Hómófóbísk líkamsárás náðist á myndband: „Ég var bara í sjokki“ Snorri Másson skrifar 3. maí 2022 21:01 Ómar Alejandro Waldosson varð fyrir árás í líkamsræktarstöð í Síle á laugardag. Hann segist ekki munu linna látum fyrr en árásarmaðurinn sætir ábyrgð. Vísir/Samsett Íslendingur sem varð fyrir árás vegna kynhneigðar sinnar í líkamsræktarstöð í Síle í vikunni segist hafa óttast um líf sitt. Lögreglan brást honum en maðurinn segir málinu hvergi nærri lokið. Ómar Alejandro Waldosson, uppalinn á Hvolsvelli, hefur notið frísins í sólinni í fæðingarlandi sínu Síle undanfarna mánuði. Hann er einkaþjálfari með meiru og var farinn að mæta reglulega í tiltekna líkamsræktarstöð í heimabæ sínum Quilpué þar til hann varð allt í einu fyrir ógeðfelldri árás á laugardaginn. Á myndbandi úr öryggismyndavélum sem sjá má hér að ofan má sjá Ómar þar sem hann situr á bekk hægra megin í salnum í appelsínugulum bol, þegar ókunnugur maður í hlýrabol kemur upp að honum. „Hann kemur að mér og öskrar: Helvítis hommi, færðu þig. Þú ert með litaðar neglur eins og einhver gella. Hann eltir mig, ýtir mér, og þá labba ég til baka og spyr: Hvers konar framkoma er þetta? Ég átti engan veginn von á því þegar ég var að æfa að einhver ofbeldismaður kæmi og myndi berja mig bara af því að ég er með litaðar neglur. Ég var bara í sjokki, af því að ég hef aldrei upplifað neitt slíkt á Íslandi. Ég er ekki vanur svona framkomu,“ segir Ómar. Ómar Alejandro Waldosson varð fyrir árás í líkamsræktarstöð í Síle á laugardag. Hann segist ekki munu linna látum fyrr en árásarmaðurinn sætir ábyrgð.Vísir/Samsett Á engum tímapunkti koma þjálfarar líkamsræktarstöðvarinnar Ómari til hjálpar, sem hann segir óásættanlegt. „Ég hringdi í lögregluna, ég beið í tvo tíma inni í líkamsræktarstöðinni eftir að hún kæmi en hún kom aldrei. Ég þorði ekki að labba út af því að maðurinn sem barði mig var með hníf og ætlaði að drepa mig, sagðist ætla að bíða eftir mér þegar ég kæmi út og þá myndi hann berja mig,“ segir Ómar. Algert úrræðaleysi á þeim tímapunkti en málinu er ekki lokið. Ómar segist munu fara með málið alla leið og sjá til þess, með sönnunargögnin að vopni, að maðurinn hljóti refsingu. Maðurinn hefur haft í hótunum við Ómar og málið hefur vakið nokkra athygli fjölmiðla á svæðinu. Chile Líkamsræktarstöðvar Íslendingar erlendis Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Ómar Alejandro Waldosson, uppalinn á Hvolsvelli, hefur notið frísins í sólinni í fæðingarlandi sínu Síle undanfarna mánuði. Hann er einkaþjálfari með meiru og var farinn að mæta reglulega í tiltekna líkamsræktarstöð í heimabæ sínum Quilpué þar til hann varð allt í einu fyrir ógeðfelldri árás á laugardaginn. Á myndbandi úr öryggismyndavélum sem sjá má hér að ofan má sjá Ómar þar sem hann situr á bekk hægra megin í salnum í appelsínugulum bol, þegar ókunnugur maður í hlýrabol kemur upp að honum. „Hann kemur að mér og öskrar: Helvítis hommi, færðu þig. Þú ert með litaðar neglur eins og einhver gella. Hann eltir mig, ýtir mér, og þá labba ég til baka og spyr: Hvers konar framkoma er þetta? Ég átti engan veginn von á því þegar ég var að æfa að einhver ofbeldismaður kæmi og myndi berja mig bara af því að ég er með litaðar neglur. Ég var bara í sjokki, af því að ég hef aldrei upplifað neitt slíkt á Íslandi. Ég er ekki vanur svona framkomu,“ segir Ómar. Ómar Alejandro Waldosson varð fyrir árás í líkamsræktarstöð í Síle á laugardag. Hann segist ekki munu linna látum fyrr en árásarmaðurinn sætir ábyrgð.Vísir/Samsett Á engum tímapunkti koma þjálfarar líkamsræktarstöðvarinnar Ómari til hjálpar, sem hann segir óásættanlegt. „Ég hringdi í lögregluna, ég beið í tvo tíma inni í líkamsræktarstöðinni eftir að hún kæmi en hún kom aldrei. Ég þorði ekki að labba út af því að maðurinn sem barði mig var með hníf og ætlaði að drepa mig, sagðist ætla að bíða eftir mér þegar ég kæmi út og þá myndi hann berja mig,“ segir Ómar. Algert úrræðaleysi á þeim tímapunkti en málinu er ekki lokið. Ómar segist munu fara með málið alla leið og sjá til þess, með sönnunargögnin að vopni, að maðurinn hljóti refsingu. Maðurinn hefur haft í hótunum við Ómar og málið hefur vakið nokkra athygli fjölmiðla á svæðinu.
Chile Líkamsræktarstöðvar Íslendingar erlendis Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira