvæða og fengi fimm borgarfulltrúa í stað átta áður. Samfylkingin fengi sex fulltrúa en var með sjö í síðustu kosningum, Viðreisn héldi sínum tveimur og Vinstri græn sínum eina. Það eru hins vegar Píratar sem eru að sækja í sig veðrið og færu í tveimur fulltrúum í fjóra samkvæmt könnun Maskínu. „Það sem heldur meirihlutanum fyrst og fremst á lífi er hvað Píratar standa sig vel. Eða koma vel út úr þessum könnunum,“ segir Grétar Þór. Stór hluti kjósenda þeirra sé ungt fólk og reynslan sýni að yngri kjósendur skili sér ver á kjörstað en þeir eldri. Það sé þó ekki hægt að fullyrða að svo verði í komandi kosningum. Framsóknarflokkurinn hafi verið í mikilli sókn og mælist ítrekað með þrjá borgarfulltrúa en fékk engan mann kjörinn árið 2018. Hann gæti því komist í odda aðstöðu ef fylgi annarra flokka færist til. „Það er alveg hugsanlegt ef Framsóknarflokkurinn heldur þessum þremur mönnum. En á meðan Sjálfstæðismenn eru að mælast aftur og aftur með bara fimm menn þarf dálítið mikið til.“ Nú rétt fyrir kosningar sé staðan í Reykjavík mjög spennandi, segir Grétar Þór Eyþórsson.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Píratar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn tapar þremur fulltrúum Meirihlutinn í Reykjavík heldur velli samkvæmt nýrri könnun Maskínu og fylgi Sjálfstæðisflokksins lækkar um fimm prósentustig milli mánaða. 2. maí 2022 19:11 Meirihlutinn heldur velli samkvæmt nýjum Þjóðarpúls Gallup Meirihlutinn í Reykjavík heldur velli ef marka má nýjan Þjóðarpúls Gallup. 13. apríl 2022 12:55 Meirihlutinn í Reykjavík fallinn og Framsókn í stórsókn Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna, jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkurinn tapi tveimur borgarfulltrúum frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn er í stórsókn og fengi þrjá borgarfulltrúa. 5. apríl 2022 19:31 Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa miklu fylgi í Reykjavík Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Samfylkingin tapar töluverðu fylgi en Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn ásamt Pírötum. Meirihlutaflokkarnir gætu endurnýjað samstarf sitt. 18. mars 2022 19:30 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tapar þremur fulltrúum Meirihlutinn í Reykjavík heldur velli samkvæmt nýrri könnun Maskínu og fylgi Sjálfstæðisflokksins lækkar um fimm prósentustig milli mánaða. 2. maí 2022 19:11
Meirihlutinn heldur velli samkvæmt nýjum Þjóðarpúls Gallup Meirihlutinn í Reykjavík heldur velli ef marka má nýjan Þjóðarpúls Gallup. 13. apríl 2022 12:55
Meirihlutinn í Reykjavík fallinn og Framsókn í stórsókn Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna, jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkurinn tapi tveimur borgarfulltrúum frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn er í stórsókn og fengi þrjá borgarfulltrúa. 5. apríl 2022 19:31
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa miklu fylgi í Reykjavík Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Samfylkingin tapar töluverðu fylgi en Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn ásamt Pírötum. Meirihlutaflokkarnir gætu endurnýjað samstarf sitt. 18. mars 2022 19:30
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent