Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30.
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30. Stöð 2

Kannanir benda til sögulegs ósigurs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar innan við tvær vikur eru til kosninga. Þá hefur flokkurinn aldrei mælst lægri í Þjóðarpúlsi Gallup þar sem stuðningur við ríkisstjórnina minnkar einnig verulega. Stjórnmálafræðingur rýnir í stöðuna og við skoðum hve margir hafa kosið utan kjörfundar nú þegar ellefu dagar eru til kosninga.

Íslendingur sem varð fyrir árás vegna kynhneigðar sinnar í líkamsræktarstöð í Síle í vikunni segist hafa óttast um líf sitt. Lögreglan brást honum en maðurinn segir málinu hvergi nærri lokið. Við sjáum sláandi myndefni af árásinni í fréttatímanum á eftir.

Ekki skánar ástandið í Úkraínu en óbreyttir borgarar sem komust frá Maríupól um helgina lýsa aðstæðum þar sem algeru helvíti. Þá hafa Rússar hafa byrjað árásir á stáliðjuver borgarinnar á ný. Vestanhafs eru áform um að fella úr gildi alríkisvernd á rétti kvenna til þungunarrofs. Forseti Bandaríkjanna biður dómara við Hæstarétt um að hafna hugmyndinni.

Óvissa með Reykjavíkurflugvöll, nýr gönguklúbbur Rangæinga og svo verðum við í beinni frá Hveragerði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×